Fleiri fréttir

Rekstrargrundvöllur brostinn

"Ég ætla ekki að standa í stappi um smápeninga næstu árin og ætla persónulega að snúa mér að einhverju öðru," segir Jón Jónsson, safnastjóri á Galdrasafninu á Hólmavík og Sauðfjársafninu á Ströndum.

Braut lög um skjaldarmerkið

"Strangt til tekið er þarna um brot á lögum um skjaldarmerkið að ræða og ráðuneytisstjóri hefði að mínu mati átt að taka fram fyrir hendurnar á fólkinu," segir Sigurður Líndal lagaprófessor.

Lundinn kominn í Grímsey

Vorið er komið í Grímsey að sögn Óla H. Ólasonar eyjarskeggja. Hann sá nefnilega nokkra lunda spóka sig í eyjunni í gær. Lundinn er óvenju snemma á ferðinnni að sögn Óla því yfirleitt sést hann ekki fyrr en upp úr mánaðamótum mars og apríl, jafnvel ekki fyrr en 7. eða 8. apríl.

5 milljónir í fornleifarannsóknir

Tæpum fimm milljónum króna var í dag úthlutað úr Fornleifasjóði og hlutu tíu aðilar styrki en stjórn sjóðsins ákvað að úthluta styrkjum aðeins einu sinni á þessu ári. Hæsta styrkinn, 1,1 milljón króna, hlaut Fornleifafélag Öræfa vegna rannsókna á fornleifum á Bæ við Salthöfða.

Jólainnkaupin dýrt spaug

Afborganir fólks vegna jólainnkaupanna eru meðal ástæðna þess að yfirdráttarlán Íslendinga hafa aukist mikið fyrstu tvo mánuði ársins.

Öryggi um Suðurlandsveg óviðunandi

Öryggi farþega um Suðurlandsveg á milli Reykjavíkur og Selfoss verður ekki viðunandi fyrr en stjórnvöld breyta honum í tveir plús einn veg, þar sem vegrið aðskilur veghelminga.

Upptaka evru til skoðunar

Forsætisráðherra segir upptöku evrunnar eitt þeirra atriða sem hljóti að koma til skoðunar þegar sveiflur á gengi íslensku krónunnar eru athugaðar. Seðlabankastjóri vill endurskoða löggjöfina um Íbúðalánasjóð, enda drógust útlán hans saman um 59 milljarða króna á síðasta ári. Þetta koma fram á ársfundi Seðlabankans í dag.

Fá fullt nafn skráð í þjóðskrá

Innan skamms geta allir Íslendingar verið skráðir fullu nafni í þjóðskrá, sama hversu löng nöfn þeirra eru. Málið var rætt á Alþingi í dag.

60 milljarðar í yfirdrátt

Þjóðin skuldar bönkunum tæpa sextíu milljarða króna í formi yfirdráttarlána. Það þýðir að hver einn og einasti Íslendingur, á aldrinum 18 til 80 ára, sé með um 280 þúsund krónur að láni á hæstu mögulegu vöxtum. 

Milliríkjadeilur í miðborginni

Utanríkisráðuneytið hefur þurft að hafa milligöngu vegna deilna milli borgaryfirvalda og rússneska sendiráðsins vegna 400 fermetra sprengjuhelds húss sem rússneski sendiherrann er að láta reisa í bakgarðinum á sendiráðinu í Garðastræti. Svæðið er rússneskt yfirráðasvæði.

Söluferli Símans ófrágengið

Ákvörðun um hvernig staðið verður að sölu Símans verður tekin á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríksiráðherra sem fundaði með Halldóri Ásgrímssyni um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í gær.

