Innlent

Köttur festist í fótbogagildru

Aflífa þurfti kött hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í dag eftir að hann hafði fundist illa á sig kominn fastur í fótbogagildru í Innri-Njarðvík í dag. Önnur framloppa kattarins var föst í gildrunni og ljóst að dýrið var illa brotið eftir að hafa barist um í gildrunni. Frá þessu greinir á vef Víkurfrétta. Íbúi  í Innri Njarðvík, sem fann köttinn fastan í gildrunni, sagði þetta vera fjórðu gildruna af þessari tegund sem hann finnur og er gengið frá á ófullnægjandi hátt. Hann sagði annars konar gildrur einnig vera í grjótgörðunum sem væru hugsaðar til minkaveiða og ættu ekki að valda sama skaða og kötturinn varð fyrir. Ekki er óalgengt að sjá börn að leik á þessum slóðum sem gildran fannst. Karl Karlsson hjá Umhverfisstofnun sagði í samtali við Víkurfréttir að þessar gildrur væru ekki ólöglegar en reglur gilda um frágang þeirra. Sjá nánar á www.vf.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×