Sveigjanleg meðferð á nýjum Teigi 16. mars 2005 00:01 Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. "Meðan deildin var rekin á Teigi var boðið upp á fastan meðferðarpakka," sagði hann. "Nú er fyrirhugað að hafa meiri sveigjanleika í meðferðinni og sníða hana betur að þörfum hvers sjúklings. Fólk getur komið mislengi inn í meðferðina og nýtt sér mismikið af úrræðum. Þeim sem það hentar geta notað öll úrræðin og er þá heildarmeðferðartíminn frá morgni til klukkan tvö á daginn í sex vikur. Aðrir geta verið skemur á daginn og þurfa ekki endilega að taka sex vikna meðferð. Öllum er svo boðið upp á vikulegan stuðningshóp í tólf vikur eftir dagmeðferð. Þetta fer allt eftir því hvað hentar hverjum og einum." Bjarni sagði að þá hefði meðferðaráherslum verið breytt, meðferðin væri nú byggð meira á sálfræðilegum grunni, því sem kallað væri hugræn atferlismeðferð. Sú nálgun hefur ekki verið notuð hér á landi áður við meðhöndlun fíknivandamála og mætti nefna að sálfræðingar sæju nú um hópmeðferðarúrræði á hinum nýja Teigi. @.mfyr: Góður árangur @megin:Spurður um hvort 12 spora meðferðin væri ekki lengur notuð, sagði Bjarni að slík vinna væri ekki lengur inni á Teigi. Hins vegar væri lögð áhersla á að hvetja fólk til að ganga í AA-samtökin, þar sem unnið væri í anda 12 spora kerfisins. "Það hefur sýnt sig í rannsóknum að þær aðferðir sem við notum nú á Teigi hafa borið góðan árangur. Þá hafa þær virkað vel hjá fólki sem er með aðrar geðraskanir, en það er sá hópur sem við höfum mestar skyldur gagnvart. Loks er rekin öflug hópmeðferð við öðrum geðröskunum svo sem kvíða, félagsfælni og þunglyndi hér á spítalanum og það er viss kostur að geta notað sama meðferðarmódel gegn áfengissýki og öðrum sjúkdómum." Bjarni sagði að 30 manns gætu nú verið í fullri meðferð á Teigi á hverjum tíma. Nýir sjúklingar væru teknir inn hálfsmánaðarlega, tíu í senn. Síðan væri fyrirséð að mun fleiri gætu komið inn í einstök úrræði. Þau væru til að mynda fólgin í þematengdri hópvinnu, svo sem sjálfstyrkingu, fræðslu og fyrirlestrum. Einnig eru kynjaskiptir hópar svo sem almennt tíðkast í fíknimeðferð í heiminum. Allir sem eru í meðferð hafa sinn eigin ráðgjafa sem heldur utan um mál þeirra. @.mfyr:Á gömlum grunni @megin:Meðferðardeildin Teigur stendur á gömlum grunni. Hún var upphaflega opnuð á Vífilsstöðum sem legudeild fyrir áfengissjúka árið 1976. Síðan var hún flutt á Flókagötuna árið1995 og eftir það starfrækt sem dagdeild sem bauð upp á fastan meðferðarpakka. Sjúklingar komu að morgni en fóru heim til sín síðdegis. Hugsunin á bak við það var sú að endurhæfa fólk í sínu eiginlega umhverfi. Talið var mikilvægt að bjóða fólki upp á þann kost, þar sem það gæti jafnframt meðferðinni fengist við allar kveikjurnar að áfengisneyslunni og áreitið úti í samfélaginu. Í nýju húsnæði, sem tekið var í notkun nú í vikunni, er boðið upp á dagdeildarþjónustuna, en með breyttum áherslum. Fjölmennasti hópurinn er á bilinu 30-40 ára, að sögn Bjarna, en annars eru sjúklingarnir á öllum aldri frá 18 ára. "Við sjáum fyrir okkur að allur samrekstur verði auðveldari nú eftir að Teigur er kominn undir sama þak í spítalabyggingunni," sagði Bjarni. "Við erum með þrjár einingar, göngudeild, innlagnardeild og dagdeild. Þetta býður upp á mun meiri teymisvinnu, samnýtingu á úrræðum og starfsfólki, þannig að þetta gerir einstaklingsmiðaða meðferð á Teigi mögulega. Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Áfengismeðferð á Teigi verður breytt með flutningi dagdeildarinnar frá Flókagötu inn í geðdeildarbyggingu Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Teigur hefur þegar verið opnaður í hinu nýja húsnæði og verður nú boðið upp á sveigjanlega meðferð, að sögn Bjarna Össurarsonar yfirlæknis. "Meðan deildin var rekin á Teigi var boðið upp á fastan meðferðarpakka," sagði hann. "Nú er fyrirhugað að hafa meiri sveigjanleika í meðferðinni og sníða hana betur að þörfum hvers sjúklings. Fólk getur komið mislengi inn í meðferðina og nýtt sér mismikið af úrræðum. Þeim sem það hentar geta notað öll úrræðin og er þá heildarmeðferðartíminn frá morgni til klukkan tvö á daginn í sex vikur. Aðrir geta verið skemur á daginn og þurfa ekki endilega að taka sex vikna meðferð. Öllum er svo boðið upp á vikulegan stuðningshóp í tólf vikur eftir dagmeðferð. Þetta fer allt eftir því hvað hentar hverjum og einum." Bjarni sagði að þá hefði meðferðaráherslum verið breytt, meðferðin væri nú byggð meira á sálfræðilegum grunni, því sem kallað væri hugræn atferlismeðferð. Sú nálgun hefur ekki verið notuð hér á landi áður við meðhöndlun fíknivandamála og mætti nefna að sálfræðingar sæju nú um hópmeðferðarúrræði á hinum nýja Teigi. @.mfyr: Góður árangur @megin:Spurður um hvort 12 spora meðferðin væri ekki lengur notuð, sagði Bjarni að slík vinna væri ekki lengur inni á Teigi. Hins vegar væri lögð áhersla á að hvetja fólk til að ganga í AA-samtökin, þar sem unnið væri í anda 12 spora kerfisins. "Það hefur sýnt sig í rannsóknum að þær aðferðir sem við notum nú á Teigi hafa borið góðan árangur. Þá hafa þær virkað vel hjá fólki sem er með aðrar geðraskanir, en það er sá hópur sem við höfum mestar skyldur gagnvart. Loks er rekin öflug hópmeðferð við öðrum geðröskunum svo sem kvíða, félagsfælni og þunglyndi hér á spítalanum og það er viss kostur að geta notað sama meðferðarmódel gegn áfengissýki og öðrum sjúkdómum." Bjarni sagði að 30 manns gætu nú verið í fullri meðferð á Teigi á hverjum tíma. Nýir sjúklingar væru teknir inn hálfsmánaðarlega, tíu í senn. Síðan væri fyrirséð að mun fleiri gætu komið inn í einstök úrræði. Þau væru til að mynda fólgin í þematengdri hópvinnu, svo sem sjálfstyrkingu, fræðslu og fyrirlestrum. Einnig eru kynjaskiptir hópar svo sem almennt tíðkast í fíknimeðferð í heiminum. Allir sem eru í meðferð hafa sinn eigin ráðgjafa sem heldur utan um mál þeirra. @.mfyr:Á gömlum grunni @megin:Meðferðardeildin Teigur stendur á gömlum grunni. Hún var upphaflega opnuð á Vífilsstöðum sem legudeild fyrir áfengissjúka árið 1976. Síðan var hún flutt á Flókagötuna árið1995 og eftir það starfrækt sem dagdeild sem bauð upp á fastan meðferðarpakka. Sjúklingar komu að morgni en fóru heim til sín síðdegis. Hugsunin á bak við það var sú að endurhæfa fólk í sínu eiginlega umhverfi. Talið var mikilvægt að bjóða fólki upp á þann kost, þar sem það gæti jafnframt meðferðinni fengist við allar kveikjurnar að áfengisneyslunni og áreitið úti í samfélaginu. Í nýju húsnæði, sem tekið var í notkun nú í vikunni, er boðið upp á dagdeildarþjónustuna, en með breyttum áherslum. Fjölmennasti hópurinn er á bilinu 30-40 ára, að sögn Bjarna, en annars eru sjúklingarnir á öllum aldri frá 18 ára. "Við sjáum fyrir okkur að allur samrekstur verði auðveldari nú eftir að Teigur er kominn undir sama þak í spítalabyggingunni," sagði Bjarni. "Við erum með þrjár einingar, göngudeild, innlagnardeild og dagdeild. Þetta býður upp á mun meiri teymisvinnu, samnýtingu á úrræðum og starfsfólki, þannig að þetta gerir einstaklingsmiðaða meðferð á Teigi mögulega.
Fréttir Innlent Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira