Fleiri fréttir

Skaðabætur vegna slyss

Reykjavíkurborg verið gert að greiða konu 2,5 milljónir króna með vöxtum vegna tjóns sem hún varð fyrir árið 2002 þegar skyggni við Ingólfstorg féll niður og á konuna þar sem hún var viðstödd Gay Pride hátíðahöldin.

Auður og Halldór verðlaunuð

Auður Jónsdóttir og Halldór Guðmundsson hljóta Íslensku bókmenntaverðlaunin 2004. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti þeim verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær.

Fékk bætur fyrir líkamstjón

Hæstiréttur dæmdi Reykjavíkurborg í dag til að greiða ungri konu tvær og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir á Hinsegin dögum árið 2002. Konan varð undir skyggni sem féll á hóp hátíðargesta á Ingólfstorgi. Tugir manna urðu undir skyggninu, þar á meðal konan sem fékk höfuðhögg og skurð á höfuðið, auk þess að togna í hálsi og baki.

Dæmdur fyrir nokkur ofbeldisbrot

Tæplega tvítugur maður var dæmdur til 15 mánaða fangelsisvistar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir nokkur ofbeldisbrot. Maðurinn var dæmdur fyrir vopnað rán í Hringbrautarapóteki í september í fyrra, fyrir að hafa hótað öðrum manni með haglabyssu og fyrir að hafa ógnað afgreiðslumanni bensínstöðvar með hnífi.

Búið að lagfæra girðingu

Búið er lagfæra girðingu á lóð fyrirtækisins Ásgeirs Sigurðssonar við Síðumúla 35 að kröfu Umhverfis- og heilbrigðisstofu. Fyrirtækið fullyrðir að umbúðir hættulegra efna sem voru á lóð fyrirtækisins í gær hafi verið tómar og á leið til áfyllingar hjá birgjum þann sama dag.

Átak í uppeldismálum

<em>Verndum bernskuna</em> er yfirskrift átaks í uppeldismálum sem efnt verður til næsta haust. Það er liður í að bæta stöðu barna í samfélaginu og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu. Þetta er samstarfsverkefni forsætisráðuneytisins, þjóðkirkjunnar og Velferðarsjóðs barna.

Segir NCC ekki hafa gert áætlun

Árni Johnsen er með þriggja síðna kostnaðarmat á gerð jarðganga til Vestmannaeyja frá starfsmanni verktakafyrirtækisins NCC. Yfirmaður NCC í Noregi ítrekar aftur á móti yfirlýsingar sínar sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær um að NCC hafi enga kostnaðaráætlun gert.

Vilja flýta landsfundi enn frekar

Tveir þingmanna Samfylkingarinnar segja að flýta eigi landsfundi flokksins enn frekar svo að langur slagur um formannsembættið skaði ekki flokkinn. Formannsefnin gefa ekki upp hvað þeim finnst um þessi áform.

Krossanesborgir friðlýstar

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra undirritaði í fyrradag auglýsingu um friðlýsingu Krossanesborga við Akureyri. Markmiðið er að vernda svæðið og auka gildi þess til útivistar fyrir almenning, náttúruskoðunar og fræðslu.

Segir við orkufyrirtækin að sakast

Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir verðhækkanir á raforku í kjölfar nýrra raforkulaga bersýnilega stafa af því að orkufyrirtækin hafi notað tækifærið til að bæta hag sinn. Þetta kom fram á Alþingi í dag. Þar boðaði ráðherrann jafnframt auknar niðurgreiðslur ríkissjóðs til að milda verðhækkanir í strjálbýli þannig að þær færu ekki upp fyrir tíu prósent.

Segja úrskurð staðfesta grun

Ættingjar manns á níræðisaldri, sem lést í kjölfar byltu á Hrafnistu, segja bráðabirgðaúrskurð landlæknis staðfesta grun sinn um að meðferð og aðhlynning á dvalarheimilinu hafi ekki verið með eðlilegum hætti. Ættingjarnir sætta sig ekki við ósamræmi í vitnisburði starfsmanna og læknis Hrafnistu.

Sársaukafullur samdráttur

Vegna bágrar fjárhagsstöðu Ólafsfjarðarbæjar er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Að sögn Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, formanns bæjarráðs, eru engar uppsagnir áformaðar en stytting á vinnutíma, hagræðing í rekstri og samdráttur í þjónustu einkennir fjárhagsáætlunina.

Dómsmál til kjaraleiðrétting

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola.

Trúnaðarupplýsingar ræddar í dag

Utanríkismálanefnd Alþingis kemur saman til fundar í dag. Stjórnarandstæðingar hafa ítrekað óskað eftir því að trúnaði verði aflétt á fundargerðum utanríkismálanefndar.

Sýknað af kröfu um laun

Hæstiréttur sýknaði í dag VSÓ ráðgjöf af rúmlega milljónar króna kröfu náttúrufræðings, vegna vinnu við matsskýrslu um umhverfisáhrif Norðlingaölduveitu. Áður hafði héraðsdómur komist að þveröfugri niðurstöðu.

