Fleiri fréttir

Gæti lokað Grímsey af

Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ísbreiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga.

Þriggja mánaða fangelsi

Maður var dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innbrot og þjófnað og enn fremur brot á vopna- og fíkniefnalögum en viðkomandi á að baki langan brotaferil. Þóttu því ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna.

Dæmdur fyrir 30 brot

Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum.

Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi

Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis.

Háskólinn mun sprengja vegakerfið

Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ.

Deilt um fyrirkomulag RÚV

Sjálfstæðismenn vildu gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi en Framsóknarflokkurinn var ófáanlegur til þess. Sæst var á að stofnunin yrði gerð að sameignarfélagi. Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sérlög ofar almennum lögum. </font /></b />

Flogið með forsetanum

Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heimsókn um miðjan maí.

Slökkvilið berst við sinubruna

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna mikils sinubruna við Sjávargrund í Garðabæ um klukkan 8 í gærkvöld. Þarna var að sögn mikill eldur og tók slökkvistarf hálfa aðra klukkustund. Ólíkt flestum sinueldum, sem taldir eru runnir undan rifjum krakka og unglinga, telur Hafnarfjarðarlögregla að eldri menn hafi verið að verki í þetta sinn.

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

Íslendingar standa næstfremstir allra þjóða í nýtingu á nýrri tækni í upplýsinga- og samskiptaiðnaði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem nær til 104 landa. Singapúr er í efsta sæti listans. Framfarir Íslendinga eru miklar því að í fyrra skipuðu þeir tíunda sæti listans.

Meirihlutinn sprunginn á Blönduósi

Meirihlutasamstarfi H-lista vinstri manna og óháðra og bæjarmálafélagsins Hnjúka, Á-lista, í bæjarstjórn Blönduósbæjar hefur verið slitið. Í tilkynningu sem H-listamenn sendu frá sér í gær er ástæðan sögð trúnaðarbrestur vegna framgöngu formanns bæjarráðs, Valdimars Guðmannssonar, sem situr í bæjarráði fyrir hönd Á-lista en trúnaðarbresturinn ku tengjast byggingu þjónustuhúss við tjaldsvæðið á Blönduósi.

Olíuskip frestar för vegna hafíss

Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Breska olíuskipið Cield D Bafin þurfti að fresta för frá Akureyri í gær vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land. Gunnar Arason yfirhafnsögumaður segir að líklega muni skipstjórinn reyna að sigla á brott í nótt í von um að ná siglingaleiðinni austur fyrir land í björtu.

Fundu barnaklám í áhlaupi

Barnakláms var leitað í sjö húsum í gær í samræmdum aðgerðum lögregluembætta í Reykjavík, í Kópavogi og á Akureyri. Þrír menn voru handteknir. Böndin bárust til Íslands við rannsókn finnsku lögreglunnar á barnaklámsmáli þar í landi.

Hafísinn enn til trafala

Enn veldur hafísinn usla á Norðurlandi. Olíuskip þurfti að fresta för frá Akureyri vegna slæms skyggnis og íslaga á siglingaleiðinni austur fyrir land.

Meirihlutinn springur í annað sinn

Meirihlutinn í bæjarstjórn Blönduóss er sprunginn. Þetta er í annað sinn á kjörtímabilinu sem mynda þarf nýjan meirihluta.

Meiri fjölgun en tvö ár á undan

Íslendingum fjölgaði um eitt prósent á síðasta ári og voru 293.577 talsins 1. desember í fyrra. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands er þetta talsvert meiri fjölgun en árin tvö þar á undan og má einkum rekja hana til vaxandi flutninga til landsins.

Stolnum skóm dreift við leikskóla

Skór lágu á víð og dreif við leikskólann Stakkaborg í Reykjavík í morgun. Höfðu óprúttnir menn brotist inn í bíl, stolið þaðan skóm og dreift þeim á lóðina.

Leita aftur ríkisborgararéttar

Japönsk stjórnvöld útilokuðu í gær að Bobby Fischer, skákmeistari, fengi að fara til Íslands. Vinir Fischers reyna enn að fá allsherjarnefnd Alþingis til að mæla með að honum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur.

Hafi veist að heiðri fréttamanna

Formaður Félags fréttamanna segir að Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri hafi veist að starfsheiðri fréttamanna Ríkisútvarpsins í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær.

Segir EES-útboð hafa verið nauðsyn

Ríkiskaupum bar að bjóða endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi út á Evrópsska efnahagssvæðinu og með því sparast rúmar sjö milljónir króna. Samningurinn við pólsku skipasmíðastöðina er bindandi og verður ekki rift án greiðslu skaðabóta, að sögn yfirlögfræðings Ríkiskaupa.

Vonsvikin með ákvörðun Ríkiskaupa

Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með ákvörðun Ríkiskaupa um að hafna tilboði Slippstöðvarinnar í viðgerðir á Ægi og Tý og taka pólsku tilboði, í tilkynningu sem samtökin hafa sent frá sér.

Mikil áhugi á Lambaselslóðum

Þrjátíu lóðir við Lambasel verða auglýstar til umsóknar um næstu helgi. Umsóknarfrestur er til 7. apríl. Framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar hefur þegar borist fjöldi fyrirspurna um lóðirnar en dregið verður úr innsendum umsóknum hjá sýslumanninum í Reykjavík og fá umsækjendur svokallað valnúmer í sömu röð og umsóknir þeirra verða dregnar út.

Færri veik börn til útlanda

Ferðum barna frá Íslandi í læknismeðferðir erlendis hefur fækkað á síðastliðnum fimm árum. Þetta kom fram í skriflegu svari Jóns Kristjánssonar, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur sem lagt var fram á Alþingi í gær.

Herbalife-salar á alheimsráðstefnu

Aldarfjórðungs afmæli Herbalife verður fagnað á alheimsráðstefnu í Atlanta í Bandaríkjunum um miðjan apríl. Fjöldi íslenskra Herbalife-sala ætlar utan. Elton John spilar fyrir ráðstefnugesti. </font /></b />

Jafnræði kynjanna í Mjóafirði

Karlar og konur eru jafn mörg í Mjóafjarðarhreppi fyrir austan. Í hreppnum búa 38 manns, nítján karlar og nítján konur. Er með ólíkindum að kynjaskiptingin í heilu sveitarfélagi sé hnífjöfn, jafnvel þó sveitarfélagið sé fámennt.

Vilja allar þjóðleiðir á láglendi

Þrír þingmenn Frjálslynda flokksins lögðu fram þingsályktunartillögu á Alþingi í dag um að allar helstu leiðir á þjóðvegi 1, Vestfjörðum og norðausturhorni landsins verði á láglendi, eða undir 200 metra hæð yfir sjó. Lagt er til að Vegagerðinni skuli falið að vinna tillögur þessa efnis.

Bíldudalslögin hrönnuðust inn

Fjöldi laga barst í lagasamkeppni Bíldudals grænna, sumarhátíðar Bílddælinga. Dómnefnd kemur saman í dag og hlustar á lögin.

Hundrað þúsund bækur seldust

Slegið er á að um eitt hundrað þúsund eintök af bókum og blöðum hafi selst á nýafstöðnum bókamarkaði Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni.

Dagskrárstjórn hjá starfsmönnum

"Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV.

Ók á Porsche upp á Skjaldbreið

Porsche-sportbíl var ekið upp á fjallið Skaldbreið í dag. Ökumaðurinn var Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna. Eftir því sem næst verður komist er þetta í fyrsta sinn sem fólksbíl er ekið upp á tind Skjaldbreiðar, sem er 1060 metra hár.

Bráðveikt fólk á biðlistum

Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjartaþræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. Yfir 200 manns eru á biðlista og biðin eftir þræðingu getur numið allt að fjórum mánuðum. </font /></b />

Olíufélögin fá undanþágu

Samkeppnisráð hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu til að skipta upp tíu samreknum bensínstöðvum á milli sín. Uppskiptingunni þarf að vera lokið fyrir 1. maí 2005.

