Innlent

Fer á Selfoss

Ákveðið hefur verið að Landbúnaðarstofnun, sem tekur við þeim verkefnum sem hafa verið í höndum yfirdýralæknis, veiðimálastjóra, aðfangaeftirlitsins, kjötmatsformanns og plöntueftirlitsins, skuli staðsett á Selfossi. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að stofnunin muni samt sem áður starfa um allt land og útibú verði á höfuðborgarsvæðinu. Ákveðið hafi verið að koma stofnuninni fyrir nær vettvangi landbúnaðar og Selfoss sé sterkur þjónustubær í nálægð við landbúnað. Með stofnun Landbúnaðarstofnunar náist bæði hagræðing og öflugri stofnun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×