Fleiri fréttir Vissi ekki af Búnaðarbankasölu Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið auglýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka eftir að hafa borist bréf frá Samson í júní 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsingunni eftir fund sinn og auglýsti bankana til sölu að framkvæmdanefndinni forspurðri. 28.5.2005 00:01 Guðfríður endurkjörin formaður SÍ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór í dag. Í tilkynningu frá sambandinu segir að jákvæðar og líflegar umræður hafi farið fram á fundinum um stöðu skákarinnar, stefnu sambandsins og áframhaldandi uppbyggingu æskulýðsstarfs. 28.5.2005 00:01 Munar 50% á launum kynjanna Þrátt fyrir að konur tvöfaldi laun sín og rúmlega það eftir nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst munar samt nær fimmtíu prósentum á launum þeirra og launum karla eftir útskrift. 28.5.2005 00:01 Vilja innanflokksprófkjör Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum. 28.5.2005 00:01 Styttingu náms frestað um eitt ár Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag. 28.5.2005 00:01 Þyrla upp á Grafarvogskirkju Þyrla var hífð upp á þak Grafarvogskirkju í dag. Tilefnið er flugmessa sem verður í kirkjunni á morgun. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar var TF-LÍF of stór til að lenda á þakinu svo að minni þyrla var fengin til að skreyta kirkjuna. TF-LÍF mun hins vegar flytja presta og tónlistarfólk til messu í fyrramálið og lenda með það á hlaðinu. 28.5.2005 00:01 Styttingu framhaldsnáms seinkar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. 28.5.2005 00:01 Innflytjendum mismunað eftir stöðu Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu. 28.5.2005 00:01 Smánarblettur á atvinnulífi Konur, sem hafa útskrifast frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, eru að meðaltali með tæplega helmingi lægri laun en karlar sem útskrifast með sama próf frá sama skóla. Rektor viðskiptaháskólans segir þetta smánarblett á atvinnulífinu og hyggst grípa til aðgerða. 28.5.2005 00:01 Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs. 28.5.2005 00:01 Reyna að hindra löndun Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. 28.5.2005 00:01 Vill fjölga yngri áhorfendum Meðalaldur þeirra sem eiga árskort í Þjóðleikhúsinu er sextíu og tvö og hálft ár og fer hækkandi. Þeir, sem yngri eru, fá sér mun síður árskort. Þjóðleikhússtjóri segir að við þessu verði brugðist með aukinni fjölbreytni. 28.5.2005 00:01 Mesta aðsókn í 17 ár hjá LA Skuldir Leikfélags Akureyrar hafa minnkað um helming frá fyrra ári. Leikhússtjórinn gerir ráð fyrir að félagið verði skuldlaust árið 2006 en aðsókn hefur ekki verið meiri í sautján ár. 28.5.2005 00:01 Mikill erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal, vegna mótorkrossmóts sem staðið hefur yfir um helgina. Þrjú slys hafa orðið á ökumönnum bifhjóla. Einn ökumaður ökklabrotnaði, annar fór úr axlarlið og sá þriðji slapp með minni háttar meiðsl. 28.5.2005 00:01 Gekk vel fyrir sig Flugslysaæfing var haldin á Akureyrarflugvelli um helgina. Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í æfingunni og voru heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögreglan, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, að ógleymdum miklum fjölda fólks sem lék slasaða, í aðalhlutverkum. 28.5.2005 00:01 Nýr prestur kynntur í dag Prestskosningar í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi fóru fram í gær, í safnaðarheimilinu á Vopnafirði. Fimm umsækjendur voru um stöðuna, 28.5.2005 00:01 Alvarlegt umferðarslys í Hvalfirði Sjúkrabílar og lögregla eru nú á leið í Hvalfjörð, en tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys þar. Upplýsingar um slysið eru takmarkaðar en þó er vitað að um árekstur er að ræða. 27.5.2005 00:01 Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi Einn maður slasaðist þegar bíll hans valt á Hafnarfjarðarvegi laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Bílnum var ekið norður Hafnarfjarðarveg og valt hann rétt sunnan við Nesti í Fossvogi. Bíllinn fór tvær veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega. 27.5.2005 00:01 Björguðu trillu út af Látrabjargi Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar. 27.5.2005 00:01 Tveggja bíla árekstur í Hvalfirði Sjúkraflutningamenn og lögregla eru enn á slysstað í Hvalfirði þar sem varð alvarlegt umferðarslys laust fyrir klukkan níu í morgun, vestan við Fell í Hvalfirði. Upplýsingar af slysinu eru af skornum skammti en þó er vitað að tveir bílar lentu þar í árekstri. Vegfarendur komast þó um fjörðinn með því að fara Eyrarfellsveg. 27.5.2005 00:01 Kynnir sér vísindi, orku og lyf Indlandsforseti mun kynna sér sérstaklega viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta og aðra náttúruvá í Íslandsheimsókn sinni sem hefst á mánudag. Heimsóknin stendur í tvo daga en þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Einnig mun hann kynna sér samvinnu Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu sem og nýtingu jarðhita og hvaða lærdóm Indverjar geti dregið af íslenska vetnisverkefninu. 27.5.2005 00:01 Aðstoða bát uppi í fjöru Varðskip og tvö björgunarskip eru á leið til lands með bát sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var á bátnum en ekki fengust upplýsingar um hann fyrir fréttir. Í sjálfvirku kerfi tilkynningarskyldunnar sást að báturinn var kominn upp í fjöru og voru björgunarskip frá Bolungarvík og Ísafirði send af stað sem og varðskip sem var á þessum slóðum og er báturinn nú í togi. 27.5.2005 00:01 Börnum líði vel í leikskólanum Um mánaðamótin sameinast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýtt menntasvið Reykjavíkurborgar. Samhliða því mun Bergur Felixson, sem verið hefur í forsvari leikskólanna í Reykjavík í samfellt 30 ár, láta af starfi. Á fréttamannafundi í morgun kynnti Bergur könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem fram kom að 99 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01 Meiðyrðamál tekið fyrir í dag Meiðyrðamál Marcos Branacchia, fyrrverandi tengdasonar Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Finnlandi, var tekið fyrir í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marco höfðaði málið vegna ummæla sem Jón Baldvin lét falla í viðtali við DV þar sem hann hélt því fram að Marco hefði hótað fjölskyldunni lífláti. Marco hefur staðið í harðvítugu forsjármáli síðustu ár gegn dóttur Jóns Baldvins. 27.5.2005 00:01 Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn. 27.5.2005 00:01 Banaslys í Hvalfirði 24 ára karlmaður beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í morgun. Slysið varð á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman skammt hjá Meðalfellsafleggjara í Hvalfirði, sunnan megin, og var flutningabíllinn á leið inn fjörðinn en fólksbíllinn út. Ökumennirnir voru einir í bílunum og var áreksturinn mjög harður og lést ökumaður fólksbílsins. 27.5.2005 00:01 Sagði eiginkonu hafa viljað deyja Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. 27.5.2005 00:01 Hugmyndir geti leitt til hækkana Borgarstjóri segir líklegt að lóðaverð hækki með þeim miklu framkvæmdum sem tillögur sjálfstæðismanna um nýtt skipulag í borginni hefðu í för með sér. 27.5.2005 00:01 Varð bráðkvaddur á báti Maðurinn sem var á bátnum sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi laust fyrir hádegi reyndist látinn þegar björgunarskip komu á vettvang. Samkvæmt lögreglunni í Bolungarvík varð hann bráðkvaddur. Varðskip og tvö björgunarskip fóru á vettvang eftir að það sást í sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar að báturinn var kominn upp í fjöru. Báturinn var hann í kjölfarið dreginn til land. 27.5.2005 00:01 ESA rannsakar stuðning við Farice Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á stuðningi íslenskra stjórnvalda við Farice-verkefnið. Um er að ræða sæstreng sem var tekinn í notkun í fyrra og jók möguleika þjóðarinnar á samskiptum við útlönd um síma eða Netið þúsundfalt. Efasemdir hafa vaknað hjá eftirlitsstofnuninni, sem hefur umsjón með að reglum sé fylgt á evrópska efnahagssvæðinu, um að hlutafjáraukning ríkisins í verkefninu og ríkisábyrgð standist reglurnar. 27.5.2005 00:01 Kynferðisbrotakafli endurskoðaður Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að breytingum og er að semja drög að frumvarpi á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem fjalla um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Hefur ráðuneytið fengið Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til að semja drög að frumvarpi vegna breytinga á ákvæðunum. 27.5.2005 00:01 Segir hugmyndir ekki stolnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vísar ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að sjálfstæðismenn hafi stolið hugmyndum um uppbyggingu á Örfirisey algjörlega á bug. Steinunn Valdís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hugmyndirnar hefðu verið kynntar sem trúnaðarmál í hafnarstjórn á sínum tíma og greinilegt væri að sjálfstæðismenn gerðu þær að sinni tillögu nú. Því fagnaði hún. 27.5.2005 00:01 Davíð opnar verksmiðju Lýsis Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur nýja verksmiðju Lýsi hf. formlega í notkun í dag. Verksmiðjan, serm er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, er við Fiskislóð í Örfirisey og er hún 4.400 fermetrar að stærð. Í verksmiðjunni verður hægt að framleiða 6.000 tonn af lýsi á ári en 90 prósent framleiðslunnar fara á markað erlendis. 27.5.2005 00:01 Nýtt fagfélag stofnað Í dag verður stofnað Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, en það með rætist draumur um þúsund manns sem starfa á sviði æskulýðsmála víðs vegar um landið. 27.5.2005 00:01 Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. 27.5.2005 00:01 Sektaðir fyrir vopnaburð Þrír menn á tvítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til greiðslu sektar vegna brota á vopnalögum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa verið með tvo hnífa með 45 sentímetra blaði og höggvoopn í miðborg Reykjavíkur í apríl í fyrra. Mennirnir voru dæmdir til að greiða hver 30 þúsund króna sekt fyrir vopnaburðinn. 27.5.2005 00:01 Nýja Hringbrautin opnuð Syðri akrein hinnar nýju Hringbrautar til austurs verður opnuð fyrir umferð um hádegisbil á morgun en verið er að leggja lokahönd á tengingar og prófun umferðarljósa. 27.5.2005 00:01 Mál á hendur Ramsey þingfest Þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness í dag ákæra á hendur Scott Ramsey sem varð 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Sló Ramsey manninn í hálsinn hægra megin með þeim afleiðingum að rifa kom á slagæð sem leiddi til mikilla blæðinga milli heila og heilahimnu af völdum höggsins sem leiddi til dauða hans. 27.5.2005 00:01 Dæmdar bætur vegna uppsagnar Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða starfsmanni sem sagt var upp á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi árið 1998, 800 þúsund krónur í bætur vegna uppsagnarinnar. Í dóminum segir að manninum hafi verið sagt upp störfum vegna vankunnáttu og trúnaðarbrests á milli starfsmannsins og stjórnenda sambýlisins. Hlaut maðurinn einnig tvær áminningar frá sambýlinu en með dómnum voru þær felldar úr gildi. 27.5.2005 00:01 Lögbrjótar í þúsundavís Vel yfir fjögur þúsund ökumenn óku hraðar en á 110 kílómetra hraða um Ártúnsbrekkuna í vikunni samkvæmt mælum Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar en það er 40 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. 27.5.2005 00:01 Ánægja með leikskólana Menntaráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra leikskólabarna í Reykjavík. Í niðurstöðunum kemur fram að 99% foreldra telja að barni sínu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01 Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. 27.5.2005 00:01 Tveir nýir sendiherrar Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum. 27.5.2005 00:01 Þarf tvo milljarða í bætt öryggi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu. 27.5.2005 00:01 200 þúsund á málaskrá lögreglu Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. 27.5.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Vissi ekki af Búnaðarbankasölu Framkvæmdanefnd um einkavæðingu hafði samið auglýsingu um sölu á ráðandi hlut í Landsbanka eftir að hafa borist bréf frá Samson í júní 2002. Ráðherranefndin, sem í sátu Davíð Oddsson, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson og Valgerður Sverrisdóttir, breytti auglýsingunni eftir fund sinn og auglýsti bankana til sölu að framkvæmdanefndinni forspurðri. 28.5.2005 00:01
Guðfríður endurkjörin formaður SÍ Guðfríður Lilja Grétarsdóttir var einróma endurkjörin forseti Skáksambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fór í dag. Í tilkynningu frá sambandinu segir að jákvæðar og líflegar umræður hafi farið fram á fundinum um stöðu skákarinnar, stefnu sambandsins og áframhaldandi uppbyggingu æskulýðsstarfs. 28.5.2005 00:01
Munar 50% á launum kynjanna Þrátt fyrir að konur tvöfaldi laun sín og rúmlega það eftir nám við Viðskiptaháskólann á Bifröst munar samt nær fimmtíu prósentum á launum þeirra og launum karla eftir útskrift. 28.5.2005 00:01
Vilja innanflokksprófkjör Lagt verður til á félagsfundi Vinstri-grænna í Reykjavík í dag að innanflokksprófkjör verði notað til að velja sex efstu frambjóðendur flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík næsta vor. Skiptir þá engu hvort flokkurinn býður fram undir eigin nafni eða í samstarfi við hina flokkana sem í dag standa að Reykjavíkurlistanum. 28.5.2005 00:01
Styttingu náms frestað um eitt ár Styttingu framhaldsskólanáms verður frestað um eitt ár. Endurskoðuð námsskrá tekur gildi árið 2009. Grunnskólar fá þannig lengri tíma til að undirbúa sig fyrir breytingarnar á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra tilkynnti þetta í dag. 28.5.2005 00:01
Þyrla upp á Grafarvogskirkju Þyrla var hífð upp á þak Grafarvogskirkju í dag. Tilefnið er flugmessa sem verður í kirkjunni á morgun. Að sögn séra Vigfúsar Þórs Árnasonar var TF-LÍF of stór til að lenda á þakinu svo að minni þyrla var fengin til að skreyta kirkjuna. TF-LÍF mun hins vegar flytja presta og tónlistarfólk til messu í fyrramálið og lenda með það á hlaðinu. 28.5.2005 00:01
Styttingu framhaldsnáms seinkar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri styttingu á námi til stúdentsprófs um eitt ár. Það þýðir að ný námsskrá tekur gildi haustið 2009 í stað 2008 eins og stefnt var að. 28.5.2005 00:01
Innflytjendum mismunað eftir stöðu Guðrún Margrét Guðmundsdóttir mannfræðingur segir Íslendinga gera mismunandi kröfur til íslenskukunnáttu innflytjenda eftir menntun og stöðu þeirra í samfélaginu. 28.5.2005 00:01
Smánarblettur á atvinnulífi Konur, sem hafa útskrifast frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst, eru að meðaltali með tæplega helmingi lægri laun en karlar sem útskrifast með sama próf frá sama skóla. Rektor viðskiptaháskólans segir þetta smánarblett á atvinnulífinu og hyggst grípa til aðgerða. 28.5.2005 00:01
Vísar gagnrýni borgarstjóra á bug Leiðtogi sjálfstæðismanna í Reykjavík vísar alfarið á bug gagnrýni borgarstjóra á hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag í borginni. Þær byggist hvorki á hugmyndum annarra né leiði til hærra lóðaverðs. 28.5.2005 00:01
Reyna að hindra löndun Landhelgisgæslan mun reyna að koma í veg fyrir að sjóræningaskipin sem eru að veiðum á Reykjaneshrygg komi afla sínum í verð. Jafnvel kemur til greina að varðskip elti flutningaskip, sem tók við afla frá þeim, hvert sem það fer til að reyna að landa. Gæslan mun jafnframt fylgjast grannt með þeim stóra flota erlendra skipa sem dansar línudans á lögsögumörkunum. 28.5.2005 00:01
Vill fjölga yngri áhorfendum Meðalaldur þeirra sem eiga árskort í Þjóðleikhúsinu er sextíu og tvö og hálft ár og fer hækkandi. Þeir, sem yngri eru, fá sér mun síður árskort. Þjóðleikhússtjóri segir að við þessu verði brugðist með aukinni fjölbreytni. 28.5.2005 00:01