Verktakar missa af hagnaðinum

Þrátt fyrir hækkun íbúðaverðs sýna fyrirtæki í byggingariðnaði mun minni hagnað en fyrirtæki í öðrum greinum, að mati Samtaka Iðnaðarins. Sveitarfélög, fjármálastofnanir, ríki, fasteignasalar og fasteignaheildsalar hirða bróðurpartinn af þeirri hækkun sem hefur orðið á verði íbúða.

Fá mun meira úr sjóði en greitt er

Vestfirðir, Norðurland og Austurland fá um helmingi meira úr flutningsjöfnunarsjóði olíuvara en þessir landshlutar greiða í hann og hafa þeir því mest gagn af honum. Þetta kom fram í skriflegu svari Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðarráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar á Alþingi í gær.

Slippstöðin féll á staðlavottun

Tilboð Slippstöðarinnar á Akureyri í endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý, var metið þriðja hæsta tilboðið. Slippstöðin var metin jöfn pólska fyrirtækinu Morska, sem var hlutskarpast, í reynslu. Þá var Slippstöðin metin tveimur stigum neðar en Morska í verði.

Siglingaleiðir enn varasamar

Siglingaleiðir fyrir norðan land eru enn varasamar sökum hafíss. Leiðin um Horn er illfær en þar er ísinn mjög þéttur. Búist er við að litlar breytingar verði á legu íssins næsta sólarhringinn.

Kosið á morgun

Á morgun munu starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands kjósa sér rektor í seinni umferð rektorskosninga. Fyrri umferð kosninganna var fyrir viku síðan og urðu Ágúst Einarsson og Kristín Ingólfsdóttir mest fylgi.

Engin sameining

Oddviti Kjósarhrepps hefur lagt til við nefnd um sameiningu sveitarfélaga, að hætt verði við áform um sameiningu Kjósarhrepps og Reykjavíkurborgar.

Nefskattur til RÚV eftir þrjú ár

Eftir tæp þrjú ár munu allir landsmenn, sextán ára til sjötugs, greiða 13.500 krónur árlega til Ríkisútvarpsins í stað afnotagjalda, samkvæmt nýju frumvarpi um Ríkisútvarpið.

Vegir bættir í Svínahrauni

Framkvæmdir eru hafnar í Svínahrauni þar sem leggja á nýjan veg og breikka hluta hringvegarins. Verklok eru áætluð síðar á árinu en markmiðið er að auka öryggi vegfarenda.

Auðun hafði engin mannaforráð

Auðun Georg Ólafsson, nýr fréttastjóri Ríkisútvarpsins, var ráðinn vegna reynslu sinnar af rekstri og stjórnun, að því er útvarpsstjóri segir. Auðun Georg hafði þó engin mannaforráð í fyrra starfi sínu heldur samræmdi sölustarf umboðsmanna Marel í Suðaustur-Asíu. </font /></b />

Um umsækjendurna

<strong>Úr upplýsingum um umsækjendur sem Útvarpsráð byggði ákvörðun sína á.</strong>

Gerðu þrettán tölvur upptækar

Þrettán tölvur sem innihalda barnaklám voru teknar í leit í húsum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri í gær. Lögregluembættin samræmdu aðgerðir sínar og hófu leit á sama tíma en upplýsingar þessa efnis höfðu borist frá finnsku lögreglunni í lok febrúar.

Ofvirknilyf meðal söluhæstu lyfja

Geðlyf sem aðallega er gefið börnum er meðal söluhæstu lyfja síðasta árs. Áttatíu prósenta aukning varð á notkun lyfsins milli ára og eru engin fordæmi fyrir slíku.

Utanríkisráðherra taki af skarið

Utanríkisráðherra þarf að taka af skarið í máli Fischers og ræða við japönsk og bandarísk stjórnvöld og finna lausn, segir fulltrúi Samfylkingarinnar í allsherjarnefnd. Japönsk stjórnvöld hafa kveðið upp úr með að Fischer verði ekki fluttur til Íslands því hann hafi bandarískt ríkisfang.

Telur fólk geta orðið 1000 ára

Mun fólk geta orðið þúsund ára? Erfðafræðingur við Cambridge-háskóla fullyrðir að rannsóknir á stofnfrumum geri slíkt kleift. Hann nær þó ekki að sannfæra þá sem stunda slíkar rannsóknir hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir