Innlent

Fýlubomba frá Finni

"Þettar er bara ein af mörgum fýlubombum sem Finnur Ingólfsson hefur sprengt á ævi sinni. Ég veit ekki hvað maðurinn er að spá," segir Egill Helgason þáttarstjórnandi. Finnur Ingólfsson sagði í Kastljósinu í gær að þegar Finnur hefði nýtekið við sem iðnaðarráðherra hefði Egill falast eftir viðtali við hann, en á þeim tíma hefði andlegt og líkamlegt ástand Egils verið með þeim hætti að hann hefði ekki verið í stakk búinn til að taka viðtalið. "Ég hef bara einu sinni hitt hann augliti til auglitis, þegar ég tók fréttaviðtal við Finn í stúdíói Stöðvar 2, sem var á engan hátt sögulegt. Hvað eftir annað, þegar Finnur var iðnaðarráðherra, lofaði hann að koma í Silfur Egils og sveik það alltaf á síðustu stundu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×