Innlent

Ekkert fjarveruslys í rúmt ár

Ekkert fjarveruslys hefur orðið í álveri Alcan í Straumsvík í rúmt ár eða í samtals eina milljón vinnustunda. Hefur aldrei liðið jafnlangur tími hjá fyrirtækinu án fjarveruslyss en þá er átt við slys sem veldur því að starfsmaður getur ekki mætt til vinnu næsta dag. Þessi árangur í öryggismálum er með því besta sem gerist í áliðnaði í Evrópu að sögn forsvarsmanna Alcan í Straumsvík. Þeir þakka þetta markvissu starfi í að auka öryggi starfsmanna en til samanburðar voru 50 fjarveruslys hjá fyrirtækinu árið 1997. Hjá fyrirtækinu starfa að jafnaði um 500 manns. Álverið í Straumsvík hefur einnig ákveðið að stofna sérstakan samélagssjóð sem hefur það hlutverk að styðja við margs konar starf að samfélagsmálum. 20 milljónum króna verður varið árlega til sjóðsins en til að verkefni fái úthlutun þarf það að varða málefni á sviði heilsu og hreyfingar, öryggismála, umhverfismála, menntamála og menningarmála.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×