Innlent

Vilja fleiri íslenskutíma

Ungmennum af taílenskum uppruna á aldrinum 14-19 ára gengur vel í skóla og fjölskyldulífi og blandast ágætlega íslensku samfélagi. Þeir vilja þó gjarnan fá fleiri íslenskutíma til að styrkja sig í náminu. Þetta kemur fram í rannsókn sem Andrea Sompit Siengboon, meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Íslands, hefur gert meðal 64 Taílendinga sem búa vítt og breitt um Ísland. Mæður ungmennanna eru ánægður með vinnuaðstæður sínar og skóla barnanna en mæta ekki mikið á foreldrafundi vegna tungumálaerfiðleika. "Þeim finnst mjög erfitt að læra tungumálið. Það er kennt á ensku eða íslensku. Ef þær kunna ekki enskuna þá eiga þær erfitt með að læra það. Þær vilja fá íslenskukennslu á móðurmáli sínu," segir Andrea. Taílensku mæðurnar vilja heldur ekki fara frá vinnu og telur Andrea til dæmis hugsanlegt að þær óttist að missa vinnuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×