Innlent

Flugstöðin í Hong Kong sú besta

Flugstöðin í Hong Kong er sú besta í heimi samkvæmt könnun sem framkvæmd var á vegum Airport Council International árið 2004. Flugstöðin Seoul Incheon lenti í öðru sæti og flugstöðin í Singapore í því þriðja. Flugstöð Leifs Eiríkssonar lenti í þriðja sæti í flokki flugstöðva undir fimm milljónum í könnuninni sem gerð var á 48 flugvöllum um allan heim. Farþegar svöruðu spurningum um hina ýmsu þjónustuþætti í byggingunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×