Fleiri fréttir

Hættulegasti kafli hringvegarins

Mikið grjóthrun hefur verið í Hvalnes- og Þvottárskriðum austan Hafnar í Hornafirði í vetur. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir brýnt að ráðast í framkvæmdir til að verja veginn en grjóthrunið hefur skapað stórhættu fyrir ökumenn og starfsmenn Vegagerðarinnar.

Sprautulyf fundust á glámbekk

Lyfseðilsskyld verkjalyf í sprautuformi fundust á víðavangi í Innri-Njarðvík í gær. Lyfin eru algeng um borð í skipum og bátum og eru þau notuð þegar slys verða.

Öræfingar fá hæsta styrkinn

Fornleifafélag Öræfa fékk hæstu úthlutun úr fornleifasjóði í ár, um 1,1 milljón króna. Úthlutaðar voru fimm milljónir króna til tíu umsækjenda. Ragnar F. Kristjánsson, formaður Fornleifafélags Öræfa, segist mjög stoltur af styrknum enda sé félagið rekið af áhugamönnum.

Lögreglumaður greiði skaðabætur

Lögreglumaður, sem stöðvaði bifhjól með því að aka í veg fyrir það á Ægissíðu síðastliðið vor, var dæmdur til að greiða ökumanni bifhjólsins skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Fréttastjóri losaður undan rekstri

Friðrik Páll Jónsson fréttamaður hefur afsalað sér starfi afleysingafréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá og með morgundeginum. Í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag segir hann m.a. að losa þurfi fréttastjóra undan rekstri.

Útvegaði fulltrúanum skírteini

Yfirmenn japanska fjölmiðlafyrirtækisins Mainichi hafa leyst ritstjóra ensku vefsíðu fyrirtækisins frá störfum tímabundið eftir að hann varð uppvís að því að hafa útvegað fulltrúa Bobbys Fischers fréttamannaskírteini til þess að komast á fölskum forsendum inn á öryggissvæði á Narita-flugvelli þegar Fischer var á leið til Íslands.

Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra

Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá.

Norsk kolmunnaskip landa í Eyjum

Norsk kolmunnaskip koma nú eitt af öðru til löndunar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, frekar en að sigla helmingi lengri leið til Noregs til löndunar þar. Veiðisvæðið er nú röskar 300 sjómíður suðsuðaustur af Vestmannaeyjum, eða á Rockall-svæðinu svokallaða.

Vöruskiptajöfnuður óhagstæður

Vöruskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 2,3 milljarða króna í febrúar en hann var hagstæður um hundrað milljónir í sama mánuði í fyrra. Jöfnuðurinn var líka óhagstæður í janúar í ár og eftir fyrstu tvo mánuði ársins var hann orðinn röskum sex milljörðum óhagstæðari en á sama tíma í fyrra.

Styrkur fyrir átta námsstefnur

Stofnun Sigurðar Nordals hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Norræna menningarsjóðnum til að halda átta námsstefnur í Norræna húsinu um áhrif alþjóðavæðingar á menningu.

Væn veiði við Grindavík

Það hefur verið gott fiskirí í Grindavík að undanförnu. Fimm línuskip Þorbjarnar Fiskaness hafa fiskað tæp 3400 tonn frá áramótum og fram að páskum. Segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins að meginuppistaða aflans hafi verið þorskur og að hann hafi verið vænn og vel haldinn.

Stjórnarnefnd NATO-þingsins fundar

Stjórnarnefnd NATO-þingsins mun halda fund hér á landi um helgina. Nefndin er skipuð formönnum landsdeilda aðildarríkjanna 26, auk formanna málefnanefnda og forsætisnefndar NATO-þingsins.

Köttur festist í fótbogagildru

Aflífa þurfti kött hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í dag eftir að hann hafði fundist illa á sig kominn fastur í fótbogagildru í Innri-Njarðvík í dag. Önnur framloppa kattarins var föst í gildrunni og ljóst að dýrið var illa brotið eftir að hafa barist um í gildrunni. Frá þessu greinir á vef Víkurfrétta.

Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra

"Hvorki fréttamenn né aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins líta á Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra, þótt hann komi hér til starfa," sagði Broddi Broddason fréttamaður síðdegis í gær.

Vilja upplýsingar um Listahátíð

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í dag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram fyrirspurn um kynningarfundi Listahátíðar sem haldnir hafa verið í London, New York, Berlín og Kaupmannahöfn vegna Listahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í sumar.