Sakar stjórnvöld um sofandahátt

Sofandaháttur stjórnvalda hefur skapað gróðrarstíu fyrir ófyrirleitnar starfsmannaleigur sem grefur undan samfélagsgerðinni, sagði formaður Samfylkingarinnar í umræðu á Alþingi í dag um félagsleg undirboð á vinnumarkaði. Stjórnarliðar lýstu einnig áhyggjum af þróun mála.

Tólf ár að malbika til Ísafjarðar

Tólf til fjórtán ár tekur að setja bundið slitlag á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, sé miðað við samgönguáætlun stjórnvalda, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.

Tónlistarfólk segir já um kjörin

<font face="Helv"> Almennir félagsmenn Félags tónlistarkennara hafa samþykkt nýgerðan kjarasamning við sveitarfélögin með 93,5 prósentum greiddra atkvæða. Félag íslenskra hljómlistarmanna samþykkti hann einnig með 92,7% greiddra atkvæða. </font>

Viðbúnaðarstigi aflétt

Viðbúnaðarstigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum var aflétt undir kvöld í gær, en laust fyrir hádegi var hættuástandi aflétt á Bíldudal. Viðbúnaðarstigi var lýst á öllum Vestfjörðum á sunnudag en því aflétt um norðanverða firðina í fyrradag. Áfram verður fylgst með snjóalögum en mikil bráðnun hefur verið síðustu sólarhringa.

Norðurárdalslína komin í lag

Viðgerðarmönnum tókst að koma Norðurárdalslínu endanlega í lag rétt fyrir miðnætti þannig að allir raforkunotendur komust í samband. Rétt fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi rofnaði línan þegar verktaki var að sprengja í efnistökunámu vegna vegaframkvæmda rétt ofan við Munaðarnes.

Slökkvitækjum stolið úr göngum

Maður stal slökkvitækjum úr Vestfjarðagöngum um sexleytið í gær og komst undan. Vegfarandi, sem sá til hans á grænum fólksbíl, lét lögregluna vita og er þjófsins nú leitað. Lögreglan lítur þetta mjög alvarlegum augum þar sem slökkvitæki í jarðgöngum geta skipt sköpum ef eldur kviknar í bíl því það getur valdið snöggri hitamyndun og súrefnisskorti.

Borgarísjaki í Húnaflóa

Stór borgarísjaki, sem hefur verið á reki í Húnaflóa í nokkra daga, er nú strandaður neðan við bæinn Hvalsá við sunnanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum og bráðnar nú ört. Hann var mjög tignarlegur fyrst þegar sást til hans og minnti helst á þau tígurlegu fjöll Drangaskörð við utanverðan flóann.

Gripnir með amfetamín og hass

Lögreglan á Akranesi gerði nokkuð magn fíkniefna upptækt þegar hún stöðvaði bifreið í nótt við umferðareftirlit. Í bifreiðinni voru þrír ungir menn og þótti hegðun þeirra einkennileg. Ákveðið var að skoða nánar hvað þarna var á ferð og var gerð lausleg leit á vettvangi. Fundust þá fjögur grömm af ætluðu amfetamíni sem einn þeirra hafði látið falla á jörðina.

Rétt að fá álit nefndar

Sigurður Líndal lagaprófessor segir að sér finnist að rétt hefði verið að fá álit utanríkismálanefndar vegna Íraksmálsins en vill ekkert fullyrða um lögbrot í því sambandi.

Fjármunir til reiðu í uppbyggingu

Tveir íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands eru á förum til hamfarasvæðanna við Indlandshaf til viðbótar þeim fimm sem fyrir eru á svæðinu. Verulegir fjármunir eru handbærir til uppbyggingarstarfs í framtíðinni.

Frestur fyrir símaskrá að renna út

Frestur til þess að breyta skráningu númera í símaskrá, rennur út næstkomandi mánudag. Þeim fjölgar stöðugt sem biðja um rautt x aftan við nafn sitt.

Engin viðskipti með bréf Flugleiða

Flugleiðir hafa sent frá sér fréttatilkynningu um að lokað hafi verið fyrir viðskipti með bréf í félaginu í Kauphöll Íslands vegna stjórnarfundar sem fram fór nú í hádeginu. Í kjöflarið hefur félagið boðað til blaðamannafundar kl. 14. Ekki fæst gefið upp hvert efni fundarins er.

Mótmæla sölu grunnnets Símans

Fjarskiptafyrirtækin Og Vodafone og eMax og INTER, samtök aðila sem veita netþjónustu, mótmæla fyrirhugaðri sölu á grunnneti Símans, sem þau segja eina mikilvægustu auðlind Íslendinga. Er þess krafist í fréttatilkynningu frá félögunum þremur að að grunnnetið verði undanskilið þegar Síminn verður seldur einkaaðilum.

