Innlent

Sauðburður á fullt í Laugardalnum

Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Laugardal og hafa þrjár ær af níu þegar borið. Ærin Söðulkolla var fyrst til að bera þetta vorið þegar hún bara tveimur lambhrútum aðfaranótt 30. apríl. Fréttir af því voru ekki sendar út strax að burði loknum þar sem Söðulkolla afneitaði öðru lambinu en hún hefur nú tekið það í sátt. Þvínæst bar ærin Hviða, sem er mórauð að lit, að kvöldi 3. maí. Hún bar einni og hrút sem bæði eru mórauð að lit. Þann 4. maí bar svo ærin Golsa tveimur hrútum, mógolsóttum og golsuflekkóttum. Sauðburði er hvergi nærri lokið í Húsdýrargarðinum því síðasta ærin er sett þann 22. júní.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×