Innlent

Fischer boðið til Siglufjarðar

Valgeir Sigurðsson, Siglfirðingur og fyrrum veitingamaður í Lúxemborg, hefur boðið Bobby Fischer í heimsókn til Siglufjarðar en Valgeir er mikill stuðningsmaður skákmeistarans. "Ég bý á Siglufirði á sumrin og í Lúxemborg á veturna en boðið er opið og getur Fischer þegið það þegar honum hentar," segir Valgeir. Í tilefni þess að Fischer fékk íslenskt ríkisfang lét Valgeir sauma risastóran íslenskan fána og dró að húni á sérsmíðaðri fánastöng sem stendur handan fjarðarins og blasir við Siglfirðingum. "Til að tryggja að fáninn sæist vel frá bænum lét ég sauma 30 fermetra fána og er hann því um 15 sinnum stærri en hefðbundinn fáni. Stöngina lét ég smíða fyrir mig á Siglufirði en hún er 12 metrar á hæð. Nú vantar bara að bæjarstjórnin geri karlinn að heiðursborgara og þá kæmist Siglufjörður örugglega í heimspressuna," segir Valgeir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×