Segir NCC ekki hafa gert áætlun 27. janúar 2005 00:01 Árni Johnsen er með þriggja síðna kostnaðarmat á gerð jarðganga til Vestmannaeyja frá starfsmanni verktakafyrirtækisins NCC. Yfirmaður NCC í Noregi ítrekar aftur á móti yfirlýsingar sínar sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær um að NCC hafi enga kostnaðaráætlun gert. Skýrslan sem Árni Johnsen hefur kynnt, bæði á blaðamannafundi í síðustu viku og á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gækvöld, er rúmlega tvær blaðsíður á lengd. „Það er fullmikið sagt að um skýrslu sé að ræða. Þetta eru minnispunktar upp á þrjár síður,“ segir Svein Erik Kristiansen, annar höfunda skýrslunnar sem er verkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu NCC en hann hefur m.a. reynslu af gangagerð í Færeyjum. Hinn höfundurinn er Sverre Barlindhaug, jarðverkfærðingur hjá Multiconsult í Noregi. Saman segja þeir að kostnaðarmatið, um það bil sextán milljarðar króna fyrir göng til Eyja, sé raunhæft, að því gefnu að unnt sé að gera svokallaða ódýra gerð af göngum, sem ekki þarf að styrkja öðruvísi en með steypu og bergboltum. Engu sé þó hægt að slá föstu fyrr en að loknum frekari rannsóknum. Svein Erik segir að rannsaka þurfi allt svæðið með jarðsjá. Ekki sé vitað hvað komi út úr því og verðið geti bæði hækkað og lækkað. Öyvind Kvaal, yfirmaður almanna- og samfélagstengsladeildar NCC í Noregi, sem á sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, sór í gær af sér að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir Árna Johnsen og vildi ekkert við það kannast. Hann segir að ekki sé hægt að byggja á þeim upplýsingum sem Árni hafi fengið eftir stuttan fund með verkfræðingnum í flughöfninni í Kaupmannahöfn, en Svein Erik segir að þeir Árni hafi ræðst við á fundi sem stóð í tvo til þrjá tíma á Kastrup-flugvelli. Þrátt fyrir þessar upplýsingar stendur Öyvind Kvaal við hvert orð sem hann sagði í gær. Hann segir að það skipti ekki máli hvað Árni Johnsen hafi í höndunum. Fyrirtækið hafi ekki gert neina skýrslu eða greiningu þar sem standi að NCC geti gert göngin á þennan eða hinn háttinn fyrir hitt eða þetta verð. Hann sé fulltrúi stjórnar fyritækisins sem geri göng í Færeyjum og sem hafi gert lengstu göng í Noregi. Öyvind segir að kostnaðarmat í nafni fyritækisins verði ekki gert nema að undangenginni ítarlegri rannsókn á aðstæðum. Aðspurður hvort segja megi að það sem Svein Erik hafi látið Árna Johnsen í té sé raunsætt mat á því hvað það kosti að gera göng til Vestmannaeyja svarar Öyvind því neitandi. Árni Johnsen hefur þannig í höndunum áætlun frá starfsmanni NCC, sem hann kynnti meðal annars á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gær, sem yfirmenn NCC vilja ekki láta bendla við fyrirtækið. Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Árni Johnsen er með þriggja síðna kostnaðarmat á gerð jarðganga til Vestmannaeyja frá starfsmanni verktakafyrirtækisins NCC. Yfirmaður NCC í Noregi ítrekar aftur á móti yfirlýsingar sínar sem komu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær um að NCC hafi enga kostnaðaráætlun gert. Skýrslan sem Árni Johnsen hefur kynnt, bæði á blaðamannafundi í síðustu viku og á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gækvöld, er rúmlega tvær blaðsíður á lengd. „Það er fullmikið sagt að um skýrslu sé að ræða. Þetta eru minnispunktar upp á þrjár síður,“ segir Svein Erik Kristiansen, annar höfunda skýrslunnar sem er verkfræðingur hjá verktakafyrirtækinu NCC en hann hefur m.a. reynslu af gangagerð í Færeyjum. Hinn höfundurinn er Sverre Barlindhaug, jarðverkfærðingur hjá Multiconsult í Noregi. Saman segja þeir að kostnaðarmatið, um það bil sextán milljarðar króna fyrir göng til Eyja, sé raunhæft, að því gefnu að unnt sé að gera svokallaða ódýra gerð af göngum, sem ekki þarf að styrkja öðruvísi en með steypu og bergboltum. Engu sé þó hægt að slá föstu fyrr en að loknum frekari rannsóknum. Svein Erik segir að rannsaka þurfi allt svæðið með jarðsjá. Ekki sé vitað hvað komi út úr því og verðið geti bæði hækkað og lækkað. Öyvind Kvaal, yfirmaður almanna- og samfélagstengsladeildar NCC í Noregi, sem á sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins, sór í gær af sér að fyrirtækið hefði gert kostnaðaráætlun fyrir Árna Johnsen og vildi ekkert við það kannast. Hann segir að ekki sé hægt að byggja á þeim upplýsingum sem Árni hafi fengið eftir stuttan fund með verkfræðingnum í flughöfninni í Kaupmannahöfn, en Svein Erik segir að þeir Árni hafi ræðst við á fundi sem stóð í tvo til þrjá tíma á Kastrup-flugvelli. Þrátt fyrir þessar upplýsingar stendur Öyvind Kvaal við hvert orð sem hann sagði í gær. Hann segir að það skipti ekki máli hvað Árni Johnsen hafi í höndunum. Fyrirtækið hafi ekki gert neina skýrslu eða greiningu þar sem standi að NCC geti gert göngin á þennan eða hinn háttinn fyrir hitt eða þetta verð. Hann sé fulltrúi stjórnar fyritækisins sem geri göng í Færeyjum og sem hafi gert lengstu göng í Noregi. Öyvind segir að kostnaðarmat í nafni fyritækisins verði ekki gert nema að undangenginni ítarlegri rannsókn á aðstæðum. Aðspurður hvort segja megi að það sem Svein Erik hafi látið Árna Johnsen í té sé raunsætt mat á því hvað það kosti að gera göng til Vestmannaeyja svarar Öyvind því neitandi. Árni Johnsen hefur þannig í höndunum áætlun frá starfsmanni NCC, sem hann kynnti meðal annars á fjölmennum borgarafundi í Vestmannaeyjum í gær, sem yfirmenn NCC vilja ekki láta bendla við fyrirtækið.
Fréttir Innlent Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira