Fleiri fréttir

Stofna félag um stóriðju

Blása á til sóknar í stóriðjumálum á Norðurlandi. Stofnfundur félags með þetta markmið verður á Akureyri á þriðjudag. Í yfirlýsingu frá hópnum segir að mikið sé af óbeislaðri orku bæði í fallvötnum og jarðvarma. Félagið ætlar að beita sé með beinum og óbeinum hætti fyrir því að þessi orka verði beisluð og nýtt til eflingar atvinnulífs.

Næstfrjósamastir í Evrópu

Fæðingartíðni á Íslandi er komin niður fyrir það mark sem þarf til að viðhalda mannfjöldanum. Aðeins í Tyrklandi er þó frjósemi meiri en hér á landi af Evrópuríkjunum.

Samið við Kína um fríverslun

Ísland verður að öllum líkindum fyrsta ríkið í Evrópu sem mun gera fríverslunarsamning við Kína. Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landanna sem er undanfari fríverslunarviðræðna.

Góð veðurspá fyrir helgina

Prýðis ferða- og útvistarveður verður um hvítasunnuhelgina sem er fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Fullvíst má telja að tugir þúsunda verði á faraldsfæti. Lögreglan á Selfossi býst við mikilli umferð um sitt umdæmi enda mikil sumarbústaðabyggð þar auk þess sem margir eiga væntanlega leið í gegnum umdæmið.

Guðjón hættur hjá Keflavík

Guðjón Þórðarson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, tilkynnti forsvarsmönnum félagsins fyrir stundu að hann hefði rift samningi sínum. Ástæðan sem hann gaf upp eru vanefndir á samningi. Rætt verður við Guðjón í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Sýknað af kröfum tóbaksfyrirtækja

Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfu British American Tobacco Nordic í Finnlandi og British American Investment í Bretlandi en stefnendur kröfðust viðurkenningar dómstóla á því að takmarkanir í tóbaksvarnarlögum frá árinu 2001 um sýnileika brytu í bága við eignarréttarákvæði, tjáningarfrelsisákvæði og atvinnufrelsisákvæði. Héraðsdómur var þó ósammála stefnendum og sýknaði ríkið.

Sauðburður á fullt í Laugardalnum

Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Laugardal og hafa þrjár ær af níu þegar borið. Ærin Söðulkolla var fyrst til að bera þetta vorið þegar hún bara tveimur lambhrútum aðfaranótt 30. apríl. Fréttir af því voru ekki sendar út strax að burði loknum þar sem Söðulkolla afneitaði öðru lambinu en hún hefur nú tekið það í sátt.

Norðmenn fá Konungasögur að gjöf

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra mun á fundi með Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, sem haldinn verður á morgun afhenda norsku þjóðinni gjöf Íslendinga í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að Norðmenn öðluðust sjálfstæði og norska konungdæmið var endurreist. Gjöfin er 500 eintök af Konungasögum í fjórum bindum með norskum inngangi. Áætlaður kostnaður við verkið er 14-16 milljónir króna.

Atvinnuleysi minnkar enn

Atvinnuleysi í apríl var 2,3 prósent samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og hefur ekki mælst jafnlítið í þessum mánuði síðan árið 2001, en þá mældist það 1,6 prósent. Alls voru skráðir rúmlega 74.200 atvinnuleysisdagar á landinu öllu í síðasta mánuði sem jafngildir því að 3.542 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.

Áfellisdómur fyrir ákæruvaldið

Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Lettanna sem voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær, segir að með þessum dómi sé í fyrsta sinn tekið almennilega á álitaefnum varðandi útlendinga frá Eystrasaltsríkjunum.

Forsendur bresta í haust

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, telur að forsendur kjarasamninga bresti í haust þó að vísitala hafi lækkað upp á síðkastið. Húsnæðisverð hafi haldið áfram að hækka, verðstríð hafi geisað og gengið lækkað.

Lettarnir eru fórnarlömb

Dómurinn á Austurlandi tekur hvorki á því hvort lög um atvinnuréttindi útlendinga né lög um útlendinga hafi verið brotin, aðeins því hvort Lettarnir hafi haft rétt til að vinna hér á landi eða ekki. Því eru Lettarnir sýknaðir.

Lettarnir voru sýknaðir

Lettarnir tveir sem komu hingað til lands á vegum lettnesku starfsmannaleigunnar Vislande til að aka rútu fyrir GT verktaka á Kárahnjúkum voru sýknaðir í Héraðsdómi Austurlands í gær en þeir voru ákærðir fyrir að starfa hér á landi án atvinnuleyfis. </font /></b />

Viðgerðin kostar 60 milljónir

Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, segir að áætlanir geri ráð fyrir að það kosti 60-70 milljónir króna að gera við Þórshamarshúsið á Seyðisfirði. Ekki hafi tekist að finna því hlutverk og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um viðgerðir.

Sjávarútvegurinn skiptir ekki máli

"Það er ástæða fyrir því að Síldavinnslan hefur ákveðið að hætta vinnslu á þorski í landi," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað.

Útlendingastofnun sökuð um óreiðu

Stéttarfélagið Efling sakar Útlendingastofnun um óreiðu í meðferð gagna. Sendir allar umsóknir um atvinnuleyfi með leigubílum til öryggis. Útlendingastofnun segir gagnrýnina ómálefnalega og koma á óvart. </font /></font />

Ók á lögregubíl á mikilli ferð

Lögreglubíll endaði úti í skurði eftir að ökumaður, sem grunaður er um ölvun, ók á mikilli ferð á hann þegar lögregla hugðist ná tali af manninum. Lögreglan á Akranesi var í gærkvöldi beðin um að svipast um eftir manni sem farið var að sakna og fann hún bílinn og hélt í átt að honum. Þegar lögreglubifreiðin nálgaðist ók maðurinn af stað á móti lögreglubifreiðinni og beint framan á hana á mikilli ferð, en bílarnir voru á þröngum malarvegi þar sem ekki er hægt að mætast.

Skarst frá nefi í munn

22 ára gamall maður var á fimmtudag dæmdur í hálfsársfangelsi fyrir að slá annan mann, 25 ára að aldri, með glerflösku í andlitið þannig að hún brotnaði og sá hlaut djúpan 5 sentímetra langan skurð frá nefi og niður að vör.

Tekinn á 173 í Ártúnsbrekku

Lögreglan í Reykjavík stöðvaði 18 ára ökumann á 173 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku klukkan að ganga tólf í gærkvöldi. Í brekkunni er hámarkshraði 80 kílómetrar á klukkustund.

Skjálftahrina gengin niður

Jarðskjálftahrinan sem hófst á Reykjaneshrygg er að mestu gengin niður þótt þar finnist enn stöku skjálfti, að sögn Steinunnar S. Jakobsdóttur, deildarstjóra eftirlitsdeildar Veðurstofunnar.

Fylgst með reiðhjólanotkun

Í Kópavogi segist lögregla hafa sérstakt auga með reiðhjólafólki og börnum á reiðhjólum þessa dagana. Þetta mun vera eitt af hefðbundnum vorverkum lögreglu víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu, enda reiðhjólanotkun að aukast með bættu tíðarfari.

Árekstur á gatnamótum

Þrír voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar hjá lækni eftir allharðan árekstur fólksbíls og jeppa við bæinn Tjörn, um 20 kílómetra sunnan við Húsavík, síðdegis á fimmtudag.

Úr þakhýsi í kjallara

Landhelgisgæslan flutti í gær stjórnstöð sína frá Seljavegi 32 í Reykjavík þar sem hún hefur verið í 51 ár á efstu hæð. Stjórnstöðin er nú í kjallara í Skógarhlíð þar sem Neyðarlínan var fyrir.

Aftur fjallað um meintan fjárdrátt

Munnlegur málflutningur í máli Lögreglustjórans í Reykjavík á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Ríkið sýknað í tóbaksdómi

Á næstu vikum verður tekin ákvörðun um hvort áfrýjað verður dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem íslenska ríkið var sýknað af kröfum tóbaksframleiðandans British American Tobacco. Tíma tekur að kynna fyrirtækinu dóminn sem er viðamikill.

Vildi bara styðja Ingibjörgu

Helga Jónsdóttir, borgarritari og fyrrverandi aðstoðarkona Steingríms Hermannssonar, gekk eingöngu í Samfylkinguna til þess að styðja Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í formannskjöri flokksins. Nafn Helgu átti hvergi að koma fram en það komst í hendur stuðningsmanna Össurar Skarphéðinssonar og í kjölfarið var starfsmanni á skrifstofu flokksins sagt upp störfum.

Fríverslun við Kína í burðarliðnum

Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Bo Xilai, utanríkisviðskiptaráðherra Kína, hafa undirritað samkomulag milli landana sem er undanfari fríverslunarviðræðna. Áætlað er að gera hagkvæmniskönnun til að undirbúa fríverslunarsamning og er Ísland fyrsta ríkið í Evrópu sem Kína gerir slíkan samning við.

Gott Hvitasunnuveður

Það er útlit fyrir gott útivistarveður um allt land og í raun betri helgarveðurspá en maður leyfði sér að dreyma um á þessum árstíma."

Kennitöluflakk skaðar sjö af tíu

Sjö af hverjum tíu fyrirtækjum hafa borið fjárhagslegan skaða af kennitöluflakki samkvæmt könnun nemenda í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík.

Nýr framkvæmdastjóri ráðinn

Birgir Jónsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Iceland Express. Birgir er 31 árs gamall rekstrarhagfræðingur og hefur gegnt stöðu sölu- og markaðsstjóra fyrirtækisins.

