Innlent

Bjarni stefnir á 21 kílómetra

Íslandsbanki verður aðalstyrktaraðili Reykjavíkur Maraþons næstu þrjú ár og mun það nefnast Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþon. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Knútur Óskarsson, formaður Reykjavíkur Maraþons, undirrituðu samning þess efnis í gær. Markmið hans er að efla áhuga almennings á hlaupinu og stuðla að aukinni hreyfingu og hreysti. Hlaupinu verða gerð skil á heimasíðu bankans og þar verður hægt að skrá sig til þátttöku, setja sér markmið og fá æfingaáætlun. Bjarni Ármannsson hleypur reglulega og hefur lengst hlaupið hálft maraþon. Hann hyggur á þátttöku í Íslandsbanka Reykjavíkur Maraþoni í sumar en vill sem minnst segja um hve langt hann muni hlaupa. "Það verður að koma í ljós. Maður má ekki hlaupa fram úr sjálfum sér, markmiðin verða að vera raunhæf," segir Bjarni. Fréttablaðið hefur hins vegar heimildir fyrir að hann stefni á að hlaupa hálfmaraþon, sem er 21 kílómetrar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×