Innlent

Konur í rekstri fá aðgang

Konur sem reka fyrirtæki fá nú aðgang að Félagi kvenna í atvinnurekstri en áður þurftu konur bæði að eiga og reka fyrirtæki til að fá að vera í félaginu. Aðalfundur félagsins var haldinn í síðustu viku og voru þá samþykktar breytingar á lögum félagsins. Í fréttatilkynningu frá félaginu kemur fram að það hafi sætt gagnrýni fyrir að setja aðild að félaginu svo þröngar skorður, en breytingarnar gera fleiri konum í áhrifastöðum kleift að gerast félagar. Félagskonur eru um 380 talsins en gert er ráð fyrir að þeim fjölgi verulega eftir breytingarnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×