Mesta aðsókn í 17 ár hjá LA Skuldir Leikfélags Akureyrar hafa minnkað um helming frá fyrra ári. Leikhússtjórinn gerir ráð fyrir að félagið verði skuldlaust árið 2006 en aðsókn hefur ekki verið meiri í sautján ár. 28.5.2005 00:01
Mikill erill hjá lögreglunni Töluverður erill var hjá lögreglunni á Vík í Mýrdal, vegna mótorkrossmóts sem staðið hefur yfir um helgina. Þrjú slys hafa orðið á ökumönnum bifhjóla. Einn ökumaður ökklabrotnaði, annar fór úr axlarlið og sá þriðji slapp með minni háttar meiðsl. 28.5.2005 00:01
Gekk vel fyrir sig Flugslysaæfing var haldin á Akureyrarflugvelli um helgina. Yfir þrjú hundruð manns tóku þátt í æfingunni og voru heilbrigðisstarfsfólk, björgunarsveitir, lögreglan, slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, að ógleymdum miklum fjölda fólks sem lék slasaða, í aðalhlutverkum. 28.5.2005 00:01
Nýr prestur kynntur í dag Prestskosningar í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi fóru fram í gær, í safnaðarheimilinu á Vopnafirði. Fimm umsækjendur voru um stöðuna, 28.5.2005 00:01
Alvarlegt umferðarslys í Hvalfirði Sjúkrabílar og lögregla eru nú á leið í Hvalfjörð, en tilkynnt var um alvarlegt umferðarslys þar. Upplýsingar um slysið eru takmarkaðar en þó er vitað að um árekstur er að ræða. 27.5.2005 00:01
Bíll valt á Hafnarfjarðarvegi Einn maður slasaðist þegar bíll hans valt á Hafnarfjarðarvegi laust fyrir klukkan hálfsjö í morgun. Bílnum var ekið norður Hafnarfjarðarveg og valt hann rétt sunnan við Nesti í Fossvogi. Bíllinn fór tvær veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild. Ekki er talið að hann hafi slasast alvarlega. 27.5.2005 00:01
Björguðu trillu út af Látrabjargi Björgunarsveitin á Patreksfirði bjargaði í morgun sex tonna trillu sem varð aflvana eina og hálfa sjómílu suður af Látrabjargi. Vörður, björgunarbátur félagsins, var kallaður út klukkan sex í morgun og var kominn að bátnum um tveimur klukkustundum síðar og er nú að draga hann til Patreksfjarðar. 27.5.2005 00:01
Tveggja bíla árekstur í Hvalfirði Sjúkraflutningamenn og lögregla eru enn á slysstað í Hvalfirði þar sem varð alvarlegt umferðarslys laust fyrir klukkan níu í morgun, vestan við Fell í Hvalfirði. Upplýsingar af slysinu eru af skornum skammti en þó er vitað að tveir bílar lentu þar í árekstri. Vegfarendur komast þó um fjörðinn með því að fara Eyrarfellsveg. 27.5.2005 00:01
Kynnir sér vísindi, orku og lyf Indlandsforseti mun kynna sér sérstaklega viðvörunarkerfi vegna aðsteðjandi jarðskjálfta og aðra náttúruvá í Íslandsheimsókn sinni sem hefst á mánudag. Heimsóknin stendur í tvo daga en þetta er í fyrsta sinn sem forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Einnig mun hann kynna sér samvinnu Íslendinga og Indverja á sviði lyfjaþróunar og lyfjaframleiðslu sem og nýtingu jarðhita og hvaða lærdóm Indverjar geti dregið af íslenska vetnisverkefninu. 27.5.2005 00:01
Aðstoða bát uppi í fjöru Varðskip og tvö björgunarskip eru á leið til lands með bát sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi. Einn maður var á bátnum en ekki fengust upplýsingar um hann fyrir fréttir. Í sjálfvirku kerfi tilkynningarskyldunnar sást að báturinn var kominn upp í fjöru og voru björgunarskip frá Bolungarvík og Ísafirði send af stað sem og varðskip sem var á þessum slóðum og er báturinn nú í togi. 27.5.2005 00:01
Börnum líði vel í leikskólanum Um mánaðamótin sameinast Leikskólar Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð í nýtt menntasvið Reykjavíkurborgar. Samhliða því mun Bergur Felixson, sem verið hefur í forsvari leikskólanna í Reykjavík í samfellt 30 ár, láta af starfi. Á fréttamannafundi í morgun kynnti Bergur könnun sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna í Reykjavík þar sem fram kom að 99 prósent foreldra telja að börnum þeirra líði vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01
