Innlent

Sársaukafullur samdráttur

Vegna bágrar fjárhagsstöðu Ólafsfjarðarbæjar er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum til framkvæmda í fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Að sögn Jónu Vilhelmínu Héðinsdóttur, formanns bæjarráðs, eru engar uppsagnir áformaðar en stytting á vinnutíma, hagræðing í rekstri og samdráttur í þjónustu einkennir fjárhagsáætlunina. Þrátt fyrir launahækkanir síðustu missera er gert ráð fyrir að launakostnaður lækki um átta milljónir króna á milli ára og verði 56,8 prósent af heildarútgjöldum Ólafsfjarðarbæjar á yfirstandandi ári. Annar rekstrarkostnaður lækkar úr rúmum 136 milljónum króna í fyrra í rúmar 112 milljónir króna í ár. "Hér eru lagðar til tímabundnar sársaukafullar aðgerðir sem munu koma við íbúa Ólafsfjarðarbæjar, bæði starfsmenn hans og íbúa," segir í bókun meirihlutans í Ólafsfirði. Þar kemur einnig fram að stefnt sé á að auka þjónustuna á ný á næsta ári og veita þá fé til framkvæmda í sveitarfélaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×