Fleiri fréttir

Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun

Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt:

Leggur til fast verð fyrir lóðir

Á fundi borgarráðs í dag lagði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri til að 30 einbýlishúsalóðum við Lambasel í Breiðholti yrði úthlutað til einstaklinga eða fjölskyldna í borginni sem vilja byggja sér sjálf þak yfir höfuðið. Fast gjald yrði innheimt fyrir lóðirnar samkvæmt tillögu borgarstjóra, 4,6 milljónir króna fyrir stærri lóðirnar og 3,5 milljónir fyrir þær smærri.

Sótti slasaðan sjómann

Þyrla Varnarliðsins sótti slasaðan sjómann um borð í mótorbátinn Hauk EA-76 fyrr í dag. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning um eittleytið í dag þar sem óskað var eftir þyrlu til að sækja skipverja á Hauki sem hafði meiðst á fæti, en Haukur var þá staddur 12 sjómílur vestur af Stafnesi á Reykjanesi.

Stafrænt sjónvarp á Akureyri

Fjarskiptafyrirtækið Íslandsmiðill tók í dag formlega í gagnið fyrsta þráðlausa stafræna sjónvarpsdreifikerfið á Norðurlandi. Útsendingasvæðið er í fyrstu einskorðað við Akureyri og nágrenni en útsendingar nást jafnt innan sem utan þéttbýlisins en þar eru um 98 prósent heimila á dreifisvæðinu.

Margrét Sverrisdóttir ber af

Matthías Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins, sat flokksþing Frjálslyndra um síðustu helgi. Honum líst vel á flokksforystuna og telur að flokkurinn geti komist í oddaaðstöðu eftir næstu kosningar. </font /></b />

Músum loks sýndur sómi

Systurnar hagamús og húsamús prýða ný frímerki Íslandspósts sem komu út í gær. Er þessu fagnað í herbúðum Músavinafélagsins en menn þar á bæ telja að loksins sé músinni sýnd sú virðing sem hún á skilið.

Útvarpsstjóri brást

Útvarpsráð fjallaði ekkert um þá fimm umsækjendur um starf fréttastjóra Útvarpsins sem sérstaklega hafði verið mælt með. Útvarpsstjóri setti hvorki fram tilmæli né andmæli gegn þessum vinnubrögðum og brást þar með hlutverki sínu. Þetta segir fulltrúi minnihlutans í útvarpsráði. </font /></b />

Fréttastofa í spennu og óvissu

Andrúmsloftið á Ríkisútvarpinu var spennu hlaðið í gær vegna almennrar andstöðu starfsmanna við ráðningu nýs fréttastjóar á útvarpið. Fréttamenn samþykktu vantraust á útvarpsstjóra. "Sorglegt að til þess þyrfti að koma," segir formaður félags þeirra. </font /></b />

Hafa bæði skilað inn framboði

Frestur til að skila inn framboði til formanns Samfylkingarinnar rann út klukkan fjögur í dag. Tvö framboð bárust, frá Össuri Skarphéðinssyni, formanni Samfylkingarinnar, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur varaformanni. Í tilkynningu kjörstjórnar segir að ákveðið hafi verið að formaður verði kosinn í póstkosningu og að kjörseðlar verði sendir út til flokksmanna 22. apríl.

Samtök sjálfstæðra skóla stofnuð

Samtök sjálfstæðra skóla voru stofnuð í morgun og var Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri Barnaskóla Hjallastefnunnar, kjörin formaður. Aðilar að samtökunum geta þeir skólar orðið sem reknir eru af einstaklingum, foreldrum, fyrirtækjum, félagasamtökum eða stofnunum. Allir sjálfstæðir leik- og grunnskólar landsins, 35 talsins, gerðust aðilar í dag.

Pólitískur stimpill er hræðilegur

"Það er hræðilegt að það komi pólitískur stimpill á fréttamenn og fréttastofu Útvarps með því að þar skuli settir inn menn eftir pólitík," sagði Þór Magnússon fyrrverandi þjóðminjavörður og stjórnarmaður í Samtökum hollvina RÚV, sem sagði að sér sýndist ekki hafa verið staðið faglega að ráðningu fréttastjóra.

Jöfn kjörsókn í rektorskjöri

Nú er tæp klukkustund þar til kjörfundi lýkur í rektorskjöri við Háskóla Íslands. Ekki er þó búist við að úrslit verði ljós fyrr en seint í kvöld. Kjörsókn hefur verið jöfn en þó heldur meiri fyrri hluta dags, að sögn Aðalheiðar Jóhannsdóttur, formanns kjörstjórnar. Tæplega tíu þúsund manns eru á kjörskrá en 66 prósent starfsmanna höfðu kosið klukkan hálffimm og 25 prósent stúdenta.

Smurstimpli stolið

Starfsmenn smurstöðvar Esso á Geirsgötu tóku eftir því í gærmorgun að einhver hafði stolið stimpli sem þeir nota til að stimpla smurbækur bifreiðaeigenda.

Skilorðsbundnum dómi vísað frá

Tveggja mánaða skilorðsbundnum dómi yfir fimmtán ára pilti fyrir að hafa samfarir við þrettán ára stúlku var vísað frá í Hæstarétti í dag. Hæstiréttur sagði ósamræmi vera í framburði stúlkunnar varðandi tímasetningar og atvik og að álit sálfræðinga og lækna á þroska piltsins vantaði. Þetta hefði þurft að rannsaka áður en ákveðið var að sækja piltinn til saka.

Kynferðisbrotamáli vísað frá

Kynferðisbrotamáli sem vísað hafði verið frá fyrir héraðsdómi í sumar var aftur vísað frá þegar málið fór fyrir Hæstarétt í gær. Var þar ungur maður ákærður fyrir að hafa fjórum sinnum haft samræði við þrettán ára stúlku þegar hann var fimmtán ára.

KB banki bótaskyldur

KB banki var dæmdur til greiðslu rúmlega 30 milljóna króna til bílaumboðsins Bernhards ehf. fyrir Hæstarétti í gær og lækkaði þar með bótagreiðslu þá sem Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt í júlí síðastliðnum um tvær milljónir króna.

30% kjörsókn í rektorskosningu

Kosningu um nýjan rektor Háskóla Íslands lauk klukkan sex. Kjörsókn var um 30 prósent en á kjörskrá eru um tíu þúsund manns, starfsmenn skólans og nemendur. Fjórir sækjast eftir embættinu, prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir.

Vanþóknun á fréttamönnum

"Ég lít það afar alvarlegum augum að starfsmenn Ríkisútvarpsins skuli haga sér með þessum hætti," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra vegna aðgerða fréttamanna Ríkisútvarpsins í gær. Hún segir það ekki hæfa þeim að nota útvarpið sem áróðurstæki og aðgerðir þeirra alltof róttækar.

Hélt að húsið væri að hrynja

Svonefnt Gestshús í vesturbæ Hafnarfjarðar er stórskemmt vegna framkvæmda á vegum bæjarins. Eigandi hússins er afar ósáttur við bæjaryfirvöld.

Fréttamenn íhuga að segja upp

Útvarpsstjóri ætlar ekki að bakka með ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Fréttamenn RÚV lýstu yfir vantrausti á útvarpsstjóra í dag og meirihluti starfsmanna skorar á hann að endurskoða ráðninguna. Til þess gæti komið að fréttamenn segðu upp.

Segja ráðningu ekki pólitíska

Ráðning fréttastjórans hefur ekkert með pólitík að gera, segja Framsóknarmenn, og benda á að Auðun Georg sé ekki í neinum stjórnmálaflokki og hafi aldrei tekið þátt í starfi Framsóknarflokksins. Málið var rætt í heitum umræðum á þingi í dag.

Segir hæfan mann hafa verið ráðinn

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sér ekki ástæðu til að neinn víki úr stöðu sinni vegna ákvörðunar útvarpsstjóra að ráða Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra Útvarps. Hún segir að hæfur maður hafi verið ráðinn.

Segir stjórnarsetu ekki óeðlilega

Geir H. Haarde fjármálaráðherra segir ekkert óeðlilegt við að Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, sitji í stjórn Bakkavarar. Bakkavör er orðuð við kaup á Símanum. Steingrímur J. Sigfússon kallar eftir samræmi í framgöngu stjórnvalda sem á sínum tíma kröfðust þess að Þórarinn V. Þórarinsson, fyrrverandi forstjóri Símans, viki sæti úr stjórnum fyrirtækja í sömu aðstöðu.

Óttast að samlagi verði lokað

Margir Dalamenn óttast að Mjólkursamlaginu í Búðardal, stærsta vinnustað héraðsins, kunni að verða lokað í kjölfar sameiningar Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna. Sveitarstjóri Dalabyggðar telur þó ekki ástæðu til að óttast slíkt og segir heimamenn ætla að berjast fyrir því að öflugur matvælaiðnaður verði í Búðardal.

Sólarhringsvaktir ekki í augsýn

Sólarhringsvaktir á skurðstofum Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja eru ekki í augsýn. Þetta kom fram í máli heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag.

Óttast sömu þróun og í fiskvinnslu

Formaður Samiðnar óttast svipaða þróun í iðngreinum og fiskvinnslu, það er að útlendingar verði í meirihluta þeirra sem starfa við greinarnar. Hann segir þróun í slíka átt þegar hafna.

Talningu í rektorskjöri ekki lokið

Alls greiddu 29 prósent þeirra sem voru á kjörskrá um rektorsefnin fjögur, 71 prósent starfsmanna og 23 prósent nemenda. Ekki er því ljóst milli hvaða tveggja frambjóðanda verður að lokum kosið.

Saklaus fórnarlömb verðstríðs

Samkeppnisstofnun hefur fengið fyrirspurnir vegna verðstríðs lágvöruverslana í matvöru. Guðmundur Sigurðsson, forstöðumaður samkeppnissviðs, segir að ákvörðun um hvort eða hvernig brugðist verði við fyrirspurnunum hafi ekki verið tekin enda verðstríðið nýhafið.

Fyrirtæki meta sjálf líkur á slysi

Mat á líkum á slysum í efnaverksmiðjum í byggð eru í höndum fyrirtækjanna sjálfra sé framleiðsla þeirra undir ákveðnum mörkum. Víðir Kristjánsson, varaformaður Stórslysanefndar, segir það eiga við í tilviki Mjallar Friggjar sem framleiðir klór á Akureyri.

Sjómaður missti fót við hné

Taka þurfti fót af sjómanni á Landspítala-háskólasjúkrahúsi í gær. Maðurinn flæktist í spili á bátnum Hauki EA-76 og sótti þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli manninn þegar báturinn var vestur af Reykjanesi.

Borgin vill kaupa lóðir af ríkinu

Reykjavíkurborg hefur hafið formlegar viðræður um kaup á lóðum innan borgarmarka sem eru í eigu ríkisins. Viðræðum á að ljúka í byrjun næsta árs og er ætlunin að lóðirnar fari undir íbúðarbyggð.

Stjórnskipun á krossgötum

Ákvæði stjórnarskrárinnar um synjunarvald forseta Íslands er meðal þess sem til greina kemur að breyta við endurskoðun hennar. Vonast er til virkrar aðkomu almennings í því ferli.

Fréttamenn ræða allsherjaruppsögn

Fréttamenn Útvarps ræða nú að segja allir upp störfum ef ekki verður horfið frá því að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra. Þeir íhuga einnig að kæra ráðninguna. "Ástandið engu líkt," segir forstöðumaður fréttasviðs RÚV.

Vilja karlaathvarf

Félag ábyrgra feðra hitti borgarstjóra til að kynna stefnuskrá sína og reifa hugmyndir að karlaathvarfi. Formaður félagsins telur lítið gert fyrir forsjárlausa feður, sem sé stór hópur í samfélaginu.

Grímseyingar óttast hafís

Grímseyingar eru áhyggjufullur vegna hafíss sem í gær var 20 mílur norðvestur af eyjunni. Spáð er norðlægum áttum og hætta á að ísinn leggist að Grímsey og loki höfninni. Hafís var í gær einnig skammt úti af Vestfjörðum og vill Veðurstofan benda sjófarendum á að hann geti farið inn á siglingaleiðina fyrir Horn.

Uppsagnir hjá Ratsjárstofnun

Vegna aukinnar sjálfvirkni í rekstri ratsjárstöðva Ratsjárstofnunar verður 31 tæknimanni sagt upp störfum frá og með 1. apríl en sautján boðin endurráðning. Mannaðar sólarhringsvaktir leggjast af á Stokksnesi, Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli og verður stöðvunum fjarstýrt frá ratsjárstöðinni á Miðnesheiði.

Samfylkingin bjóði sér fram

Ungir jafnaðarmenn vilja að Samfylkingin í Reykjavík bjóði fram í eigin nafni í borgarstjórnarkosningunum sem haldnar verða eftir rúmt ár. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík í gærkvöldi. Bent er á að samstarfið í Reykjavík hafi verið farsælt en tími sé kominn fyrir Samfylkinguna til að draga sig út úr samstarfinu innan Reykjavíkurlistans.

BÍ styður kröfu Félags fréttamanna

Blaðamannafélag Íslands tekur undir þá sjálfsögðu kröfu Félags fréttamanna á Ríkisútvarpinu að fagleg sjónarmið verði látin ráða þegar komi að ráðningu fréttastjóra á fréttastofu Útvarps. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Blaðamannafélaginu sem Róbert Marshall formaður ritar undir.

Semja um uppbyggingu í miðbæ

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að ganga til samninga við Klasa hf. um þróun og uppbyggingu á nýjum miðbæ í Garðabæ. Þetta ákváð bæjarstjórnin í kjölfar samkeppni um eflingu miðbæjarins. Í tilkynningu frá bænum segir að stefnt sé að því að byggja upp nýtt 500 manna íbúðahverfi með verslunum og veitingastöðum, þjónustu og menningu á svæði í miðbænum sem er einungis um 500 metrar að lengd.

Fréttastjóri líklega kynntur í dag

Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, tilkynnir væntanlega um nýjan fréttastjóra Útvarps í dag. Auðun Georg Ólafsson fékk flest atkvæði í útvarpsráði en Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs, hefur mælt með fimm manns og er Auðun ekki í þeim hópi.

Stofna félag um haglabyssur

Saga Jóns Björnssonar byssusmiðs frá Dalvík er um margt sérstök. Sjötugur tók hann að smíða haglabyssur sem þykja hagleikssmíð og ágætar til veiða. Byssurnar, sem hann nefndi Drífur vegna langdrægni, urðu alls 120. Nú stofna áhugamenn um Drífurnar sérstakt félag; Drífuvinafélagið. </font /></b />

Prófar nýtt lyf gegn æðakölkun

Íslensk erfðagreining greindi frá því í dag að hafnar séu klínískar lyfjaprófanir af fyrsta fasa á DG041, nýju lyfi sem fyrirtækið hefur þróað gegn æðakölkun í útlimum, eða svokölluðum útæðasjúkdómi. Mikill skortur er á lyfjameðferð gegn þessum æðasjúkdómi sem hrjáir yfir 20% fólks yfir sjötugu á Vesturlöndum.

Tíu þúsund án heimilislæknis

Um tíu þúsund manns eru án heimilislæknis á höfuðborgarsvæðinu, þar af 6350 Hafnfirðingar. Til stendur að opna tvær heilsugæslustöðvar í ár, aðra í Reykjavík en hina í Hafnarfirði.

Tveir lítrar af mjólk á krónu

Nú er hægt að fá tvo mjólkurlítra fyrir eina krónu í Krónunni. Hróar Björnsson, rekstrarstjóri Krónunnar, segir að frekari verðbreytinga sé að vænta í ýmsum vöruflokkum. Mjólkurvörur, gosdrykkir og grænmeti sé efst á blaði en hann segir lækkanir í fleiri vöruflokkum vera til skoðunar. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir tvo mjólkurlítra nú kosta 90 aura í Bónusverslununum.

Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í Skutulsfirði klukkan kortér fyrir ellefu í morgun í innsiglingunni við flugbrautina á Ísafirði. Mjög grunnt er á þessu svæði en ekki er kunnugt um ástæður strandsins. Sjö manns eru um borð. Verið er að reyna að toga Jaxlinn á flot en það gengur hægt að sögn Guðmundar Kristjánssonar, hafnarstjóra á Ísafirði.

Sjá næstu 50 fréttir