Fleiri fréttir

Ríkið hamlar endurmenntun

Íslenskir læknar eiga ekki kost á þeirri endurmenntun hér á landi sem þeir þurfa í sínu fagi, segir formaður Félags unglækna. Hann bendir á óuppfærða sérlyfjaskrá, skort á námskeiðahaldi og álítur að ríkið hafi hamlandi áhrif með aðgerðaleysi sínu. </font /></b />

Blóðstrimlar í opinn reikning

Talsmenn tveggja fyrirtækja sem flytja inn blóðstrimla til blóðsykursmælinga segja þau ekki hafa gefið fólki slíka strimla í stórum stíl, til að fá síðan 80 - 90 prósent endurgreidd hjá Tryggingastofnun. Þriðja innflutningsfyrirtækið neitar að svara Fréttablaðinu. </font /></b />

Kaskó og Nettó gefa mjólk

Verðstríðið á matvörumarkaði náði nýjum hæðum í dag þegar Kaskó og Nettó auglýstu að þau hygðust gefa mjólk í eins lítra fernum. Í tilkynningu frá verslununum kemur fram að Kaskó og Nettó taki ekki þátt í þeirri blekkingu að bjóða vörur fyrir aura sem séu ekki lengur til sem íslenskur gjaldmiðill. Eina löglega leiðin til að bjóða mjólk á lægra verði en eina krónu sé að gefa hana.

Auðun Georg ráðinn fréttastjóri

Nú rétt í þessu var tilkynnt að Markús Örn Antonsson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hefði ráðið Auðun Georg Ólafsson fréttastjóra á fréttastofu Útvarps.

Ekki japanskt innanríkismál

Guðmundur G. Þórarinsson, einn fulltrúi í Fischer sendinefndinni í Japan, segir að Suzuki, lögfræðingur skákmeistarans hafi fengið þau svör eftir óformlegum leiðum, að ef hann fengi ríkisborgararétt þá yrði honum sleppt.

Verðlaunað fyrir frunsurannsóknir

Rannsóknarhópur sem stendur að sprotafyrirtækinu Líf-hlaup hefur hlotið verðlaun Alþjóðasamtaka tannrannsókna, International Association for Dental Research, og GlaxoSmithKline fyrir rannsóknir á lyfjagjöf við herpes simplex sýkingum í munni, það er frunsum.

Meirihluti fylgjandi reykleysi

61,3 prósent fólks á aldrinum 15-89 ára og 60,4 prósent fólks á aldrinum 18-69 ára eru fylgjandi því að allir veitinga- og skemmtistaðir séu reyklausir, samkvæmt niðurstöðum könnunar Gallups fyrir Lýðheilsustöð. Um 85,5 prósent aðspurðra sögðust myndu fara jafnoft eða oftar á þessa staði ef þeir væru reyklausir.

Átak gegn undirboðum

ASÍ undirbýr átak gegn innflutningi ólöglegs vinnuafls og undirboðum á vinnumarkaði. Sérstakur hópur á að hefja störf opinberlega í apríl.

Borgarstjóri hjá Mæðrastyrksnefnd

Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri skoðaði húsakynni hjá Mæðrastyrksnefnd. Nefndin bauð borgarstjóra í heimsókn til að afla stuðnings hennar við fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæðinu.

Ráðast gegn klámvæðingunni

Hjúkrunarfræðingar, prestar, feministar og umboðsmaður barna ætla vinna með landlæknisembættinu gegn klámvæðingunni í landinu. Undirbúningur að herferð er hafinn. Starfskona Stígamóta segir klámvæðinguna í rénun.

Reglugerð um spilakassa gefin út

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur gefið út reglugerð fyrir Íslenska söfnunarkassa sem starfrækja söfnunarkassa til fjáröflunar fyrir Rauða Kross Íslands, Slysavarnarfélagið Landsbjörgu og SÁÁ, undir heitinu Íslandsspil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Verðstríðið harðnar enn

Ekkert miðar í friðarátt í verðstríði lágvöruverslana, sem sumar hverjar gáfu viðskiptavinum sínum mjólkina í dag. Þessi stríðsrekstur varð til þess að Mjólkursamsalan tvöfaldaði mjólkurframleiðsluna og er að verða uppiskroppa með ýmsa mjólkurvöru.

Haldið í ellefu til tólf tíma

Ítalska ferðamanninum, sem var handtekinn um helgina grunaður um hryðjuverkastarfsemi, var haldið í ellefu til tólf klukkstundir. Þó hafði hann ekkert unnið sér til saka annað en að vefja trefli um andlitið vegna kuldans hér á landi.

Gríðarleg reiði meðal fréttamanna

Auðun Georg Ólafsson var í dag ráðinn fréttastjóri fréttastofu Ríkisútvarpsins. Gríðarleg reiði er á meðal fréttamanna fréttastofu og forstöðumaður Rásar tvö segir að ráðningin sé skrípaleikur. Auðun Georg segist þakklátur fyrir ráðninguna. Hann hafi ekki orðið var við gremju í sinn garð en segir fólk eiga rétt á að lýsa tilfinningum sínum.

Búið að losa Jaxlinn

Flutningaskipið Jaxlinn, sem strandaði í morgun við flugbrautina á Ísafirði, var dregið á flot undir kvöld. Engar skemmdir virðast hafa orðið á skipinu. Mjög grunnt er á þessu svæði og virðist Jaxlinn hafa komið af töluverðum krafti upp í sandinn því hann sat klettfastur í dag.

Margir vilja skipuleggja miðbæinn

Mikill áhugi virðist meðal arkitekta hvaðanæva úr heiminum á að skipuleggja miðbæ Akureyrar því 140 tillögur bárust í hugmyndasamkeppni um það.

Þorsteinn að hætta

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, mun láta að störfum í utanríkisþjónustunni með haustinu.

Jaxlinn strandar

Flutningaskipið Jaxlinn strandaði í gærmorgun í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp en síðdegis tókst að draga hann á flot á ný.

Mikil spurn eftir folaldakjöti

Eitt þúsund folöld vantar til slátrunar til að anna stóraukinni spurn eftir folaldakjöti. Fordómar gagnvart hrossakjöti hafa minnkað, segja kjötframleiðendur, og erlendis selst kjötið yfirleitt á hærra verði en dilkakjöt.

Meirihluti vill reykingabann

Meirihluti þjóðarinnar er hlynntur því að allir veitinga- og skemmtistaðir á Íslandi verði reyklausir, samkvæmt skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Lýðheilsustöð.

Skoða mál Landhelgisgæslunnar

Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir.

Sömu fjármögnunarreglur og flokks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opnaði kosningaskrifstofu í Ármúla í Reykjavík í dag vegna formannskjörsins innan Samfylkingarinnar. Hún segir að sömu reglur gildi um fjármögnun framboðs hennar og gilda um framboð flokksins yfirleitt.

Dagskrárstjóri Rásar 2 segir upp

Fréttamenn á fréttastofum ríkisútvarpsins lýsa vanþóknun sinni á því sem þeir kalla ósæmileg afskipti útvarpsráðs af starfi fréttamanna með því að mæla með Auðuni Georg Ólafssyni í starf fréttastjóra Útvarps.

Strand í tekjustofnanefnd

Tekjustofnanefnd sem ræðir breytta tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkisins hefur ekki fundað í rúma viku.

Gáfu mjólkina og töpuðu milljónum

Kaskó, Nettó og Bónus gáfu mjólkina í gær. Krónan seldi tvo lítra fyrir krónu. Fjarðarkaup seldi hana vel undir kostnaðarverði.

Karlar selja sig á börum

Karlar sem selja sig hafa gjarnan verið misnotaðir kynferðislega á yngri árum og leiðst síðan út í neyslu. Þeir hafa fjármagnað neysluna með vændi. Íslenskir vændiskarlar eru ekki í skipulögðum klámiðnaði heldur selja sig yfirleitt sjálfir öðrum körlum á börum borgarinnar.

Rök útvarpsráðs eru fyrirsláttur

Friðrik Páll Jónsson, varafréttastjóri á fréttastofu Útvarps, segir rök útvarpsráðs um að fréttastjóri beri ábyrgð á daglegum rekstri fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrirslátt. Friðrik Páll Jónsson hefur gegnt starfi fréttastjóra Ríkisútvarpsins frá því í desember og er einn fimm umsækjanda sem Bogi Ágústsson mælti með í stöðu fréttastjóra.

Ingibjörg formlega í framboði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, tilkynnti formlega um framboð sitt til formanns flokksins í gær um leið og hún opnaði kosningaskrifstofu og heimasíðu undir slagorðinu: "Förum alla leið".

Í alla staði gagnlegur

"Fundurinn var í alla staði gagnlegur en það kom ekkert fram sem ekki hafði heyrst áður, " segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, eftir fjölmennan borgarafund sem haldin var um uppbyggingu og verndun Laugavegs í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag.

Fischer losnar ekki á næstunni

Japönsk yfirvöld sögðu í morgun að enn væri langt í að Bobby Fischer yrði leystur úr haldi. Lögfræðingur Fischers, sem fékk vegabréf hans í hendur í gær, gerði sér vonir um að hann yrði látinn laus innan nokkurra daga og fengi að yfirgefa innflytjendabúðirnar sem hann hefur dvalið í í átta mánuði. 

Töluvert um innbrot

Töluvert hefur verið tilkynnt um innbrot á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn sólarhring. Brotist var inn í íbúðarhús í austurborginni á þriðja tímanum í nótt. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var tveimur DVD-spilurum stolið. Málið er í rannsókn.

