Innlent

30% kjörsókn í rektorskosningu

Kosningu um nýjan rektor Háskóla Íslands lauk klukkan sex. Kjörsókn var um 30 prósent en á kjörskrá eru um tíu þúsund manns, starfsmenn skólans og nemendur. Fjórir sækjast eftir embættinu, prófessorarnir Ágúst Einarsson, Einar Stefánsson, Jón Torfi Jónasson og Kristín Ingólfsdóttir. Búist er við að búið verða að telja atkvæðin síðar í kvöld en fari svo að enginn frambjóðenda hljóti meirihluta verður kosið að nýju strax að viku liðinni og þá á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem hlutu flest atkvæði í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×