Innlent

Tólf ár að malbika til Ísafjarðar

Tólf til fjórtán ár tekur að setja bundið slitlag á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur, sé miðað við samgönguáætlun stjórnvalda, segir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ. "Um tuttugu prósent af leiðinni eru ekki með bundnu slitlagi," segir Halldór. Auka þurfi fjárveitingar til samgöngumála og nýta ætti hluta söluhagnaðar Símans til þess. "Það vantar virkilega sátt um að veita meira fjármagni í samgöngumál svo hægt sé að klára vegaframkvæmdirnar á styttri tíma," segir Halldór.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×