Innlent

Verklagi breytt hjá Sýslumanni

Verklagsreglum hjá Sýslumannsembættinu hefur verið breytt hvað varðar eyðingu gagna og verða þau hér eftir geymd í læstum gámi innanhúss þar til þau fara til förgunar. Rúnar Guðjónsson, sýslumaður í Reykjavík, segir að það sé enn óútskýrt hvers vegna gömlum gögnum var ekki fargað á réttan hátt en Stöð 2 hafði undir höndum möppu þar sem nöfn hundruð einstaklinga, sem reka hafa þurft mál sín fyrir embættinu, komu fram. Sýslumaður harmar það sem gerðist en vill benda á að ekki hafi verið beinlínis um trúnaðargögn að ræða, heldur hafi í möppunum verið svokallaðir vaktalistar þar sem skráð var hvenær tiltekin mál væru tekin fyrir. Engu að síður sé þetta óviðunandi og að nauðsynlegt hafi verið fyrir embættið að bregðast við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×