Innlent

Viðgerðin kostar 60 milljónir

Guðmundur Hjaltason, forstjóri Kers, segir að áætlanir geri ráð fyrir að það kosti 60-70 milljónir króna að gera við Þórshamarshúsið á Seyðisfirði. Ekki hafi tekist að finna því hlutverk og því hafi ekki verið tekin ákvörðun um viðgerðir eða framtíð hússins. "Við erum tilbúin til að gefa húsið þeim sem vilja taka það til varðveislu en kostnaðurinn við að gera við það er bara mjög hár. Það hefur verið erfiðleikum bundið að finna því hlutverk og engin heildarlausn fundist. Það er vandamálið," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×