Meiðyrðamál tekið fyrir í dag Meiðyrðamál Marcos Branacchia, fyrrverandi tengdasonar Jóns Baldvins Hannibalssonar, sendiherra í Finnlandi, var tekið fyrir í lokuðu þinghaldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Marco höfðaði málið vegna ummæla sem Jón Baldvin lét falla í viðtali við DV þar sem hann hélt því fram að Marco hefði hótað fjölskyldunni lífláti. Marco hefur staðið í harðvítugu forsjármáli síðustu ár gegn dóttur Jóns Baldvins. 27.5.2005 00:01
Vinnulyfta hrundi af þriðju hæð Vinnulyfta með tveimur mönnum hrundi niður af þriðju hæð á fjölbýlishúsi við Hátún í Reykjavík á tólfta tímanum í dag. Annar mannann náði að halda sér og skríða inn á svalir en hinn féll með lyftunni niður. Hann var fluttur á slysadeild. Ekki er ljóst hversu alvarlega hann er slasaður en þó vitað að hann er beinbrotinn. 27.5.2005 00:01
Banaslys í Hvalfirði 24 ára karlmaður beið bana í umferðarslysi í Hvalfirði í morgun. Slysið varð á níunda tímanum þegar flutningabíll og fólksbíll rákust saman skammt hjá Meðalfellsafleggjara í Hvalfirði, sunnan megin, og var flutningabíllinn á leið inn fjörðinn en fólksbíllinn út. Ökumennirnir voru einir í bílunum og var áreksturinn mjög harður og lést ökumaður fólksbílsins. 27.5.2005 00:01
Sagði eiginkonu hafa viljað deyja Magnús Einarsson, sem ákærður er fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Kópavogi í nóvember í fyrra, sagði fyrir dómi í morgun að hún hefði beðið sig að hjálpa sér að deyja. Hann sagði hana ítrekað hafa sagst vilja deyja eftir að hafa verið honum ótrú. 27.5.2005 00:01
Hugmyndir geti leitt til hækkana Borgarstjóri segir líklegt að lóðaverð hækki með þeim miklu framkvæmdum sem tillögur sjálfstæðismanna um nýtt skipulag í borginni hefðu í för með sér. 27.5.2005 00:01
Varð bráðkvaddur á báti Maðurinn sem var á bátnum sem hafnaði uppi í fjöru við Stigahlíð í Ísafjarðardjúpi laust fyrir hádegi reyndist látinn þegar björgunarskip komu á vettvang. Samkvæmt lögreglunni í Bolungarvík varð hann bráðkvaddur. Varðskip og tvö björgunarskip fóru á vettvang eftir að það sást í sjálfvirku kerfi tilkynningaskyldunnar að báturinn var kominn upp í fjöru. Báturinn var hann í kjölfarið dreginn til land. 27.5.2005 00:01
ESA rannsakar stuðning við Farice Eftirlitsstofnun EFTA hefur hafið rannsókn á stuðningi íslenskra stjórnvalda við Farice-verkefnið. Um er að ræða sæstreng sem var tekinn í notkun í fyrra og jók möguleika þjóðarinnar á samskiptum við útlönd um síma eða Netið þúsundfalt. Efasemdir hafa vaknað hjá eftirlitsstofnuninni, sem hefur umsjón með að reglum sé fylgt á evrópska efnahagssvæðinu, um að hlutafjáraukning ríkisins í verkefninu og ríkisábyrgð standist reglurnar. 27.5.2005 00:01
Kynferðisbrotakafli endurskoðaður Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að breytingum og er að semja drög að frumvarpi á þeim ákvæðum í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga sem fjalla um nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, kynferðisbrot gegn börnum og vændi. Hefur ráðuneytið fengið Ragnheiði Bragadóttur, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, til að semja drög að frumvarpi vegna breytinga á ákvæðunum. 27.5.2005 00:01
Segir hugmyndir ekki stolnar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur, vísar ummælum Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra um að sjálfstæðismenn hafi stolið hugmyndum um uppbyggingu á Örfirisey algjörlega á bug. Steinunn Valdís sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að hugmyndirnar hefðu verið kynntar sem trúnaðarmál í hafnarstjórn á sínum tíma og greinilegt væri að sjálfstæðismenn gerðu þær að sinni tillögu nú. Því fagnaði hún. 27.5.2005 00:01
Davíð opnar verksmiðju Lýsis Davíð Oddsson utanríkisráðherra tekur nýja verksmiðju Lýsi hf. formlega í notkun í dag. Verksmiðjan, serm er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum, er við Fiskislóð í Örfirisey og er hún 4.400 fermetrar að stærð. Í verksmiðjunni verður hægt að framleiða 6.000 tonn af lýsi á ári en 90 prósent framleiðslunnar fara á markað erlendis. 27.5.2005 00:01