Vilja vita ef Fischer fer úr landi

Bandaríkjamenn vilja vera látnir vita ef Bobby Fischer ferðast frá Íslandi en hafa ekki ákveðið hvort þeir muni fara fram á framsal hans. Engar líkur eru á að orðið verði við því. Davíð Oddsson segir að Bandaríkjamenn viti vel að samkvæmt íslenskum lögum megi ekki framselja íslenska ríkisborgara. </font /></b />

Össuri þykir til lítið koma

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, gefur lítið fyrir ummæli forsætisráðherra um evruna á ársfundi Seðlabankans.

Fischer ekki framseldur

Bobby Fischer verður ekki framseldur segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Sendiherra Bandaríkjanna segir enn litið á Fischer sem flóttamann frá bandarísku réttarkerfi.  

Síminn: Gengið frá stóru atriðunum

Gengið verður frá síðustu stóru atriðunum í sambandi við sölu Símans á allra næstu dögum, að sögn Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra.

Njarðargata lokuð í þrjár vikur

Töluverðar framkvæmdir standa nú yfir á mótum Hringbrautar og Njarðargötu. Njarðargata hefur verið lokuð fyrir umferð sunnan Hringbrautar og verður það áfram næstu þrjár vikur að sögn Höskuldar Tryggvasonar hjá Gatnamálastofu Reykjavíkur.

Sjö fá starfslaun

10,4 milljónum króna hefur verið úthlutað úr Launasjóði fræðirithöfunda. Samtals bárust 59 umsóknir og fengu sjö rithöfundar starfslaun í sex mánuði.

Auðun Georg tekur starfið

Auðun Georg Ólafsson kveðst munu taka að sér starf fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Hann vonast til að málið leysist farsællega. Fréttamenn ræða vinnustöðvun ef hann sest í stólinn. Starfsmannasamtök RÚV funda í dag.

Vísað frá dómi

"Þessi niðurstaða sannar það og sýnir að lögbannið var tilefnislaust með öllu og þeir sem óskuðu eftir því í upphafi sem og þeir sem settu það á okkur mega skammast sín," segir Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands.

Evran verður til skoðunar

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir aðstæður einstakar í efnahagslífinu nú meðan stóriðjuframkvæmdir standa yfir. Þær eigi sér ekki fordæmi og ekki séu til töfraformúlur til að leysa þau vandamál sem upp kunni að koma, hvort sem litið sé til almennrar hagstjórnar eða þrengri þátta eins og vinnumarkaðar. Þetta kom fram í ræðu forsætisráðherra á ársfundi Seðlabankans.

Takmarkanir á malbiki

Enn eru í gildi þungatakmarkanir á mörgum láglendisvegum og jafnvel malbikuðum leiðum samvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins. Ástæðan er sú að vegir eru mjög viðkvæmir meðan frost fer úr jörðu. Þá er akstur bannaður á fjölmörgum hálendisvegum sem komnir eru upp úr snjó þar sem þeir verða að drullusvaði ef þeir eru eknir.

Stjórnarnefnd LSH fagnar

Stjórnarnefnd Landspítala - háskólasjúkrahúss fagnar því að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið hafi tekið af öll tvímæli um lögmæti stjórnskipulags spítalans. Þetta kemur fram í ályktun nefndarinnar sem send var fjölmiðlum rétt áðan.

Eldur í atvinnuhúsnæði í Kópavogi

Gríðarlegur hiti mætti reykköfurum slökkviliðsins þegar þeir héldu inn í atvinnuhúsnæði við Smiðjuveg í Kópavogi um hálffjögurleytið í nótt þar sem eldur logaði innst í húsnæðinu. Þá urðu sprengingar þegar málningarílát og lítill gaskútur sprungu en engan slökkviliðsmann sakaði og tókst þeim að slökkva eldinn þegar þeir komust loks að honum.

Tölvum stolið úr grunnskóla

Þjófur eða þjófar stálu sex nýjum fartölvum úr grunnskólanum á Patreksfirði um páskahelgina og varð þess vart í gær þegar skólastjórinn átti leið í skólann. Þjófarnir brutust inn um glugga og brutu síðan upp skáp þar sem tölvurnar voru í hleðslu og höfðu þær á brott með sér.

Ofurölvi undir stýri

Áfengismagn í blóði manns, sem tekinn var úr umferð á Akranesi í fyrrinótt, reyndist margfalt yfir því hámarki sem miðað er við þegar menn eru sviptir ökuréttindum vegna ölvunaraksturs og líklega eitthvert það mesta sem mælst hefur. Samkvæmt viðurkenndum áfengismæli var áfengismagn í blóði ökumannsins 3,25 en má ekki fara yfir 0,5 til þess að ökumenn séu sviptir réttindum.

Ómerkileg, óheiðarleg og staðlaus fullyrðing aðstoðarritstjóra

"Ég er reyndar enn með ónot yfir því að nokkur blaðamaður yfirleitt geti skrifað leiðara á borð við þann sem Jón Kaldal birti í Fréttablaðinu á laugardaginn var," segir Páll Magnússon fréttastjóri Stöðvar 2 í grein sem birtist í Fréttablaðinu og hér á Vísi í dag. Páll segir Jón Kaldal þverbrjóta siðareglur BÍ með því sem hann kallar ómerkilega, óheiðarlega og staðlausa fullyrðingu um vinnubrögð fréttamanna Stöðvar 2.

Ástandið í Palestínu skelfilegt

Þingmennirnir Guðrún Ögmundsdóttir og Þuríður Backman eru nýkomnar frá Palestínu, en þangað fór hópur þingmanna til þess að kynna sér aðstæður í landinu. Þær Guðrún og Þuríður ræddu um förina í Íslandi í bítið í morgun og sögðu þær báðar að ástandið væri miklu verra í landinu en greint væri frá í fjölmiðlum.

Eru forviða á meðferð gagna

Þjóðþekktir menn, sem nafngreindir eru í gögnum frá sýslumanninum í Reykjavík sem fundust á bak við skrifstofur hans í Skógarhlíð, eru forviða á að skjölin skuli ekki vera betur geymd en raun ber vitni.

Eldsupptök í Kópavogi enn óljós

Enn er óljóst um eldsupptök þegar mikill eldur kviknaði í iðnaðarhúsnæði við Skemmuveg í Kópavogi í nótt og slökkviliðsmenn þurftu að leggja sig í hættu við að ráða niðurlögum hans.

Segir ráðningu fjarstæðukennda

Fundur verður haldinn í Ríkisútvarpinu á morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá og með 1. apríl. Margrét Indriðadóttir, fyrrverandi fréttastjóri útvarpsins, segir ráðningu Auðuns Georgs fjarstæðukennda.

Vitorðsmenn ekki fundnir

Ekki hefur enn tekist að finna hugsanlega vitorðsmenn bandarískrar konu á sjötugsaldri sem úrskurðuð var í gæsluvarðhald til 1. apríl eftir að tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu um 800 grömm af kókaíni sem falin voru í hárkollu á höfði hennar. Að sögn Ásgeirs Karlssonar hjá fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík er málið enn í rannsókn og enginn hér á landi hefur verið handtekinn vegna þess.

Hafísinn færist fjær landi

Hafísinn, sem olli töluverðum usla út af Vestfjörðum fyrr í mánuðinum, heldur áfram að færast fjær landinu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni eru smájakar þó enn víða úti fyrir öllu Norðurlandi. Greiðfært er fyrir Horn en brýnt er fyrir sjófarendum að sýna aðgát þar sem jakar á víð og dreif gætu reynst þeim hættulegir.

Hunangsflugna vart á landinu

Veðurblíðan að undanförnu hefur víða kveikt nýtt líf í náttúrunni með fyrra fallinu, miðað við undanfarin ár, og sannast það ekki hvað síst á því að hunangsfluga sást í Einarslundi við Höfn í Hornafirði í fyrradag og önnur á Húsavík í gær.

Harður árekstur nærri lögreglustöð

Harður árekstur varð á mótum Laugavegar og Rauðarárstígs um klukkan hálftvö í dag. Þar rákust saman fólksbíll og jepplingur og skemmdust þeir það mikið að draga þurfti báða af slysstað. Annar ökumanna kenndi eymsla að sögn lögreglu og voru bráðaliðar því kallaðir á vettvang. Eins og sést á myndinni varð slysið alveg við lögreglustöðina á Hverfisgötu og því þurfti ekki að kalla lögreglu langt að.

Sýna myndir frá Palestínuför

Alþingismennirnir níu, sem komu til landsins í gær eftir tíu daga heimsókn til Palestínu og Ísraels, hafa boðað til blaðamannafundar í fyrramálið. Myndband og ljósmyndir úr ferðinni verða sýnd en meðal þeirra staða sem hópurinn heimsótti var borgin Ramallah á Vesturbakkanum, Betlehem og Gólanhæðir.

Eldsvoði að Smiðjuvegi

Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins barst tilkynning um mikinn eld í iðnaðarhúsnæði í Kópavogi í fyrrinótt. Logaði þar glatt á neðri hæð iðnaðarhúss að Smiðjuvegi 42 en þar geymdi byggingafyrirtæki vörulager sinn.

Nokkrar tilkynningar um innbrot

Lögreglunni í Reykjavík hefur verið tilkynnt um fjögur innbrot í dag. Hún segir að trúlega hafi innbrotin verið framin um helgina þótt tilkynningar um þau berist í dag. Að sögn lögreglunnar var brotist inn í bíla, íbúðarhús og fyrirtæki.

Mánuði fyrr á ferðinni

Skógarlingrósin er farin að taka við sér í Grasagarðinum. Þetta er óvenjulegt að sögn Evu G. Þorvaldsdóttur, forstöðumanns garðsins, þar sem áður fyrr var nánast hægt að stilla dagatalið eftir þessu blómi en það blómstraði alltaf 20. maí á hverju ári

Vorið kemur fyrr á hverju ári

"Við höfum tekið eftir því undanfarin fimm eða sex ár að vorkoman er alltaf fyrr á ferðinni," segir Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Hann segir aðeins farið að örla á brumi hjá sumum trjátegundum.

Stærsta hverfið í Úlfarsárdal

Hátt í 17 þúsund íbúðir verða byggðar í Reykjavík á árunum fram til 2024. Stærstu hverfin verða í Úlfarsárdal, Gufunesi og vestan Elliðaáa.

Rukkað fyrir hagsmunagæslu

Neytendasamtökunum hafa borist fjölmargar kvartanir yfir framgangi fasteignasala við innheimtu umsýslugjalda. Hafa samtökin nú sent erindi til Samkeppnisstofnunar og óskað eftir að viðskiptahættir fasteignasala í þessu sambandi verði skoðaðir.

Veggjald um Hvalfjörð lækkað

Veggjald í Hvalfjarðargöngin verður lækkað nú um mánaðamótin. Líklegt er að lægsta afsláttargjald fari niður undir 300 krónur fyrir hverja ferð en að gjald fyrir staka ferð verði óbreytt, þúsund krónur.

Betri heimtur

Um 290 milljónir voru í innheimtu lögfræðinga vegna ógreiddra afnotagjalda af Ríkisútvarpinu á áramótum. Bjarni Pétur Magnússon, deildarstjóri afnotadeildar Ríkisútvarpsins, segir verulegan árangur hafa náðst við innheimtu afnotagjaldanna, því árinu áður milljónirnar verið 316.

Með verkfall að vopni

Starfsgreinasambandið ætlar ekki að standa eitt að stöðugeikanum, segir Kristján Gunnarsson formaður sambandsins. Kraftaverk þurfi að gerast svo forsendur kjarasamnings félaga Starfsgreinasambandsins haldist.

Sjá næstu 50 fréttir