Síðasti séns á morgun

Allra síðasti framtalsfrestur einstaklinga er á morgun 2. apríl. Almennur frestur til að skila skattskýrslu rann út 23. mars en þeir sem skila rafrænt gátu sótt um frest á netinu.

Gildrur nálægt mannabyggð

Aflífa þurfti kött sem fannst fastur í fótbogagildru í Innri Njarðvík, segir á fréttavef Víkurfrétta. Íbúi i Innri-Njarðvík kom að kettinum en gildran var fest á milli steina ekki langt frá mannabyggð og töluvert algengt að sjá þar börn að leik.

Vilja fleiri íslenskutíma

Ungmennum af taílenskum uppruna á aldrinum 14-19 ára gengur vel í skóla og fjölskyldulífi og blandast ágætlega íslensku samfélagi. Þeir vilja þó gjarnan fá fleiri íslenskutíma til að styrkja sig í náminu.

Kópavogur skoðar frían leikskóla

Sveitarfélögin greiða um sjötíu prósent með leikskólagöngu barna. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að á næstu árum verði bilið brúað. Útspil borgarinnar ýtir á umræðu um slíkt innan annarra sveitarfélaga. </font /></b />

Einn skóli fyrir öll börn

Hafnarfjarðarbær byggir sameiginlegan grunnskóla og leikskóla í Vallarhverfi. Í Hraunvallaskóla verða fjórar leikskóladeildir auk grunnskólans.

Flugstöðin í Hong Kong sú besta

Flugstöðin í Hong Kong er sú besta í heimi samkvæmt könnun sem framkvæmd var á vegum Airport Council International árið 2004. Flugstöðin Seoul Incheon lenti í öðru sæti og flugstöðin í Singapore í því þriðja.

Ráðherrar gegni ekki þingmennsku

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mælti á Alþingi fyrir frumvarpi um að ráðherrar gegni ekki jafnframt þingmennsku.

Hættuleg gatnamót

"Þarna hafa þegar orðið árekstrar og mitt mat er að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu.

Rússar stöðva framkvæmdir

Framkvæmdir við rússneska sendiráðið hafa nú verið stöðvaðar og beðið er eftir niðurstöðu borgaryfirvalda varðandi byggingarleyfi. Framkvæmdir frá því í desember, er borgaryfirvöld báðu Rússa um að hætta allri vinnu, voru vegna misskilnings í Moskvu. </font /></b />

Tveggja ára fangelsisdómur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann til tveggja ára fangelsisvistar fyrir margvísleg afbrot, þar á meðal líkamsmeiðingar, þjófnað, fíkniefnamisferli og umferðarlagabrot.

Lögreglumaður dæmdur í Héraðsdómi

Lögreglumaður var í dag dæmdur til að greiða hátt í hálfa milljón króna í sektir og skaðabætur fyrir að hafa keyrt í veg fyrir ökumann bifhjóls á Ægisíðu í fyrravor.

Útvarpsstjóri vanvirði starfsmenn

Starfsmenn Ríkisútvarpsins segja útvarpsstjóra hafa vanvirt starfsmenn og ýtt til hliðar öllum faglegum sjónarmiðum við ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Þeir samþykktu vantraustsyfirlýsingu á Markús Örn Antonsson á fjölmennum fundi í hádeginu. 178 greiddu henni atkvæði sitt, tólf voru á móti og einn sat hjá.

Skuldir borgarinnar lækka

"Þessu teljum við okkur geta náð á næstu þremur árum þrátt fyrir nýjungar á borð við gjaldfrjálsan leikskóla," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, en borgaryfirvöld kynntu í gær þriggja ára áætlun um rekstur, fjárfestingar og fjármál borgarinnar.

Kann unga fólkið ekki að spara?

Gleymdi verðbólgukynslóðin að kenna börnunum sínum að spara? Íslensk ungmenni líta svo á að hafi fólk ekki efni á hlutunum, þá séu bara tekin lán.

11 milljarðar í yfirdráttarvexti

Íslendingar greiða bönkunum tæpa ellefu milljarða króna á ári í vexti fyrir yfirdráttarlán. Öll þjóðin lifir þó ekki á yfirdrætti.

Enn lýst vantrausti á Markús

Tæplega 200 starfsmenn Ríkisútvarpsins samþykktu á fundi í gær vantraust á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra. Starfsmennirnir segja að Markús Örn hafi, ásamt útvarpsráði, tínt til "falsrök, ýkjur og skrök" til að varpa ryki í augu almennings vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps.