Nýtt fagfélag stofnað Í dag verður stofnað Félag fagfólks í frítímaþjónustu, FFF, en það með rætist draumur um þúsund manns sem starfa á sviði æskulýðsmála víðs vegar um landið. 27.5.2005 00:01
Miðar við tveggja milljóna árslaun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt að tjón konu, sem var bjargað frá drukknun úr hvolfdri bifreið í Hólmsá árið 2000, sé að fullu bætt með því að miða við tveggja milljóna króna árslaun. Hún gerði kröfu um þriggja milljóna króna viðmið. Konan, sem er tæplega þrítug, hlaut varanlegan heilaskaða og er metin 100 prósent öryrki eftir slysið og getur ekki snúið aftur á almennan vinnumarkað. 27.5.2005 00:01
Sektaðir fyrir vopnaburð Þrír menn á tvítugsaldri voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir til greiðslu sektar vegna brota á vopnalögum. Mennirnir voru ákærðir fyrir að hafa verið með tvo hnífa með 45 sentímetra blaði og höggvoopn í miðborg Reykjavíkur í apríl í fyrra. Mennirnir voru dæmdir til að greiða hver 30 þúsund króna sekt fyrir vopnaburðinn. 27.5.2005 00:01
Nýja Hringbrautin opnuð Syðri akrein hinnar nýju Hringbrautar til austurs verður opnuð fyrir umferð um hádegisbil á morgun en verið er að leggja lokahönd á tengingar og prófun umferðarljósa. 27.5.2005 00:01
Mál á hendur Ramsey þingfest Þingfest var í Héraðsdómi Reykjaness í dag ákæra á hendur Scott Ramsey sem varð 33 ára dönskum hermanni að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember í fyrra. Sló Ramsey manninn í hálsinn hægra megin með þeim afleiðingum að rifa kom á slagæð sem leiddi til mikilla blæðinga milli heila og heilahimnu af völdum höggsins sem leiddi til dauða hans. 27.5.2005 00:01
Dæmdar bætur vegna uppsagnar Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða starfsmanni sem sagt var upp á sambýli fyrir fatlaða á Blönduósi árið 1998, 800 þúsund krónur í bætur vegna uppsagnarinnar. Í dóminum segir að manninum hafi verið sagt upp störfum vegna vankunnáttu og trúnaðarbrests á milli starfsmannsins og stjórnenda sambýlisins. Hlaut maðurinn einnig tvær áminningar frá sambýlinu en með dómnum voru þær felldar úr gildi. 27.5.2005 00:01
Lögbrjótar í þúsundavís Vel yfir fjögur þúsund ökumenn óku hraðar en á 110 kílómetra hraða um Ártúnsbrekkuna í vikunni samkvæmt mælum Gatnamálastofu Reykjavíkurborgar en það er 40 kílómetrum hraðar en leyfilegur hámarkshraði. 27.5.2005 00:01
Ánægja með leikskólana Menntaráð Reykjavíkurborgar kynnti í gær niðurstöður úr viðhorfskönnun foreldra leikskólabarna í Reykjavík. Í niðurstöðunum kemur fram að 99% foreldra telja að barni sínu líði mjög eða frekar vel í leikskólanum. 27.5.2005 00:01
Endurskoðun hafin Björn Bjarnason dómsmálaráðherra lýsti því yfir á fundi með Samtökum um kvennaathvarf, Stígamót og fleiri samtök í gærmorgun að vinna væri hafin við að endurskoða kynferðiskafla almennra hegningarlaga. 27.5.2005 00:01
Tveir nýir sendiherrar Utanríkisráðherra skipaði í dag þá Helga Gíslason prótokollstjóra og Svein Á. Björnsson sendifulltrúa sendiherra í utanríkisþjónustunni frá og með 1. júní næstkomandi. Helgi Gíslason réðst til starfa í utanríkisþjónustunni árið 1970 og hefur m.a. starfað í sendiráðum Íslands í Kaupmannahöfn, Moskvu, París. Sveinn Á. Björnsson réðst til starfa í viðskiptaráðuneytinu árið 1970 og starfaði m.a. sem viðskiptafulltrúi í París á þess vegum. 27.5.2005 00:01
Þarf tvo milljarða í bætt öryggi Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra telur að það þurfi að verja um tveimur milljörðum króna á næstu fjórum árum til að auka öryggi í heilbrigðiskerfinu. 27.5.2005 00:01
200 þúsund á málaskrá lögreglu Fjöldi íslenskra ríkisborgara á svokallaðri málaskrá Ríkislögreglustjóra samsvarar öllum Íslendingum á aldrinum 17-80 ára. Á skránni voru um miðjan þennan mánuð skráð nöfn 201.278 einstaklinga en Íslendingar á aldrinum 17-79 ára voru 200.789 um síðustu áramót samkvæmt tölum Hagstofunnar. 27.5.2005 00:01