Útlendingastofnun sökuð um óreiðu 13. október 2005 19:12 Stéttarfélagið Efling hefur um alllangt skeið sent öll gögn, sem félagið þarf að senda Útlendingastofnun vegna atvinnuleyfa útlendinga, með leigubíl, vegna þess að stofnunin staðhæfði iðulega að gögnin hefðu ekki borist. Í síðasta fréttablaði Eflingar er harðorð grein um samskipti félagsins við Útlendingastofnun þar sem kvartað er undan virðingarleysi stofnunarinnar gagnvart því fólki sem hún á að þjónusta. Þar kemur fram að lögum samkvæmt á Efling að skila umsögn til Útlendingastofnunar um atvinnuleyfi innan tveggja vikna og segir Tryggvi Marteinsson þjónustufulltrúi að við það sé ávallt staðið. "Engu að síður hefur fólk komið hér árum saman til að leita að þessum pappírum vegna þess að starfsfólk Útlendingastofnunar fullyrðir að gögnin hafi ekki borist", segir Tryggvi. Hann segir þetta óþolandi framkomu gagnvart þeim útlendingum sem í hlut eiga því iðulega sé fólkið undir miklu álagi vegna þessara umsókna og ekki á það bætandi með áhyggjum af því að gögnin séu týnd. Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Útlendingastofnun segir þessa gagnrýni koma sér mjög á óvart og vísar henni algjörlega á bug. "Við höfum alltaf reynt að eiga gott samstarf við verkalýðsfélögin og okkur finnst þetta mjög ómálefnaleg gagnrýni", segir hún. Mikið álag er á Útlendingastofnun að sögn Ragnheiðar og berast tugir umsókna til stofnunarinnar daglega. "Það segir sig sjálft að við verðum að hafa tíma til að skrá þessar umsóknir áður en við getum gefið fólki upplýsingar um það hvar þær eru staddar", segir hún. Hún fullyrðir að sá vandi sem lýst er í grein Eflingar sé stórlega orðum aukinn. "Auðvitað geta komið upp einhver vandamál í þessu eins og öðru en þau á auðvitað bara að leysa og betra væri að slíkt væri gert með samvinnu", segir Ragnheiður Ólöf. Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Stéttarfélagið Efling hefur um alllangt skeið sent öll gögn, sem félagið þarf að senda Útlendingastofnun vegna atvinnuleyfa útlendinga, með leigubíl, vegna þess að stofnunin staðhæfði iðulega að gögnin hefðu ekki borist. Í síðasta fréttablaði Eflingar er harðorð grein um samskipti félagsins við Útlendingastofnun þar sem kvartað er undan virðingarleysi stofnunarinnar gagnvart því fólki sem hún á að þjónusta. Þar kemur fram að lögum samkvæmt á Efling að skila umsögn til Útlendingastofnunar um atvinnuleyfi innan tveggja vikna og segir Tryggvi Marteinsson þjónustufulltrúi að við það sé ávallt staðið. "Engu að síður hefur fólk komið hér árum saman til að leita að þessum pappírum vegna þess að starfsfólk Útlendingastofnunar fullyrðir að gögnin hafi ekki borist", segir Tryggvi. Hann segir þetta óþolandi framkomu gagnvart þeim útlendingum sem í hlut eiga því iðulega sé fólkið undir miklu álagi vegna þessara umsókna og ekki á það bætandi með áhyggjum af því að gögnin séu týnd. Ragnheiður Ólöf Böðvarsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs hjá Útlendingastofnun segir þessa gagnrýni koma sér mjög á óvart og vísar henni algjörlega á bug. "Við höfum alltaf reynt að eiga gott samstarf við verkalýðsfélögin og okkur finnst þetta mjög ómálefnaleg gagnrýni", segir hún. Mikið álag er á Útlendingastofnun að sögn Ragnheiðar og berast tugir umsókna til stofnunarinnar daglega. "Það segir sig sjálft að við verðum að hafa tíma til að skrá þessar umsóknir áður en við getum gefið fólki upplýsingar um það hvar þær eru staddar", segir hún. Hún fullyrðir að sá vandi sem lýst er í grein Eflingar sé stórlega orðum aukinn. "Auðvitað geta komið upp einhver vandamál í þessu eins og öðru en þau á auðvitað bara að leysa og betra væri að slíkt væri gert með samvinnu", segir Ragnheiður Ólöf.
Fréttir Innlent Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira