Samstarf í vísindum og tækni 30. maí 2005 00:01 Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam var kjörinn forseti Indlands fyrir tæpum þremur árum. Hann er sjötíu og þriggja ára flugvélaverkfræðingur og afar virtur vísindamaður í heimalandinu. Forsetahjónin íslensku tóku á móti honum að Bessastöðum í morgun og börn úr Víðistaða- og Öldutúnsskóla veifuðu fánum beggja landa. Forsetinn tók sér góðan tíma í að heilsa upp á börnin en hélt að því loknu til hálfrar klukkustundar fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar ræddu þeir einkum möguleika landanna á samstarfi í lyfjaþróun og -framleiðslu, orkuvinnslu og um viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta. Forsetinn hefur miklar væntingar um framtíð þjóðar sinnar og er markmið hans að Indland komist í hóp þróaðra ríkja eftir fimmtán ár. Fréttamaður innti hann eftir þeirri tilvitnun, sem að sögn er hans eftirlætistilvitnun, að Indverjar eigi að hugsa eins og milljarðaþjóð, ekki milljónaþjóð, og spurði hvaða ráð hann hefði til að breyta þeim hugsunarhætti. Forsetinn svaraði því til að Indverjar séu einn milljarður og 540 milljónir af þeim, eða 54% þjóðarinnar, séu innan við 25 ára. Í landinu byggi því mikill æskuþróttur og hann telur að ef honum takist að koma því á framfæri að sá þróttur sé mjög mikilvægur geti Indverjar hugsað stórt. „Ef við hugsum stórt verður þjóðin mikil,“ sagði dr Kalam. Og forsetinn sagðist hafa lesið í Íslendingasögunum í gær og þar hafi hann séð könnuði. „Hugsið stórt, þá fylgir þjóðin á eftir,“ sagði hann. Dagskrá heimsóknarinnar ber áhugamálum forsetans vitni. Hann fór meðal annars eftir hádegið og lagði hornstein að nýrri byggingu lyfjafyrirtækisins Actavis en síðan fundaði hann með jarðvísindamönnum og stúdentum við Háskóla Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Forseti Indlands átti fund með forseta Íslands að Bessastöðum í dag og lögðu báðir forsetar mikla áherslu á samstarfsmöguleika landanna tveggja á sviði vísinda og tækni. Dr. Avul Pakir Jainulabdeen Abdul Kalam var kjörinn forseti Indlands fyrir tæpum þremur árum. Hann er sjötíu og þriggja ára flugvélaverkfræðingur og afar virtur vísindamaður í heimalandinu. Forsetahjónin íslensku tóku á móti honum að Bessastöðum í morgun og börn úr Víðistaða- og Öldutúnsskóla veifuðu fánum beggja landa. Forsetinn tók sér góðan tíma í að heilsa upp á börnin en hélt að því loknu til hálfrar klukkustundar fundar með Ólafi Ragnari Grímssyni. Þar ræddu þeir einkum möguleika landanna á samstarfi í lyfjaþróun og -framleiðslu, orkuvinnslu og um viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta. Forsetinn hefur miklar væntingar um framtíð þjóðar sinnar og er markmið hans að Indland komist í hóp þróaðra ríkja eftir fimmtán ár. Fréttamaður innti hann eftir þeirri tilvitnun, sem að sögn er hans eftirlætistilvitnun, að Indverjar eigi að hugsa eins og milljarðaþjóð, ekki milljónaþjóð, og spurði hvaða ráð hann hefði til að breyta þeim hugsunarhætti. Forsetinn svaraði því til að Indverjar séu einn milljarður og 540 milljónir af þeim, eða 54% þjóðarinnar, séu innan við 25 ára. Í landinu byggi því mikill æskuþróttur og hann telur að ef honum takist að koma því á framfæri að sá þróttur sé mjög mikilvægur geti Indverjar hugsað stórt. „Ef við hugsum stórt verður þjóðin mikil,“ sagði dr Kalam. Og forsetinn sagðist hafa lesið í Íslendingasögunum í gær og þar hafi hann séð könnuði. „Hugsið stórt, þá fylgir þjóðin á eftir,“ sagði hann. Dagskrá heimsóknarinnar ber áhugamálum forsetans vitni. Hann fór meðal annars eftir hádegið og lagði hornstein að nýrri byggingu lyfjafyrirtækisins Actavis en síðan fundaði hann með jarðvísindamönnum og stúdentum við Háskóla Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira