Innlent

Nærbuxum stolið í tugþúsundatali

Eign þvottahúss spítalanna, nærbuxum með þessari áletrun, er stolið í tugþúsundatali ár hvert. Svo virðist sem ekkert fái stöðvað þessa gripdeild sem kostar skattborgara milljónir króna. Skilaboð til sjúklinga á hurð þvottaherbergis sængurkvennadeildar Landsspítalans við Hringbraut segja að tuttugu þúsund stykki af nærfatnaði séu keypt inn fyrir sjúkrahúsið árlega. Bent er á að slíkt magn kosti mikla peninga og er þeirri spurningu varpað fram hvort sjúklingar fari heim í nærfatnaði merktum þvottahúsum sjúkrahúsanna. Ljósmæður segjast gjarnan sjá slíkar nærbuxur í notkun þegar þær fara í heimavitjun. Það telst nokkuð sérstakt þar sem nærfatnaður sem þessi hefur hingað til ekki talist til hátísku. Eins eru til dæmi um að sjúklingar hafi komið í nærfatnaði frá sjúkrahúsunum þegar þeir hafa mætt til skoðunar þannig að ljóst er að einhverjir finna not fyrir nærfötin að sjúkrahúsdvöl lokinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×