Innlent

Útvarpsstjóri endurskoði ákvörðun

Almennur fundur starfsmanna Ríkisútvarpsins samþykkti í dag ályktun þar sem skorað er á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra að endurskoða ákvörðun sína um nýlega ráðningu í starf fréttastjóra útvarpsins. Þar segir jafnframt: ,,Grundvallarverðmæti Fréttastofu útvarps felast í trausti almennings sem byggir á óhlutdrægum fréttaflutningi. Því þarf ráðning fréttastjóra að vera hafin yfir allan vafa um pólitíska íhlutun. Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýsa því yfir fullum stuðningi við yfirlýsingu Félags fréttamanna um að með nýlegri ráðningu sé vegið að sjálfstæði og óhlutdrægni fréttastofunnar.“ Leynileg atkvæðagreiðsla var um ályktunina og greiddi 191 starfsmaður atkvæði. 6 voru á móti, sjö seðlar voru auðir og 178 studdu hana. Þetta eru tæplega 2/3 fastráðinna starfsmanna RÚV. Útvarpsstjóri var ekki á fundinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×