Fanginn óttaðist hefnd dóphrings

"Ja, þeir voru bara hérna kolgeggjaðir í gær og vildu bara fá tvær milljónir frá mér," sagði fanginn sem svipti sig lífi um helgina í símasamtali sem lögreglan hleraði skömmu áður en hann var handtekinn. "Mér skilst bara að það ætli allir að drepa þig hérna heima," sagði unnustan hans í öðru símtali.

Höfundur Píkusagna á Bessastöðum

Eve Ensler, höfundur verksins <em>The Vagina Monologues</em>, eða Píkusögur, og baráttukona gegn ofbeldi á konum, hittir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að Bessastöðum síðdegis í dag. Fyrr um daginn snæðir Ensler hádegisverð með fjórum þingkonum.

Farþegum fjölgaði um 12%

Farþegum um Flugstöð Leifs Eiríkssonar fjölgaði um tæp 12% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, úr tæplega 80 þúsund farþegum árið 2004 í rúma 89 þúsund farþega nú.  Fjölgun farþega til og frá Íslandi nemur rúmum 10% milli ára og farþegum sem millilenda hér á landi á leið yfir Norður-Atlantshafið fjölgar um rúm 21%.  

Brennuvargur fyrir rétti

Rúmlega tvítugur maður, sem ákærður er fyrir að kveikja í bílum við fjölbýlishús í Hafnarfirði, sagðist fyrir dómi ekki hafa haft í hyggju að stofna níu sofandi íbúum fjölbýlishússins í hættu. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.

Auðun Georg fékk flest atkvæði

Auðun Georg Ólafsson hlaut fjögur atkvæði sjálfstæðis- og framsóknarmanna í Útvarpsráði í morgun þegar fjallað var um umsækjendur um stöðu fréttastjóra Útvarps. Bogi Ágústsson, yfirmaður fréttasviðs hjá Ríkisútvarpinu, hafði áður mælt með fjórum umsækjendum sem allir starfa í dag hjá stofnuninni en það gerir Auðun Georg ekki.

Óttast hefndaraðgerðir

Eigandi eins þeirra veitingastaða sem Skattrannsóknarstjóri gerði húsleit hjá síðasta fimmtudag segist ekki geta tjáð sig um málið af hræðslu við hefndaraðgerðir embættisins.

Fischer: Yfirvöldum verður stefnt

Verði Bobby Fischer ekki látinn laus í Japan fyrir föstudaginn verður japönskum og bandarískum yfirvöldum stefnt og mótmæli verða skipulögð um allan heim. Heiminum verður gert ljóst að Bobby Fischer var rænt, segir John Bosnitch, helsti stuðningsmaður hans í Japan.

Sjávarútvegsháskóli hefur störf

Norrænn sjávarútvegsháskóli fyrir framhaldsnema tók formlega til starfa 28. febrúar sl. Stjórnarformaður skólans, Guðrún Pétursdóttir, segir að styrkur skólans liggi í því að hann hafi enga fasta starfstöð heldur færist til þangað sem þörfin fyrir hann er hverju sinni.

Starfsleyfi Hringrásar endurnýjað

Starfsleyfi endurvinnslufyrirtækisins Hringrásar hefur verið endurnýjað í samræmi við ákvörðun sem tekin var á fundi umhverfisráðs Reykjavíkur í gær. Flestar athugasemdir sem bárust vegna málsins sneru að auknu eftirliti með starfssvæðinu.

Magnús Þór gagnrýndur eftir áfengismeðferð

"Ég er hættur að drekka," segir Magnús Þór Hafsteinsson varaformaður Frjálslynda flokksins en andstæðingar Magnúsar innan Frjálslynda flokksins hafa gert áfengisvanda hans að umtalsefni á internetinu. Magnús viðurkennir að um jólin hafi hann farið í vikulanga meðferð á Vogi. Hann segir áfengið vandamál sem hann hafi ekki getað leyst á eigin spýtur. </font /></b />

Færri leita til Stígamóta

Færri leituðu til Stígamóta á síðasta ári en undanfarin ár. Nam fækkunin 9,2 prósentum. Nauðgunarmálum fækkaði úr 155 árið 2003 í 113 árið eftir. 

Styrkja flóttamenn í Króatíu

Árni Magnússon félagsmálaráðherra afhenti fyrir stundu Rauða krossi Íslands rúmlega fjögurra milljón króna fjárstuðning til hjápar flóttamönnum í Króatíu. Féð verður notað til að hjálpa 250 Króötum sem flúðu átökin í heimalandi sínu á tíunda áratugnum.

Nefnd um framkvæmd kjarasamninga

Impregilo og fulltrúar verkalýðsfélaga, sem aðild eiga að svo kölluðum virkjunarsamningi, hafa komið á fót nefnd með þátttöku fulltrúa ASÍ og Samtaka atvinnulífsins. Er nefndinni ætlað að verða vettvangur til ákvarðana um framkvæmd kjarasamninga.

Sjá næstu 50 fréttir