Innlent

Kortið gefur ekki rétta mynd

"Ég lít á þetta kort sem áróður. Hann getur í sjálfur sér verið réttur eða rangur en hann er fyrst og fremst pólitískur en ekki fræðilegur og það finnst mér einkenna þetta kort," segir Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Landsvirkjunar, um Íslandskortið "Ísland örum skorið" en tíu náttúruverndarsamtök stóðu að útgáfu þess. Að þeirra sögn sýnir kortið áhrif stóriðjustefnu stjórnvalda eftir fimmtán ár ef orkufyrirheit þeirra ná fram að ganga samkvæmt fyrsta áfanga Rammaáætlunar. Ragnheiður segir það ekki rétt að það eigi að virkja allar jökulár landsins og á kortinu séu ár sem engar rannsóknir hafi verið unnar á og í gær hafi verið staðfest að Jökulsá á Fjöllum yrði innan þjóðgarðs. "Hugmyndafræðin sem liggur að baki þessu korti er komin úr náttúruverndarlögun frá 1999 en á kortinu sem er þeim til grundvallar eru dregin sambærileg svæði í kringum öll mannvirki. Það mætti því lita allt Íslandskortið svart ef mannvirki og vegakerfið væru tekin með í reikninginn eins og stendur í náttúruverndarlögum" segir Ragnheiður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×