Fleiri fréttir Fischer boðið til Siglufjarðar Valgeir Sigurðsson, Siglfirðingur og fyrrum veitingamaður í Lúxemborg, hefur boðið Bobby Fischer í heimsókn til Siglufjarðar en Valgeir er mikill stuðningsmaður skákmeistarans. 7.4.2005 00:01 Umferðaróhöppum fækkar lítið Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. 7.4.2005 00:01 Svikin loforð í vegamálum Formenn stjórnarflokkanna lofuðu fyrir síðustu kosningar að unnið yrði fyrir tæpan milljarð króna á næsta eina og hálfa ári í að byggja upp Gjábakkaveg, Suðurstrandarveg og veginn um Hellisheiði. Ekkert af þessu gekk eftir. Vegagerðin tekur þó sökina að nokkru á sig. 7.4.2005 00:01 Nærbuxum stolið í tugþúsundatali Eign þvottahúss spítalanna, nærbuxum með þessari áletrun, er stolið í tugþúsundatali ár hvert. Svo virðist sem ekkert fái stöðvað þessa gripdeild sem kostar skattborgara milljónir króna. 7.4.2005 00:01 Tarak náðaður en útlægur Lögfræðingur hundsins Tarak, Jón Egilsson, ætlar að leita leiða í fullri sátt til að hundurinn fái að vera áfram hjá eigendum sínum í Reykjavík. Hann kvað það þó skipta mestu að hundurinn fengi að lifa. 6.4.2005 00:01 Þökkuðu fyrir björgun sjómanna Samskip færðu Sjóbjörgunarstöð Færeyja rúmlega eina milljón króna að gjöf í hófi sem haldið var í Þórshöfn í Færeyjum til að minnast eins árs starfsafmælis skrifstofu Samskipa þar. Það var Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, sem afhenti Joen Jakob Jakobsen, formanni Sjóbjörgunarstöðvarinnar, gjöfina sem þakklætisvott fyrir þeirra þátt í björgun sjómanna af Jökulfellinu í febrúar síðastliðnum. 6.4.2005 00:01 Nýr vegur yfir Svínahraun Unnið er að nýjum veg á Hellisheiði. Um er að ræða sex kílómetra kafla sem nær frá Litlu Kaffistofunni og yfir í Hveradalabrekkur, að sögn Sigurðar Jóhannssonar deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni. 6.4.2005 00:01 Flóttamaðurinn fastur hér Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra er komin í þrot með tilraunir til að afla upplýsinga um hvert sé heimaland Aslans Gilaevs, ríkisfangslausa flóttamannsins sem dvalið hefur hér á landi í hartnær fimm ár, að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeildinni. 6.4.2005 00:01 Auðun Georg fær starfslokasamning Vinna við starfslokasamning Auðuns Georgs Ólafssonar og Ríkisútvarpsins er að hefjast, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Hann kvað lögfræðing Auðuns Georgs hafa óskað viðræðna um starfslok hans. 6.4.2005 00:01 Heimdallur fagnar stofnun Mjólku Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar stofnun Mjólku, nýs mjólkursamlags, sem stendur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Þá fagnar félagið enn fremur auknu valfrelsi neytenda á mjólkurvörum og segir að hingað til hafi neytendum nánast eingöngu staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. 6.4.2005 00:01 Fjórtán mánaða fangelsisdómur Kona var í gær dæmd til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot og þjófnað en brotaferill viðkomandi er langur og útskýrir það lengd dómsins. Dómurinn frestaði þó fullnustu tólf af þeim fjórtán mánuðum sem dómurinn hljóðaði upp á haldi viðkomandi skilorð næstu þrjú ár. 6.4.2005 00:01 Ríkið hækkar álögur á bensín "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. 6.4.2005 00:01 Fimm sóttu um Hofsprestakall Fimm sóttu um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þeir eru séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur, Stefán Karlsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 6.4.2005 00:01 Enn stækkar Norðurál Norðurál hefur gert samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um kaup á 70 MW viðbótarraforku fyrir álver fyrirtækisins á Grundartanga. 6.4.2005 00:01 Fimm sóttu um Fimm umsækjendur voru um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi. 6.4.2005 00:01 Nær 300 börn bíða greiningar Samtals 266 börn eru á biðlista eftir greiningu og íhlutun hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman á Alþingi í gær. Rúmlega 80 þessara barna hefur beðið í meira en sex mánuði. 6.4.2005 00:01 Komið verði á foreldrafræðslu Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu. 6.4.2005 00:01 Óku saman í Ljósavatnsskarði Tvennt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ljósavatnsskarði til móts við Stóru-Tjarnir í dag. Jeppi og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins og farþegi í jeppabifreiðinni slösuðust. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en ekki er talið að það sé alvarlega slasað. 6.4.2005 00:01 Féll þrjá metra í körfu Vinnuslys varð í fyrirtækinu Gúmmívinnslunni á Akureyri um klukkan tvö í dag þegar maður féll rúmlega þrjá metra niður í svokallaðri mannkörfu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru meiðsli mannsins enn óljós en hann var fluttur á sjúkrahús. 6.4.2005 00:01 LSH telur engin lög brotin Umkvörtunarefni lyfjafræðinga heyra sögunni til segir í yfirlýsingu frá forstjóra Landspítala- háskólasjúkrahúss um lyfjaþjónustu LSH. Lyfjafræðingar hafa kvartað yfir að Lyfjaþjónustunni sé stjórnað af viðskiptafræðingi. 6.4.2005 00:01 Öryggi tryggt við Kárahnjúka Grípa þarf til viðbótaraðgerða til að styrkja stíflurnar við Kárahnjúka ef jarðskjálftar og misgengi eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði alls um 100-150 milljónir króna og er allt þá meðtalið. 6.4.2005 00:01 Góður rekstrarárangur í Firðinum Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, telur að rekstrarárangur bæjarins 2004 hafi verið einstaklega góður. 6.4.2005 00:01 Málþing um ólöglegt vinnuafl Starfsgreinasambandið heldur málþing um félagsleg undirboð og ólöglegt erlent vinnuafl á Selfossi um miðjan mánuðinn. 6.4.2005 00:01 Ráðnir á lágum kjörum Réttur var brotinn á Pólverjunum og Lettunum sem nýlega voru teknir fyrir ólögleg störf á Suðurlandi. Pólverjarnir höfðu ekki fengið krónu greidda en Lettarnir höfðu samning upp á 90 þúsund krónur, 11 stunda vinnudag sex daga vikunnar.</font /></b /> 6.4.2005 00:01 Gengur vonandi upp hjá Mjólku Skiptar skoðanir eru um það hvort hægt sé að reka mjólkursamlag utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins eins og stefnt er að með mjólkursamlaginu Mjólku. Samkeppnisstaðan verður skökk vegna beingreiðslna ríkisins en á móti kemur að osturinn nýtur innflutningsverndar. Mjólka mun framleiða ost. </font /></b /> 6.4.2005 00:01 Lítið heillegt eftir bruna Nánast ekkert heillegt var að finna í íbúðinni sem brann við Rósarima í gær. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldavélarhellu. 6.4.2005 00:01 2000 hitaeininga hamborgari Hamborgari úr hálfu kílói af nautahakki er líklega fágæt sjón. Mangógrill í Brekkuhúsum bíður hins vegar upp á slíka hamborgara á matseðli og ef viðskiptavinurinn getur borðað hamborgarann, með frönskum, sósu og gosi á innan við tíu mínútum er máltíðin frí. 6.4.2005 00:01 Fimm mál valda deilum á Ísafirði Kennarar í Menntaskólanum á Ísafirði segja ekki deilt um hvort skólameistarinn hafi tekið réttmætar eða rangar ákvarðanir heldur hvernig hún hafi fylgt þeim eftir. Félag skólameistara segir Ólínu ekki hafa farið út fyrir verksvið sitt.</font /></b /> 6.4.2005 00:01 Dagskrárstjóri Skjásins til 365 Fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins til rúmra fimm ára, Helgi Hermannsson, hefur verið ráðinn til starfa við erlend þróunarverkefni fyrir 365 prent- og ljósvakamiðla. 6.4.2005 00:01 Konur þriðjungur manna á Vogi Konur voru tæplega þriðjungur þeirra 17.512 sem höfðu innritast á meðferðarsjúkrahúsið Vog í árslok 2004. Áttatíu prósent allra sem fóru í meðferð fóru þrisvar sinnum eða sjaldnar. 6.4.2005 00:01 Mælt með takmörkun á eignaraðild Fjölmiðlanefnd lýkur vinnu sinni eftir síðasta fund sinn í dag þar sem rætt verður um hversu lágt eigi að setja markið um leyfilegan eignarhlut í fjölmiðlum. Þverpólitísk sátt er um að hámarkseignaraðild einstaklings eða fyrirtækis í fjölmiðli með tiltekna markaðshlutdeild verði miðuð við 25 prósent. </font /></b /> 6.4.2005 00:01 Sat á barnaskýrslu í tvö ár Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. 6.4.2005 00:01 Samstaða um takmörkun eignarhalds Þverpólitísk samstaða er um að setja hömlur á eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin mun leggja til bann við því að nokkur geti átt meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Nefndin lýkur störfum í dag.</font /> 6.4.2005 00:01 Vill sakaruppgjöf vegna mismununar Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. 6.4.2005 00:01 Skjálftahætta meiri en talið var Áætlað er að verja þurfi allt að 150 milljónum króna til viðbótarþéttingar og styrkingar á stíflum við Kárahnjúka þar sem jarðskjálftahætta er nú metin meiri en áður var álitið. Talið er að þar geti orðið skjálftar allt að 6,5 á Richter. Þá er búist við að vatnsþunginn sem myndast þegar hið nýja Hálslón verður fyllt í fyrsta sinn síðla næsta árs geti leitt til jarðskjálfta. 6.4.2005 00:01 Mikil ásókn í Lambaselslóðir Nú hafa 3893 sótt um einbýlishúsalóð í Lambaseli í Breiðholti en 994 sóttu um í dag. Barist er um 30 lóðir og voru umsækjendur í dag misbjartsýnir á að verða dregnir út. 6.4.2005 00:01 Sökuð um byggðaeyðingarstefnu Opinberum störfum við stjórnsýslu fjölgaði um tólf prósent á landsbyggðinni og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu á fimm ára tímabili. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði ásökunum um að ríkisstjórnin stæði fyrir byggðaeyðingarstefnu. 6.4.2005 00:01 Menntaverðlaun veitt að vori Skólastarf, góðir kennarar og gott kennsluefni fær verðlaun um mánaðamótin maí - júní næstkomandi en þá verða í fyrsta sinn veitt Íslensku menntaverðlaunin. 6.4.2005 00:01 Yfir 250 í meðferð vegna kókaíns Á síðasta ári fóru 217 í sína fyrstu meðferð vegna kókaínfíknar og 258 alls. Flestir sem fóru í fyrsta sinn eru á milli tvítugs og þrítugs eða um 120 manns. 6.4.2005 00:01 Um 150 bíða vímuefnameðferðar Um 150 einstaklingar eru á biðlista meðferðarsjúkrahússins á Vogi. Þórarinn Tyrfingsson segir að hver meðferð taki tíu daga og því sé biðin mánuður. 6.4.2005 00:01 Konan sem leitað var að látin Áslaug Edda Bergsdóttir sem lögreglan í Hafnarfirði og björgunarsveitir leituðu fannst látin í Ásfelli á tíunda tímanum í gærkvöldi. 6.4.2005 00:01 Til Afganistan með breytta jeppa Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. 6.4.2005 00:01 Páfa minnst í sálumessu Kaþólikkar á Íslandi auk annarra gesta minntust páfa í heilagri sálumessu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti í gær. Meðal gesta var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 6.4.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fischer boðið til Siglufjarðar Valgeir Sigurðsson, Siglfirðingur og fyrrum veitingamaður í Lúxemborg, hefur boðið Bobby Fischer í heimsókn til Siglufjarðar en Valgeir er mikill stuðningsmaður skákmeistarans. 7.4.2005 00:01
