Íslenskukrafan ekki til að stjórna 29. maí 2005 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra er ósammála þeirri skoðun Guðrúnar Guðmundsdóttur mannfræðings, sem kom fram í Fréttablaðinu í gær, að krafan um íslenskukunnáttu sé leið til að hafa betri stjórn á fólki. Kannanir sýni að innflytjendum sé mikið kappsmál að fá tækifæri til að læra íslensku og telji það sjálfir bestu leiðina til að laga sig að íslensku þjóðfélagi. "Íslensk lög verða ekki talin ströng í þessu tilliti miðað við það sem víða gerist," segir Björn sem telur ekki sjálfgefið að fjármögnun íslenskunáms eigi að lenda á skattgreiðendum. Ingibjörg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., telur framsetningu Guðrúnar svolítið einfalda. Eina krafan sem sett sé fram í lögum sé sú að ljúka þurfi 150 íslenskutímum til að fá búsetuleyfi, engar kröfur séu settar fram um hversu mikið þurfi að kunna. Hins vegar hafi hún heyrt útlendinga halda því fram að þeir nái ekki framgöngu á vinnustað vegna ónægrar íslenskukunnáttu. Ingibjörg telur lögin um íslenskukunnáttu nokkuð einhliða, útlendingar eigi að ná sér í þessa íslenskutíma hvort sem þeir standi til boða eða ekki. Hún segir að vinnustaðir þurfi að bera meiri ábyrgð á því að gera fólki kleift að læra en yfirvöld þurfi þó að gefa tóninn og tryggja að öllum standi til boða íslenskunámskeið við hæfi. Ingibjörg er sammála Guðrúnu um að gerðar séu allt of miklar kröfur um málfræðilega kunnáttu, það snúi þó að almenningsáliti og komi lögum ekki við.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira