Fleiri fréttir Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. 15.3.2005 00:01 Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir Tekjur Ríkisútvarpsins aukast um 400 milljónir á ári með nýjum nefskatti sem koma á í stað afnotagjalda samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Það er 1.360 krónur á einstakling sextán ára og eldri á mánuði og rúmar fimm þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. </font /></b /> 15.3.2005 00:01 Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. 15.3.2005 00:01 Hlutverk RÚV endurskilgreint Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið skilgreint og útvarp í almannaþágu er meðal annars sagt fela í sér eftirfarandi: 15.3.2005 00:01 Uppsögn EES-samningsins skoðuð Kostnaður Íslendinga við þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu nemur allt að tveimur milljörðum á ári. Evrópustefnunefnd Alþingis fjallar á næstunni um hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. </font /></b /> 15.3.2005 00:01 Ekki glóra í orðum Markúsar Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið. 15.3.2005 00:01 Mótmæla handtöku ferðamanns Við viljum einfaldlega sýna lögreglunni að það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með fólk," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Hún tilheyrir hópi fólks sem ætlar að mæta fyrir framan Alþingishúsið í dag til þess að mótmæla háttsemi lögreglunnar við handtöku ítalska ferðamannsins Luigis Spositos. 15.3.2005 00:01 Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. 15.3.2005 00:01 Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. 15.3.2005 00:01 Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. 15.3.2005 00:01 Umferðartafir vegna tónleika Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum. 14.3.2005 00:01 Ræðir við Markús um ráðningu Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs. 14.3.2005 00:01 Vilja ekki rífa hús við Laugaveg Vinstri - grænir í Reykjavík hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að hugmyndir um að rífa hús við Laugaveg verði endurskoðaðar. Á félagsfundi á laugardag var samþykkt ályktun þar sem kemur m.a. fram að ýmis húsanna sem standi til að rífa hafi varðveislu- og menningarsögulegt gildi. 14.3.2005 00:01 Miltisbrandssýkta svæðið enn ógirt Enn er ekki búið að reisa girðingu um svæðið í Vatnsleysustrandarhreppi þar sem hross sýktust af miltisbrandi í desember í fyrra. 14.3.2005 00:01 Hafísinn færist nær landi Hafísinn fyrir norðanverðu landinu færist nær og er nú m.a. kominn inn í Skagafjörð og Húnaflóa. Íbúar við ströndina taka honum ekki fagnandi. 14.3.2005 00:01 Engin lausn í fréttastjóramáli Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. 14.3.2005 00:01 Domingo í skýjunum með tónleika Á fimmta þúsund manna hlýddu á stórsöngvarana Placido Domingo og Önu Mariu Martinez á tónleikum þeirra í Egilshöll í gærkvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir Domingo hafa verið í skýjunum yfir móttökum Íslendinga. 14.3.2005 00:01 Rann í hálku en fær ekki bætur Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði. 14.3.2005 00:01 Semja við ríkið Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið. 14.3.2005 00:01 Viðgerðir fari fram hér á landi Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu. 14.3.2005 00:01 Fundaði með norrænum starfsbræðum Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 14.3.2005 00:01 Hafa samþykkt frumvarp um RÚV Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði frá þessu nú áðan í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Ríkisútvarpsins. Sagðist Þorgerður Katrín vona að frumvarpið yrði tekið til fyrstu umræðu á Alþingi síðar í þessari viku. 14.3.2005 00:01 Átta slys á vélsleðum í vetur Einn hefur látist og að minnsta kosti sjö hafa slasast í vélsleðaslysum síðan 20. desember síðast liðinn að sögn Kjartans Benediktssonar sem starfar í Slysavarnasviði Landsbjargar. Sá yngsti sem slasaðist er sjö ára gamall en hann sat framan á sleða og klemmdist milli ökumanns og sleða við árekstur. 14.3.2005 00:01 Árs fangelsi fyrir mörg innbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir að stela lyfjum, matvöru, bókum og armbandsúrum í fjölmörgum innbrotum og fyrir að stinga af frá ógreiddum reikningi í leigubíl. Maðurinn hefur frá árinu 1995 gengist undir tvær sáttir vegna fíkniefnabrota og hlotið tíu dóma vegna fíkniefna- og hegningarlagabrota, aðallega þjófnaðarbrota. 14.3.2005 00:01 Börnum með átröskun fjölgar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b /> 14.3.2005 00:01 Löggan bíður Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík hefur að undanförnu kannað ólöglega starfsmenn hjá verktakafyrirtækjum í samstarfi við fulltrúa Ríkislögreglustjórans auk þess sem fyrirhuguð er sams konar rannsókn úti á landi. 14.3.2005 00:01 Nemendur streyma í blikkið Nemendum fjölgar í iðn- og tæknigreinum. Líka í málmiðnaði. Svo hefur þó ekki verið síðustu ár. Þetta fólk á eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir útlendingum. </font /></b /> 14.3.2005 00:01 Davíð í Kaupmannahöfn Davíð Oddsson utanríkisráðherra var í gær á fundi með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn. 14.3.2005 00:01 Gæslan sótti slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur. 14.3.2005 00:01 Fá undanþágu til uppskiptingar Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi. 14.3.2005 00:01 Engin umboðslaun vegna varðskipa Atlas Ísaga hf., sem hefur einkaumboð fyrir pólsku skipasmíðastöðina Morska hér á landi, aðstoðaði fyrirtækið ekki við útboðsgögn. en í þetta skiptið fóru útboðsgögn ekki utan með milligöngu umboðsins og fær íslenska fyrirtækið því ekki umboðslaun. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Atlas segir það mjög óvanalegt. 14.3.2005 00:01 Ósáttir við skilmála Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi. 14.3.2005 00:01 Íslenskt var í raun ódýrara Viðgerð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Morska fyrir fjórum árum, hefði í raun verið ódýrari hér heima. Ríkiskaup vanmat kostnað við siglingu skipanna til Póllands um 7,2 milljónir. 14.3.2005 00:01 Breyta Gauknum í íþróttafélag Þeir mættu gera leit hjá íþróttafélugunum sem halda böll fyrir þrjú til fjögur þúsund manns og svo fer bókhaldið beint í skókassa," sagði Sigurður Hólm Jóhannsson eigandi veitingahússins Gaukur á stöng. Hann sagði að íþróttafélögin borguðu 5000 krónur fyrir leyfið til að halda stóra dansleiki, borguðu engan virðisaukaskatt og þyrftu ekki að gera grein fyrir því hver sæji um öryggigæsluna. </font /> 14.3.2005 00:01 Íbúð stórskemmdist í bruna Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font /> 14.3.2005 00:01 Hafís nær landi á Ströndum Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. 14.3.2005 00:01 Segir ráðningaraðferðir úreltar Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun. 14.3.2005 00:01 Bjartsýnn þrátt fyrir slys Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Magnús Árni Hallgrímsson, dvelur nú á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa misst vinstri fótinn fyrir neðan hné í slysi um borð í togara í síðustu viku. Þrátt fyrir slysið er Magnús Árni bjartsýnn og gerir ráð fyrir að geta lifað eðlilegu lífi með aðstoð gervifótar. 14.3.2005 00:01 Lyfjakostnaður gæti verið lægri Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára. 14.3.2005 00:01 Ungliðahreyfingar áhrifalitlar "Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til," sagði Hallgrímur Helgason m.a. í erindi sem hann flutti á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna um helgina. 14.3.2005 00:01 Gert verði við varðskip hér heima Samtök iðnaðarins lýsa miklum vonbrigðum yfir að enn skuli gengið fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum og samið við stöð í Póllandi vegna viðgerða á varðskipunum Landhelgisgæslunnar. Skorað er á ráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að viðgerðir varðskipanna fari fram hér á landi. 14.3.2005 00:01 Domingo ánægður með tónleikana Stórsöngvarinn Placido Domingo er ánægður með tónleikana sem fram fóru í Egilshöll í gærkvöldi. Þar tók þessi mikli söngvari lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, <em>Ég bið að heilsa</em>. 14.3.2005 00:01 Frumvarp um RÚV lagt fram í dag Mikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. 14.3.2005 00:01 Segjast ekki vinna með Auðuni Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna. 14.3.2005 00:01 Vonast eftir enn meiri hræringum "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. 14.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Rannsakar fjársvik á Ebay "Þarna er aðeins um eitt mál að ræða sem komið hefur til okkar kasta en við viljum benda almenningi á að fara varlega í öll slík kaup," segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Yfir stendur rannsókn hjá embættinu á fjársvikamáli sem á rætur að rekja til uppboðsvefsins Ebay. 15.3.2005 00:01
Tekjur RÚV aukast um 400 milljónir Tekjur Ríkisútvarpsins aukast um 400 milljónir á ári með nýjum nefskatti sem koma á í stað afnotagjalda samkvæmt nýju frumvarpi menntamálaráðherra. Það er 1.360 krónur á einstakling sextán ára og eldri á mánuði og rúmar fimm þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. </font /></b /> 15.3.2005 00:01
Meirihlutaviðræður í kvöld "Ég á fulla von á að mér verði veitt umboð á fundinum til að mynda meirihluta fyrir hönd fulltrúa sjálfstæðismanna," sagði Ágúst Þór Bragason, bæjarfulltrúi á Blönduósi. Í gærkvöldi fór fram fundur sjálfstæðismanna um myndun nýs meirihluta á Blönduósi en stefnt er að viðræðum í kvöld við H-lista vinstri manna og óháðra. 15.3.2005 00:01
Hlutverk RÚV endurskilgreint Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið skilgreint og útvarp í almannaþágu er meðal annars sagt fela í sér eftirfarandi: 15.3.2005 00:01
Uppsögn EES-samningsins skoðuð Kostnaður Íslendinga við þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu nemur allt að tveimur milljörðum á ári. Evrópustefnunefnd Alþingis fjallar á næstunni um hugmyndir um uppsögn EES-samningsins. </font /></b /> 15.3.2005 00:01
Ekki glóra í orðum Markúsar Formaður Félags fréttamanna á RÚV segist ekki geta séð hvernig Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri og fréttamenn Útvarps eigi að geta unnið saman eftir það sem á undan sé gengið. 15.3.2005 00:01
Mótmæla handtöku ferðamanns Við viljum einfaldlega sýna lögreglunni að það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með fólk," segir Þuríður Helga Kristjánsdóttir. Hún tilheyrir hópi fólks sem ætlar að mæta fyrir framan Alþingishúsið í dag til þess að mótmæla háttsemi lögreglunnar við handtöku ítalska ferðamannsins Luigis Spositos. 15.3.2005 00:01
Starfsmenn sjá um dagskrárstjórn "Það verður enginn einn sem sinnir þessu starfi til að byrja með, heldur starfsmenn á viðkomandi stöðvum," sagði Dóra Ingvadóttir framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins, spurð um hver gegndi nú starfi dagskrárstjóra Rásar 2 og svæðisstöðva RÚV. 15.3.2005 00:01
Leggja fé í menningu Stjórnvöld leggja 111 milljónir króna til menningarmála á Austurlandi næstu þrjú árin samkvæmt samningi sem undirritaður var í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra undirritaði samninginn fyrir hönd ríkisins og Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi, fyrir hönd þrettán sveitarfélaga. 15.3.2005 00:01
Varla fært fyrir Horn Varað er við siglingaleiðinni um Horn. Þéttur ís liggur upp að ströndinni og er það álit skipstjóra, Landhelgisgæslu og Veðurstofu Íslands að leiðin sé ófær. Þór Jakobsson veðurfræðingur sagði þéttleika íssins við Horn vera um fimm áttundu hlutar, sem þýðir að meira en helmingur sjávarflatarins er þakinn ís. 15.3.2005 00:01
Umferðartafir vegna tónleika Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum. 14.3.2005 00:01
Ræðir við Markús um ráðningu Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs. 14.3.2005 00:01
Vilja ekki rífa hús við Laugaveg Vinstri - grænir í Reykjavík hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að hugmyndir um að rífa hús við Laugaveg verði endurskoðaðar. Á félagsfundi á laugardag var samþykkt ályktun þar sem kemur m.a. fram að ýmis húsanna sem standi til að rífa hafi varðveislu- og menningarsögulegt gildi. 14.3.2005 00:01
Miltisbrandssýkta svæðið enn ógirt Enn er ekki búið að reisa girðingu um svæðið í Vatnsleysustrandarhreppi þar sem hross sýktust af miltisbrandi í desember í fyrra. 14.3.2005 00:01
Hafísinn færist nær landi Hafísinn fyrir norðanverðu landinu færist nær og er nú m.a. kominn inn í Skagafjörð og Húnaflóa. Íbúar við ströndina taka honum ekki fagnandi. 14.3.2005 00:01
Engin lausn í fréttastjóramáli Formaður Félags fréttamanna kom ekki sáttur af fundi útvarpsstjóra í morgun vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Hann segir enga lausn hafa fundist á málinu enn þá. 14.3.2005 00:01
Domingo í skýjunum með tónleika Á fimmta þúsund manna hlýddu á stórsöngvarana Placido Domingo og Önu Mariu Martinez á tónleikum þeirra í Egilshöll í gærkvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir Domingo hafa verið í skýjunum yfir móttökum Íslendinga. 14.3.2005 00:01
Rann í hálku en fær ekki bætur Kínverska kjötbollugerðin ehf., sem rak veitingahúsið Kaffi Nauthól í Nauthólsvík, var í dag sýknuð í Héraðsdómi Reykjavíkur af kröfum konu sem rann á trépalli utan við veitingastaðinn í desember árið 2002 og axlarbrotnaði. 14.3.2005 00:01
Semja við ríkið Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið. 14.3.2005 00:01
Viðgerðir fari fram hér á landi Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu. 14.3.2005 00:01
Fundaði með norrænum starfsbræðum Davíð Oddsson utanríkisráðherra sat í dag fund utanríkisráðherra hinna norrænu ríkja í Kaupmannahöfn. Á fundinum fjölluðu ráðherrarnir m.a. um framtíð Atlantshafstengslanna, náttúruhamfarirnar í Suðaustur-Asíu í desember síðastliðnum og viðbrögð við þeim, stöðu mála í Miðausturlöndum, Írak, Íran og hina svonefndu norðlægu vídd Evrópusambandins eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. 14.3.2005 00:01
Hafa samþykkt frumvarp um RÚV Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði frá þessu nú áðan í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Ríkisútvarpsins. Sagðist Þorgerður Katrín vona að frumvarpið yrði tekið til fyrstu umræðu á Alþingi síðar í þessari viku. 14.3.2005 00:01
Átta slys á vélsleðum í vetur Einn hefur látist og að minnsta kosti sjö hafa slasast í vélsleðaslysum síðan 20. desember síðast liðinn að sögn Kjartans Benediktssonar sem starfar í Slysavarnasviði Landsbjargar. Sá yngsti sem slasaðist er sjö ára gamall en hann sat framan á sleða og klemmdist milli ökumanns og sleða við árekstur. 14.3.2005 00:01
Árs fangelsi fyrir mörg innbrot Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag mann á fertugsaldri í eins árs fangelsi fyrir að stela lyfjum, matvöru, bókum og armbandsúrum í fjölmörgum innbrotum og fyrir að stinga af frá ógreiddum reikningi í leigubíl. Maðurinn hefur frá árinu 1995 gengist undir tvær sáttir vegna fíkniefnabrota og hlotið tíu dóma vegna fíkniefna- og hegningarlagabrota, aðallega þjófnaðarbrota. 14.3.2005 00:01
Börnum með átröskun fjölgar Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b /> 14.3.2005 00:01
Löggan bíður Lögreglan í Hafnarfirði, Kópavogi og Keflavík hefur að undanförnu kannað ólöglega starfsmenn hjá verktakafyrirtækjum í samstarfi við fulltrúa Ríkislögreglustjórans auk þess sem fyrirhuguð er sams konar rannsókn úti á landi. 14.3.2005 00:01
Nemendur streyma í blikkið Nemendum fjölgar í iðn- og tæknigreinum. Líka í málmiðnaði. Svo hefur þó ekki verið síðustu ár. Þetta fólk á eftir að skila sér út á vinnumarkaðinn og þess vegna er svo mikil eftirspurn eftir útlendingum. </font /></b /> 14.3.2005 00:01
Davíð í Kaupmannahöfn Davíð Oddsson utanríkisráðherra var í gær á fundi með utanríkisráðherrum Norðurlandanna í Kaupmannahöfn. 14.3.2005 00:01
Gæslan sótti slasaðan sjómann Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur. 14.3.2005 00:01
Fá undanþágu til uppskiptingar Samkeppnisstofnun hefur veitt Olíufélaginu, Olíuverzlun Íslands og Skeljungi undanþágu frá samkeppnislögum til þess að skipta upp bensínstöðvum sem félögin ráku saman úti á landi. 14.3.2005 00:01