Umferðaróhöppum fækkar lítið Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. 7.4.2005 00:01
Svikin loforð í vegamálum Formenn stjórnarflokkanna lofuðu fyrir síðustu kosningar að unnið yrði fyrir tæpan milljarð króna á næsta eina og hálfa ári í að byggja upp Gjábakkaveg, Suðurstrandarveg og veginn um Hellisheiði. Ekkert af þessu gekk eftir. Vegagerðin tekur þó sökina að nokkru á sig. 7.4.2005 00:01
Nærbuxum stolið í tugþúsundatali Eign þvottahúss spítalanna, nærbuxum með þessari áletrun, er stolið í tugþúsundatali ár hvert. Svo virðist sem ekkert fái stöðvað þessa gripdeild sem kostar skattborgara milljónir króna. 7.4.2005 00:01
Tarak náðaður en útlægur Lögfræðingur hundsins Tarak, Jón Egilsson, ætlar að leita leiða í fullri sátt til að hundurinn fái að vera áfram hjá eigendum sínum í Reykjavík. Hann kvað það þó skipta mestu að hundurinn fengi að lifa. 6.4.2005 00:01
Þökkuðu fyrir björgun sjómanna Samskip færðu Sjóbjörgunarstöð Færeyja rúmlega eina milljón króna að gjöf í hófi sem haldið var í Þórshöfn í Færeyjum til að minnast eins árs starfsafmælis skrifstofu Samskipa þar. Það var Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, sem afhenti Joen Jakob Jakobsen, formanni Sjóbjörgunarstöðvarinnar, gjöfina sem þakklætisvott fyrir þeirra þátt í björgun sjómanna af Jökulfellinu í febrúar síðastliðnum. 6.4.2005 00:01
Nýr vegur yfir Svínahraun Unnið er að nýjum veg á Hellisheiði. Um er að ræða sex kílómetra kafla sem nær frá Litlu Kaffistofunni og yfir í Hveradalabrekkur, að sögn Sigurðar Jóhannssonar deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni. 6.4.2005 00:01
Flóttamaðurinn fastur hér Alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra er komin í þrot með tilraunir til að afla upplýsinga um hvert sé heimaland Aslans Gilaevs, ríkisfangslausa flóttamannsins sem dvalið hefur hér á landi í hartnær fimm ár, að sögn Smára Sigurðssonar hjá alþjóðadeildinni. 6.4.2005 00:01
Auðun Georg fær starfslokasamning Vinna við starfslokasamning Auðuns Georgs Ólafssonar og Ríkisútvarpsins er að hefjast, að sögn Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Hann kvað lögfræðing Auðuns Georgs hafa óskað viðræðna um starfslok hans. 6.4.2005 00:01
Heimdallur fagnar stofnun Mjólku Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, fagnar stofnun Mjólku, nýs mjólkursamlags, sem stendur utan styrkjakerfis landbúnaðarins. Þá fagnar félagið enn fremur auknu valfrelsi neytenda á mjólkurvörum og segir að hingað til hafi neytendum nánast eingöngu staðið til boða ríkisstyrkt innlend framleiðsla. 6.4.2005 00:01
Fjórtán mánaða fangelsisdómur Kona var í gær dæmd til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot og þjófnað en brotaferill viðkomandi er langur og útskýrir það lengd dómsins. Dómurinn frestaði þó fullnustu tólf af þeim fjórtán mánuðum sem dómurinn hljóðaði upp á haldi viðkomandi skilorð næstu þrjú ár. 6.4.2005 00:01
Ríkið hækkar álögur á bensín "Það nær í raun ekki nokkurri átt að ætla sér að hækka bensíngjaldið á þessum tímapunkti," segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðareigenda. Fram kemur í nýrri samgönguáætlun að gjald það sem ríkið leggur á hvern lítra bensíns mun hækka um 6 til 7 prósent þann fyrsta júlí. 6.4.2005 00:01
Fimm sóttu um Hofsprestakall Fimm sóttu um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þeir eru séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur, Stefán Karlsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. 6.4.2005 00:01
Enn stækkar Norðurál Norðurál hefur gert samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um kaup á 70 MW viðbótarraforku fyrir álver fyrirtækisins á Grundartanga. 6.4.2005 00:01
Fimm sóttu um Fimm umsækjendur voru um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi. 6.4.2005 00:01
Nær 300 börn bíða greiningar Samtals 266 börn eru á biðlista eftir greiningu og íhlutun hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman á Alþingi í gær. Rúmlega 80 þessara barna hefur beðið í meira en sex mánuði. 6.4.2005 00:01
Komið verði á foreldrafræðslu Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu. 6.4.2005 00:01
Óku saman í Ljósavatnsskarði Tvennt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ljósavatnsskarði til móts við Stóru-Tjarnir í dag. Jeppi og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins og farþegi í jeppabifreiðinni slösuðust. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en ekki er talið að það sé alvarlega slasað. 6.4.2005 00:01
Féll þrjá metra í körfu Vinnuslys varð í fyrirtækinu Gúmmívinnslunni á Akureyri um klukkan tvö í dag þegar maður féll rúmlega þrjá metra niður í svokallaðri mannkörfu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru meiðsli mannsins enn óljós en hann var fluttur á sjúkrahús. 6.4.2005 00:01
LSH telur engin lög brotin Umkvörtunarefni lyfjafræðinga heyra sögunni til segir í yfirlýsingu frá forstjóra Landspítala- háskólasjúkrahúss um lyfjaþjónustu LSH. Lyfjafræðingar hafa kvartað yfir að Lyfjaþjónustunni sé stjórnað af viðskiptafræðingi. 6.4.2005 00:01
Öryggi tryggt við Kárahnjúka Grípa þarf til viðbótaraðgerða til að styrkja stíflurnar við Kárahnjúka ef jarðskjálftar og misgengi eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði alls um 100-150 milljónir króna og er allt þá meðtalið. 6.4.2005 00:01
Góður rekstrarárangur í Firðinum Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, telur að rekstrarárangur bæjarins 2004 hafi verið einstaklega góður. 6.4.2005 00:01
Málþing um ólöglegt vinnuafl Starfsgreinasambandið heldur málþing um félagsleg undirboð og ólöglegt erlent vinnuafl á Selfossi um miðjan mánuðinn. 6.4.2005 00:01
Ráðnir á lágum kjörum Réttur var brotinn á Pólverjunum og Lettunum sem nýlega voru teknir fyrir ólögleg störf á Suðurlandi. Pólverjarnir höfðu ekki fengið krónu greidda en Lettarnir höfðu samning upp á 90 þúsund krónur, 11 stunda vinnudag sex daga vikunnar.</font /></b /> 6.4.2005 00:01
Gengur vonandi upp hjá Mjólku Skiptar skoðanir eru um það hvort hægt sé að reka mjólkursamlag utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins eins og stefnt er að með mjólkursamlaginu Mjólku. Samkeppnisstaðan verður skökk vegna beingreiðslna ríkisins en á móti kemur að osturinn nýtur innflutningsverndar. Mjólka mun framleiða ost. </font /></b /> 6.4.2005 00:01
Lítið heillegt eftir bruna Nánast ekkert heillegt var að finna í íbúðinni sem brann við Rósarima í gær. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldavélarhellu. 6.4.2005 00:01
2000 hitaeininga hamborgari Hamborgari úr hálfu kílói af nautahakki er líklega fágæt sjón. Mangógrill í Brekkuhúsum bíður hins vegar upp á slíka hamborgara á matseðli og ef viðskiptavinurinn getur borðað hamborgarann, með frönskum, sósu og gosi á innan við tíu mínútum er máltíðin frí. 6.4.2005 00:01
Fimm mál valda deilum á Ísafirði Kennarar í Menntaskólanum á Ísafirði segja ekki deilt um hvort skólameistarinn hafi tekið réttmætar eða rangar ákvarðanir heldur hvernig hún hafi fylgt þeim eftir. Félag skólameistara segir Ólínu ekki hafa farið út fyrir verksvið sitt.</font /></b /> 6.4.2005 00:01
Dagskrárstjóri Skjásins til 365 Fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins til rúmra fimm ára, Helgi Hermannsson, hefur verið ráðinn til starfa við erlend þróunarverkefni fyrir 365 prent- og ljósvakamiðla. 6.4.2005 00:01
Konur þriðjungur manna á Vogi Konur voru tæplega þriðjungur þeirra 17.512 sem höfðu innritast á meðferðarsjúkrahúsið Vog í árslok 2004. Áttatíu prósent allra sem fóru í meðferð fóru þrisvar sinnum eða sjaldnar. 6.4.2005 00:01
Mælt með takmörkun á eignaraðild Fjölmiðlanefnd lýkur vinnu sinni eftir síðasta fund sinn í dag þar sem rætt verður um hversu lágt eigi að setja markið um leyfilegan eignarhlut í fjölmiðlum. Þverpólitísk sátt er um að hámarkseignaraðild einstaklings eða fyrirtækis í fjölmiðli með tiltekna markaðshlutdeild verði miðuð við 25 prósent. </font /></b /> 6.4.2005 00:01
Sat á barnaskýrslu í tvö ár Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því. 6.4.2005 00:01
Samstaða um takmörkun eignarhalds Þverpólitísk samstaða er um að setja hömlur á eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin mun leggja til bann við því að nokkur geti átt meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Nefndin lýkur störfum í dag.</font /> 6.4.2005 00:01
Vill sakaruppgjöf vegna mismununar Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín. 6.4.2005 00:01
Skjálftahætta meiri en talið var Áætlað er að verja þurfi allt að 150 milljónum króna til viðbótarþéttingar og styrkingar á stíflum við Kárahnjúka þar sem jarðskjálftahætta er nú metin meiri en áður var álitið. Talið er að þar geti orðið skjálftar allt að 6,5 á Richter. Þá er búist við að vatnsþunginn sem myndast þegar hið nýja Hálslón verður fyllt í fyrsta sinn síðla næsta árs geti leitt til jarðskjálfta. 6.4.2005 00:01
Mikil ásókn í Lambaselslóðir Nú hafa 3893 sótt um einbýlishúsalóð í Lambaseli í Breiðholti en 994 sóttu um í dag. Barist er um 30 lóðir og voru umsækjendur í dag misbjartsýnir á að verða dregnir út. 6.4.2005 00:01
Sökuð um byggðaeyðingarstefnu Opinberum störfum við stjórnsýslu fjölgaði um tólf prósent á landsbyggðinni og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu á fimm ára tímabili. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði ásökunum um að ríkisstjórnin stæði fyrir byggðaeyðingarstefnu. 6.4.2005 00:01
Menntaverðlaun veitt að vori Skólastarf, góðir kennarar og gott kennsluefni fær verðlaun um mánaðamótin maí - júní næstkomandi en þá verða í fyrsta sinn veitt Íslensku menntaverðlaunin. 6.4.2005 00:01
Yfir 250 í meðferð vegna kókaíns Á síðasta ári fóru 217 í sína fyrstu meðferð vegna kókaínfíknar og 258 alls. Flestir sem fóru í fyrsta sinn eru á milli tvítugs og þrítugs eða um 120 manns. 6.4.2005 00:01
Um 150 bíða vímuefnameðferðar Um 150 einstaklingar eru á biðlista meðferðarsjúkrahússins á Vogi. Þórarinn Tyrfingsson segir að hver meðferð taki tíu daga og því sé biðin mánuður. 6.4.2005 00:01
Konan sem leitað var að látin Áslaug Edda Bergsdóttir sem lögreglan í Hafnarfirði og björgunarsveitir leituðu fannst látin í Ásfelli á tíunda tímanum í gærkvöldi. 6.4.2005 00:01
Til Afganistan með breytta jeppa Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum. 6.4.2005 00:01
Páfa minnst í sálumessu Kaþólikkar á Íslandi auk annarra gesta minntust páfa í heilagri sálumessu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti í gær. Meðal gesta var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. 6.4.2005 00:01