Innlent

Einn skóli fyrir öll börn

Hafnarfjarðarbær byggir sameiginlegan grunnskóla og leikskóla í Vallarhverfi. Í Hraunvallaskóla verða fjórar leikskóladeildir auk grunnskólans. Leiksvæði barnanna verða aðskilin en mötuneyti, umsýsla og þjónusta verða sameiginleg og skólinn opinn. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir skólann áhugavert þróunarverkefni. "Við lítum svo á að þetta sé spennandi úrfærsla; bæði hagræði og opnar möguleika í kennslu. Bilið milli grunnskóla og leikskóla verður brúað." Starfsemi skólans hefst haustið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×