Engin umboðslaun vegna varðskipa Atlas Ísaga hf., sem hefur einkaumboð fyrir pólsku skipasmíðastöðina Morska hér á landi, aðstoðaði fyrirtækið ekki við útboðsgögn. en í þetta skiptið fóru útboðsgögn ekki utan með milligöngu umboðsins og fær íslenska fyrirtækið því ekki umboðslaun. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Atlas segir það mjög óvanalegt. 14.3.2005 00:01
Ósáttir við skilmála Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi. 14.3.2005 00:01
Íslenskt var í raun ódýrara Viðgerð pólsku skipasmíðastöðvarinnar Morska fyrir fjórum árum, hefði í raun verið ódýrari hér heima. Ríkiskaup vanmat kostnað við siglingu skipanna til Póllands um 7,2 milljónir. 14.3.2005 00:01
Breyta Gauknum í íþróttafélag Þeir mættu gera leit hjá íþróttafélugunum sem halda böll fyrir þrjú til fjögur þúsund manns og svo fer bókhaldið beint í skókassa," sagði Sigurður Hólm Jóhannsson eigandi veitingahússins Gaukur á stöng. Hann sagði að íþróttafélögin borguðu 5000 krónur fyrir leyfið til að halda stóra dansleiki, borguðu engan virðisaukaskatt og þyrftu ekki að gera grein fyrir því hver sæji um öryggigæsluna. </font /> 14.3.2005 00:01
Íbúð stórskemmdist í bruna Kjallaraíbúð nálægt miðbæ Reykjavíkur stórskemmdist í bruna skömmu fyrir klukkan sex í gær en engin slys urðu á fólki. "Ég fann mikinn reykfnyk og hélt fyrst að þetta væri hjá mér en þegar ég fór niður var allt fullt af reyk í kjallaraíbúðinni," sagði Sigurður Ómar Ásgrímsson sem var staddur í íbúð á efri hæðinni. "Ég fór upp að hringja á slökkviliðið og þegar ég kom niður aftur var eldur út um allt," bætti hann við. </font /> 14.3.2005 00:01
Hafís nær landi á Ströndum Hafísinn þokast enn nær landinu og hefur náð landi á Ströndum. Siglingaleiðir í Húnaflóa og þar fyrir norðan gætu lokast. Olíuflutningaskip er innlyksa og bíður átekta í Eyjafirði. 14.3.2005 00:01
Segir ráðningaraðferðir úreltar Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun. 14.3.2005 00:01
Bjartsýnn þrátt fyrir slys Tuttugu og þriggja ára gamall maður, Magnús Árni Hallgrímsson, dvelur nú á Landspítalanum í Fossvogi eftir að hafa misst vinstri fótinn fyrir neðan hné í slysi um borð í togara í síðustu viku. Þrátt fyrir slysið er Magnús Árni bjartsýnn og gerir ráð fyrir að geta lifað eðlilegu lífi með aðstoð gervifótar. 14.3.2005 00:01
Lyfjakostnaður gæti verið lægri Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára. 14.3.2005 00:01
Ungliðahreyfingar áhrifalitlar "Á meðan boruð eru göng norður á Siglufirði, göng sem kosta sex milljarða króna og eiga að þjóna fimmtán hundruð íbúum, eigum við ekki til fjóra milljarða króna til að byggja nýjan flugvöll sem mundi þjóna þeim hundrað og fimmtíu þúsund manns sem í borginni búa og raunar landsmönnum öllum. Og þessir fjórir milljarðar væru að auki hreint lánsfé: Með því að selja landið undir núverandi flugvelli fengjust þeir peningar fljótt og vel og meira til," sagði Hallgrímur Helgason m.a. í erindi sem hann flutti á þingi Ungliðasamtaka stjórnmálaflokkanna um helgina. 14.3.2005 00:01
Gert verði við varðskip hér heima Samtök iðnaðarins lýsa miklum vonbrigðum yfir að enn skuli gengið fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum og samið við stöð í Póllandi vegna viðgerða á varðskipunum Landhelgisgæslunnar. Skorað er á ráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að viðgerðir varðskipanna fari fram hér á landi. 14.3.2005 00:01
Domingo ánægður með tónleikana Stórsöngvarinn Placido Domingo er ánægður með tónleikana sem fram fóru í Egilshöll í gærkvöldi. Þar tók þessi mikli söngvari lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, <em>Ég bið að heilsa</em>. 14.3.2005 00:01
Frumvarp um RÚV lagt fram í dag Mikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær. 14.3.2005 00:01
Segjast ekki vinna með Auðuni Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna. 14.3.2005 00:01
Vonast eftir enn meiri hræringum "Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum. 14.3.2005 00:01