Draga úr styrkjum til landbúnaðar

Íslensk stjórnvöld þurfa að draga verulega úr styrkjum til landbúnaðarins þegar samningur Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar sem nú er í smíðum tekur gildi, að öllum líkindum í árslok 2007. Eftir er að ákveða hvar í kerfinu verður mest skorið niður.

Landsfundur í október

Sjálfstæðisflokkurinn heldur landsfund sinn 13. til 16. október. Fundurinn er sá 36. í sögu flokksins en síðasti landsfundur var haldinn í mars 2003.

Lögreglumaður dæmdur

Lögreglumaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund krónur í sekt og ökumanni bifhjóls 195 þúsund krónur í skaðabætur fyrir að hafa stefnt lífi hans í hættu í lok maí á síðasta ári. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.

Leituðu til sveitarfélaga

Lítið safnaðist í fjáröflunarátaki Fischernefndarinnar fyrir Japansferð þeirra í mars, segir Einar H. Guðmundsson sem sá um fjáröflunina fyrir nefndina. Töluverðar skuldir eru útistandandi eftir Japansferð nefndarinnar en ekki fékkst uppgefið hversu miklar þær eru.

Fischer tekur þátt í fjöltefli

Skákmeistarinn Bobby Fischer ætlar að þakka íslensku þjóðinni stuðninginn við sig með því að bjóða landsmönnum í fjöltefli í Vetrargarðinum í Smáralind í dag. Verður það í fyrsta sinn í þrettán ár sem Fischer teflir hefðbundna skák á opinberum vettvangi en síðast gerðist það í einvíginu fræga við Spasskí í Júgóslavíu árið 1992.

Fischer á 200 milljónir í Sviss

Bobby Fischer skipar sér á bekk meðal sterkefnaðra Íslendinga. Hann verður að greiða skatta af vöxtum og verðbótum hér hvort sem hann ávaxtar fé sitt á Íslandi eða í Sviss.Þær greiðslur gætu numið um 700 þúsund krónum á ári. </font /></b />

Sala Símans rædd í ríkisstjórn

Sala Landssímans verður rædd á ríkisstjórnarfundi sem hófst á tíunda tímanum en ráðherranefnd um einkavæðingu tekur lokaákvörðun um söluferlið. Einkavæðingarnefnd hefur ekki endanlega gengið frá skýrslu um málið en þar munu fáir endar vera lausir.

Grásleppuvertíðin hafin

Grásleppuvertíðin fyrir Norðausturlandi hefst í dag og nú í morgun streymdu bátarnir út í blíðskaparveðri. Vertíðin í ár verður þremur vikum styttri en venjulega og er það gert til að draga úr framboði á grásleppuhrognum á heimsmarkaði sem ofmettaðist í fyrra.

Fischer: Interpol sendi erindi

Þórir Oddsson vararíkislögreglustjóri segir að Interpol í Washington hafi sent embættinu erindi á Skírdag um að Bobby Fischer væri eftirlýstur fyrir að hafa rofið viðskiptabann. Jafnframt var beðið staðfestingar um veru Fischers hér á landi.

Halldór og Davíð funda enn

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun og lauk skömmu fyrir fréttir. Ekki var fjallað um fyrirhugaða sölu Landssíma Íslands eins og búist hafði verið við en Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra sitja enn á fundi.

Verða að semja sjálfir um staðinn

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, telur að sveitarstjórnarmenn og skólamenn á Siglufirði, í Ólafsfirði og á Dalvík verði að koma sér saman um staðsetningu fyrir nýjan framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð.

Bitnar á börnum og unglingum

Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Óværan bitnar einkum á börnum og unglinum. </font /></b />

Ályktunar að vænta frá LSH

Ályktun af fundi læknaráðs Landspítala - Háskólasjúkrahúss er að vænta síðar í dag. Ráðið hélt stjórnarfund í hádeginu þar sem rædd voru deilumál innan stofnunarinnar þar sem m.a. hefur verið gagnrýnt af tólf yfirlæknum Landspítalans að stöður sviðsstjóra spítalans séu ekki auglýstar heldur sé skipað í embættin.

Verklagi breytt hjá Sýslumanni

Verklagsreglum hjá Sýslumannsembættinu hefur verið breytt hvað varðar eyðingu gagna og verða þau hér eftir geymd í læstum gámi innanhúss þar til þau fara til förgunar. Stöð 2 hafði undir höndum möppu þar sem nöfn hundruð einstaklinga, sem reka hafa þurft mál sín fyrir embættinu, komu fram.

Sjá næstu 50 fréttir