Innlent

Styrkur fyrir átta námsstefnur

Stofnun Sigurðar Nordals hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Norræna menningarsjóðnum til að halda átta námsstefnur í Norræna húsinu um áhrif alþjóðavæðingar á menningu. Þar verður fjallað um hvernig viðhorf til tungumála, bókmennta, sögu og trúarbragða hafa breyst á undanförnum áratugum með auknum fólksflutningum á milli landa og fjallað um miðlun mennningarstarfs, fjölmiðla og fjármögnun menningarstarfs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×