Fjöldauppsagnir eða aukin umsvif?

Grundvallarbreytingar gætu orðið á herstöðinni á Miðnesheiði á næstunni fallist Bandaríkjaforseti á einhverja þeirra tillagna sem liggja fyrir um framtíð stöðvarinnar. Sumar tillagnanna fela í sér miklar fjöldauppsagnir en aðrar gera ráð fyrir auknu umfangi.

Mega vinna tímabundið á leyfis

Héraðsdómur Austurlands viðurkenndi í dag að tveim lettneskum mönnum hefði verið heimilt að vinna við Kárahnjúka án atvinnuleyfis í tvo mánuði. Verjandi mannanna segir þetta áfellisdóm yfir verkalýðshreyfingunni í landinu.

Ekki verði gripið til séraðgerða

Afkoma og rekstrarskilyrði sjávarútvegsins eru óviðunandi, samkvæmt niðurstöðum svokallaðrar hágengisnefndar sem skilaði af sér í dag. Ekki er þó talin ástæða til að grípa til sértækra aðgerða og það má jafnvel sjá merki um jákvæða þróun mitt í öllum erfiðleikunum.

Íslendingum fækkar ekki á næstunni

Fæðingar á Íslandi eru orðnar það fáar að þær duga ekki til að viðhalda mannfjöldanum til lengri tíma litið. Frjósemin hér er samt sú næstmesta í Evrópu og því nokkuð í að okkur fari að fækka.

Kuðungsígræðsla jók málþroska

Óli Þór, 6 ára, er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann stendur jafnfætis jafnöldrum sínum í málþroska. Óli Þór fæddist algerlega heyrnarlaus.

Héngu aftan í strætó á línuskautum

Tveir ungir drengir héngu hjálmlausir á línuskautum aftan í strætisvagni í Skerjafirði í gær. Eigendur verslunarinnar Skerjavers urðu þessa varir og létu skólayfirvöld í Melaskóla vita.

Hundrað manns á Hvannadalshnjúk?

Fyrsta ferðahelgi sumarsins er nú fyrir höndum og var mikil umferð á Vesturlandsvegi seinni partinn dag og voru margir á leið út úr bænum. Margir eru lagðir af stað þangað sem á að njóta helgarinnar. Sumir ferðalanganna ætla sér lengra en aðrir og má þar nefna eitt hundrað manna hóp sem ætlar sér upp Hvannadalshnjúk, hæsta tind Íslands.

Leikskólabörn í sorpfræðslu

Undanfarna viku hefur Umhverfisvika Gámaþjónustu Vestfjarða og leikskólabarna á Ísafirði staðið yfir á Ísafirði og í Bolungarvík. Alls hafa sextíu börn úr sjö leikskólum tekið þátt í verkefninu.

Dreifa skít vegna ölvunarsamkomu

Íbúar við Lyngmóa í Garðabæ hafa gripið til þess ráðs að dreifa skít til þess að fyrirbyggja ölvunarsamkomu ungmenna á túni í nágrenni íbúðarhúsa í kvöld og nótt.

Vill áminna Kínverja

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, hefur ritað Ólafi Ragnari Grímssyni forseta bréf vegna heimsóknar hans til Kína og lýst áhyggjum sínum af stöðu mannréttindamála í Kína. Grétar vill jafnframt að forsetinn komi þessu á framfæri við kínversk stjórnvöld.

Minnsta atvinnuleysi frá 2002

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í rúm tvö og hálft ár, það mældist 2,3 prósent í apríl og þarf að fara aftur til september 2002 til að finna dæmi um að atvinnuleysi hafi verið minna, en þá var það 2,2 prósent.

Skjálftahrinan heldur áfram

Skjálftahrinan suður af Reykjanesi heldur áfram en frá því á miðnætti hafa fjórtán skjálftar orðið þar, sá öflugasti 3,9 á Richter. Sá síðasti varð um stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Flestir urðu þeir í námunda við Eldeyjarboða.

Atlantsolía opnar í Njarðvík

Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni.

Íslandsmetið í blindskák slegið?

Henrik Larsen, stórmeistari í skák og skólastjóri Hróksins, ætlar að reyna að slá Íslandsmetið í blindskák í dag. Hann ætlar að tefna 18 blindskákir samtímis en það er sjö skákum meira en núverandi Íslandsmet sem Helgi Áss Grétarsson setti fyrir tveimur árum.

Fyrsti kvenkyns stórmeistarinn

Menntamálaráðherra og Lenka Pitasníkóva hafa skrifað undir samning um að Lenka fái laun úr Launasjóði stórmeistara, fyrst íslenskra kvenna. Lenka hlaut íslenskan ríkisborgararétt á síðasta ári og er tíundi íslenski stórmeistarinn.

Sjá næstu 50 fréttir