Innlent

Borgarísjaki í Húnaflóa

MYND/Jón Páll Ásgeirsson
Stór borgarísjaki, sem hefur verið á reki í Húnaflóa í nokkra daga, er nú strandaður neðan við bæinn Hvalsá við sunnanverðan Steingrímsfjörð á Ströndum og bráðnar nú ört. Hann var mjög tignarlegur fyrst þegar sást til hans og minnti helst á þau tígurlegu fjöll Drangaskörð við utanverðan flóann. Menn frá Drangsnesi sigldu að jakanum í könnunarleiðangur, minnugir sagna frá árinu 1932 þegar ísbjörn barst þar að landi með borgarísjaka og gerði mikinn usla að bænum Drangavík, en hann var skotinn þar inni í búri. Enginn ísbjörn var hins vegar á þessum jaka svo séð yrði og stafaði ekki hætta af jakanum þar sem hann sást vel í ratsjám skipa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×