Borgarafundi frestað til kl. 21

Borgarafundi um jarðgöng milli lands og Eyja, sem halda átti í Vestmannaeyjum klukkan átta í kvöld, hefur verið frestað til klukkan níu. Frestunin er vegna leiks Íslands og Kúveits á heimsmeistaramótinu í handknattleik í Túnis. Það er Árni Johnsen sem boðar til fundarins sem verður haldinn í Höllinni í Eyjum.

Gosminjar grafnar upp í Eyjum

Ákveðið hefur verið að byrja í vor að grafa upp gosminjar í Vestmannaeyjum. Ferðamálaráð hefur ákveðið að veita fimm milljóna króna styrk til verkefnisins sem gengur undir nafninu <em>Pompei norðursins</em>. Grafin verða upp nokkur hús sem standa undir vikurlagi og útbúið sýningarsvæði með upplýsingum um gosið.

Kortið gefur ekki rétta mynd

"Ég lít á þetta kort sem áróður. Hann getur í sjálfur sér verið réttur eða rangur en hann er fyrst og fremst pólitískur en ekki fræðilegur og það finnst mér einkenna þetta kort," segir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, um Íslandskortið "Ísland örum skorið" en tíu náttúruverndarsamtök stóðu að útgáfu þess.

Þrír teknir með 160 grömm af hassi

Þrír menn voru handteknir með 160 grömm af hassi og nokkur grömm af amfetamíni við Hvalfjarðargöngin um tvöleytið aðfaranótt miðvikudags. Að sögn lögreglunnar á Akranesi þótti lögreglumönnum ástæða til að stöðva bílinn þegar hann kom úr göngunum og við leit í honum fundust fíkniefnin en talið er að þau hafi verið ætluð til sölu.

Sigldi trillu drukkinn

Maður á fimmtugsaldri var handtekinn fyrir að sigla trillu undir áhrifum áfengis við Árskógsströnd á þriðjudag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík barst henni tilkynning um klukkan 17.30 um einkennilega siglingu trillu úti fyrir ströndinni.

Ofbeldismenn yfirgefi heimilið

Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, lagði fram frumvarp til laga á Alþingi um að auka heimildir lögreglu til að vísa manni af heimili sínu ef hann beitir eða hótar öðru heimilisfólki ofbeldi í gær.

Rúm hálf milljón manna fær aðstoð

Hjálparstarf Rauða krossins hefur nú náð til fleiri en 500,000 manna í þeim löndum sem urðu illa úti í flóðbylgjunni í desember.

Trassa að tilkynna aukaverkanir

Íslenskir læknar standa sig ekki í að tilkynna aukaverkanir lyfja til Lyfjastofnunar, að sögn Rannveigar Gunnarsdóttur forstjóra. Aðeins þrjár tilkynningar bárust um hið illræmda Vioxx-gigtarlyf á árunum 2000 til 2004. </font /></b />

Nær 500 milljónir vegna Vioxx

Íslendingar notuðu gríðarlega mikið af svokölluðum coxhib-lyfjum á árunum 2000 - 2004, samkvæmt tölum frá Tryggingastofnun ríkisins.

Verðhækkanir komu á óvart

Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að fullyrt hafi verið á þingi að raforkuverð myndi ekki hækka svo nokkru næmi. Nú sé annað að koma í ljós. Þingmaður Frjálslyndra segir hækkanir allt að 75 prósent. </font /></b />

Vísað úr landi vegna aldurs

Jórdaninn Said Hasan uppfyllti ekki skilyrði til að fá dvalarleyfi hér á landi, að sögn Hildar Dungal, setts forstjóra Útlendingastofnunar. Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, hefur gagnrýnt stjórnvöld fyrir að vísa honum úr landi. Maðurinn á að auki barn hér á landi.

Fasteignaverð hækkar áfram

Þess má vænta að fasteignaverð eigi eftir að hækka nokkru meira á næstunni samkvæmt endurskoðaðri efnahagsspá fjármálaráðuneytisins fyrir árin 2005 til 2010. Búist er við því að verðið hækki þar til að framboð á nýju húsnæði jafnast á við eftirspurn.

Geti sett á sölubann á veiðibráð

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur kynnt í ríkisstjórn frumvarp til laga um breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu er sagt að í frumvarpinu sé lagt til að umhverfisráðherra verði heimilt að takmarka veiðar við ákveðna daga og ákveðinn tíma sólarhringsins og að ráðherra geti við tilteknar aðstæður bannað sölu á veiðibráð.

Fólk ætti að fá að brugga

Leyfa verður fólki að framleiða léttvín og líkjöra, sagði Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, á þingfundi Alþingis í gær.

Mengunarkvótar skapa skriffinsku

Ekki er ástæða til að setja mengunarkvóta á losunarheimildir fyrirtækja á innanlandsmarkaði, sagði Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra á þingfundi Alþingis í gær.

Starfsfólki Landmælinga fækkar

Landmælingum Íslands verður úthlutað fjórtán milljónum til uppfærslu stafrænna landakorta sinna. Það er sextán milljónum minna en í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir