Innlent

Hættuleg gatnamót

"Þarna hafa þegar orðið árekstrar og mitt mat er að grípa þurfi til aðgerða sem fyrst," segir Kjartan Benediktsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu. Kjartan er þar að vísa til hættulegra gatnamóta á mótum Dalvegar og Hlíðarhjalla í Kópavogi en háar girðingar á einkalóðum beggja vegna Hlíðarhjallans byrgja ökumönnum alla sýn og skapa hættu að hans mati. "Ökumenn sem koma niður Hlíðarhjallann þurfa að fara verulega fram á Dalveginn til að sjá aðvífandi umferð og þar sem umferð þarna er bæði þung og hröð tel ég brýnt að bæta úr þessu sem fyrst." Árekstar hafa orðið nokkrir á þessum stað og hefur beiðni Kjartans verið tekin fyrir hjá bæjarráði. Hún liggur nú hjá umferðarnefnd bæjarins til umsagnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×