Innlent

Flóttamaðurinn fastur hér

Aslan kom hingað árið 2000 og bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. Hann var skilríkjalaus og var hafnað. Han hefur dvalið hér á bráðabirgaðrdvalarleyfi, þrisvar sinnum farið til annarra Norðurlanda en verið sendur jafnharðan til baka. Hann er nú vegalaus hér á landi, býr uppi á lofti í Geðhjálparhúsinu og hefur engan framfærslueyri, að eigin sögn. Hann vill komast af landi brott, þar sem honum hafi verið synjað um íslenskan ríkisborgararétt. Ragnheiður Böðvarsdóttir forstöðumaður stjórnsýslusviðs Útlendingastofnunar sagði að ekki væri hægt að láta manninn fá útlendingavegabréf, því þar þyrfti ríkisfang hans að vera skráð. Smári sagði að alþjóðadeildin hefði leitað allra leiða til að finna út frá hvaða landi hann væri, en án árangurs. Flóttamaðurinn er því fastur hér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×