Deilt um fyrirkomulag RÚV 16. mars 2005 00:01 Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignarfélagi. Fram hefur komið gagnrýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisútvarpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sameignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkisfyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. "Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sannfærð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstrarumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við," segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrirkomulagið segist hún skilja vel athugasemdir lögfræðinga. "Sérlög ganga hins vegar framar almennum lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sameignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sameign íslensku þjóðarinnar," segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: "RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkisútvarpið." Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sameignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. "Ríkisútvarpið fær með breytingunum tækifæri til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið," segir hún.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira