Fleiri fréttir

Leyniþjónusta á Íslandi

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra staðfesti á Alþingi í dag að öryggislögreglu- og leyniþjónustustarfsemi færi fram á vegum Ríkislögreglustjóra og sagði að umfang hennar hefði aukist í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001.

Brennisteinn fluttur út á 14. öld

Umfangsmikil vinnsla á brennisteini var stunduð að Gásum í Eyjafirði á 14. öld. Þetta sýna fornleifarannsóknir sem þar standa yfir og eru þetta því elstu minjar um iðnað á Íslandi. Brennisteinninn var einkum seldur í byssupúður og virðast Íslendingar því snemma hafa tengst hergagnaframleiðslu.

Verkamenn borga fyrir yfirvinnu

Jón Ólafur Jónsson og Jóhann Valgeir Jónsson, fyrrum starfsmenn Impregilo við Kárahnjúkavirkjun, fullyrða að yfirmaður hjá Impregilo hafi krafið þá um greiðslu fyrir að fá að vinna um helgar.

Tekinn með hass í Svíþjóð

24 ára Íslendingur var tekinn með tvö kíló af hassi í Malmö í Svíþjóð á þriðjudaginn í síðustu viku. Hann var að koma frá Danmörku þegar hann var tekinn með hassið falið í bíl sínum. Í kjölfarið var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald og er hann enn í haldi sænsku lögreglunnar.

Tímamótajafnréttisdómur

Nýjasti dómur Hæstaréttar í máli gegn Akureyrarbæ er varðar mismunun vegna kynbundins launamunar markar tímamót. Þetta segir Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður.

Dómur áhrif á gerð kjarasamninga

Hæstaréttarlögmaður segir að nýjasti Akureyrardómurinn gæti haft áhrif á gerð kjarasamninga háskólastétta. Hefðbundnar kvennastéttir gætu leitað eftir því að bera sig saman við hefðbundin karlastörf líkt og gert var í dómnum. Framkvæmdastjóri BHM vill hærri laun í kvennastéttum. </font /></b />

Snjóflóðahættan enn til staðar

Viðbúnaðarstig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á sunnanverðum Vestfjörðum en á norðanverðum fjörðunum hefur því verið aflétt. Fjögur íbúðarhús voru rýmd á Bíldudal í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu en þar hafa hús ekki áður verið rýmd í vetur.

Landsfundur Samfylkingar í vor

Landsfundur Samfylkingarinnar verður haldinn dagana 22.-23. maí í vor. Þetta var ákveðið á fundi framkvæmdastjórnar flokksins í gærkvöldi eftir umræður um að halda fundinn jafnvel fyrr. Í upphafi fundarins verður tilkynnt um hver verður formaður flokksins, að undangenginni póstkosningu, en varaformaður verður kjörinn á fundinum sjálfum.

Bílvelta við Blönduós

Það þykir með ólíkindum að ökumaður, sem var einn í bíl sínum, skuli hafa sloppið nær ómeiddur þegar bíll hans valt út af þjóðveginum skammt frá Blönduósi í gærkvöldi og valt margar veltur niður bratta brekku. Bíllinn er gjörónýtur en ökumaður fékk að fara heim að lokinni skoðun á heilsugæslustöðinni.

Aurskriða féll á Snæfellsnesi

Aurskriða féll á þjóðveginn um Búlandstind á milli Ólafsvíkur og Grundarfjarðar í gær. Í sama mund var bíll að fara um veginn og lenti hann á steini í skriðunni og skemmdist eitthvað. Ökumanni var að vonum brugðið en sakaði ekki.

Vannýtt vegna fjárskorts Hafró

Nýjasta og fullkomnasta hafrannsóknaskipið, Árni Friðriksson, verður aðeins hundrað og sextíu daga á sjó við hafrannsóknir á þessu ári vegna fjárskorts Hafrannsóknastofnunar. Þetta verður um það bil hundrað dögum styttra úthald en gert var ráð fyrir þegar skipið var smíðað á sínum tíma.

Handtekin fyrir bílainnbrot

Lögreglumenn handtóku tvær unglingsstúlkur og einn pilt í Bakkahverfi í Reykjavík í nótt, grunuð um innbrot í bíla. Í fórum þeirra fundust meðal annars fimm farsímar og þrír geislaspilarar úr bílum. Við nánari athugun kom í ljós að þau höfðu brotist inn í fjóra bíla og látið greipar sópa.

Ófært frá Reykhólum og í Flókalund

Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu að sögn Vegagerðarinnar. Ófært er frá Reykhólum og í Flókalund vegna snjóflóða og flughált er á Breiðdalsheiði. Öxi er ófær.

Unnið að Vatnajökulsþjóðgarði

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag að unnið verði að undirbúningi að því að fella landssvæði norðan Vatnajökuls inn í framtíðar Vatnajökulsþjóðgarð í samráði við heimamenn og aðra hagsmunaaðila. Áætlað er að þjóðgarðurinnn geti skilað allt að 1,5 milljarði króna í auknum gjaldeyristekjum á hverju ári.  

Andlátið rakið til vanrækslu

Maður á níræðisaldri, sem lést á vistheimilinu Hrafnistu eftir höfuðhögg á síðasta ári, fékk ekki þá meðferð og umönnun sem ætlast er af heilbrigðisstarfsfólki. Þetta kemur fram í álit Landlæknis.

Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot

Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. 

Þróunarhjálp í stað öryggisráðsins

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það geti verið allt eins skynsamlegt að verja meiri fjármunum til þróunarhjálpar í stað þess að eyða allt að milljarði til að reyna að komast í öryggisráð Sameinuðu þjóðanna.

Óeðlileg yfirlýsing Gylfa

Þingflokkur Frjálslynda flokksins telur óeðlilegt að forsvarsmenn samtaka launamanna lýsi því yfir að einn forystumaður í stjórnmálaflokki sé öðrum fremri, eins og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ, kaus að gera. Gylfi sagði stuðning verkalýðshreyfingarinnar við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ótvíræðan.

2 sækja um hjá Útlendingastofnun

Tveir sóttu um embætti forstjóra Útlendingastofnunar en umsóknarfrestur rann út þann 22. janúar. Umsækjendur eru Hildur Dungal lögfræðingur og Sveinn Guðmundsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur. Ekki liggur fyrir hjá dómsmálaráðuneytinu hvenær skipað verður í embættið.

Niðurstöðurnar liggi fyrir í haust

Þingmenn Suðurkjördæmis samþykktu á fundi sínum á dögunum að tryggja 20 milljónir króna til jarðfræðirannsókna hvort mögulegt sé að gera jarðgöng milli Vestmannaeyja og Landeyja. Rannsóknirnar skulu fara fram sem fyrst og niðurstöður þeirra liggi fyrir ekki síðar en næsta haust. Í tilkynningu segir að niðurstöður þeirra skuli vera eign íslenska ríkisins.

Dómur fyrir kannabisræktun

Fertugur karlmaður var í dag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að rækta og hafa í sinni vörslu um 180 kannabisplöntur í kartöflugeymslu í Ártúnsbrekku. Á heimili mannsins fundust tólf plöntur til viðbótar, fræ og lauf.

Margoft bent á loftlagshlýnun

"Fræðimenn hafa bent á það lengi að þegar hlýnun kemst á ákveðið stig mun það kerfi halda áfram óháð aðgerðum og það er því svo sem ekkert nýtt í þessu hvað það varðar," segir Helgi Jensson, forstöðumaður á framkvæmda- og eftirlitssviði Umhverfisstofnunar, um fréttir af nýútkominni skýrslu um loftslagshlýnun og afleiðingar þeirra.

Flughált í Árnessýslu

Flughált er í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu og á Breiðdalsheiði. Ófært er um Öxi. Að öðru leyti er sæmileg færð á vegum en víða eru hálkublettir.

Lögreglurannsókn dauðsfalls í bið

Lögreglan í Reykjavík bíður nú formlegrar álitsgerðar frá Landlæknisembættinu um dauðsfall aldraðs manns á Hrafnistu, áður en tekin verður afstaða til þess hvort lögreglurannsókn fer fram, að sögn Egils Stephensen saksóknara hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík.

Meðalaldur frumbyrja hækkar

Meðalaldur mæðra hefur farið stighækkandi á síðustu áratugum, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Hann hefur hækkað um 2,2 ár á tímabilinu 1963-2003, miðað við öll fædd börn, en um 4,2 ár sé eingöngu miðað við frumburði.

Ríkið sýknað af kröfu Ástþórs

Íslenska ríkið var sýknað af tveggja milljóna króna skaðabótakröfu Ástþórs Magnússonar í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástþór höfðaði málið vegna handtöku árið 2002. Hann var handtekinn vegna töluvpósts sem sendur var víða í nafni Friðar 2000 en þar sagði frá rökstuddum grun um að ráðist yrði gegn íslenskri flugvél.

Fjöldi ábendinga um svart vinnuafl

Samiðn hefur borist "aragrúi ábendinga og upplýsinga um ólöglegt vinnuafl" í byggingariðnaði hér, að sögn formanns sambandsins. Lögreglan í Reykjavík og Útlendingastofnun hafa leitar eftir samstarfi við Samiðn um málið. </font /></b />

Leyfi fyrir 24 Kínverja

Impregilo fær á morgun atvinnuleyfi fyrir 24 Kínverja samkvæmt ákvörðun Vinnumálastofnunar. Alls verður gefið út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa á íslenskum vinnumarkaði.

Atvinnuleysi mun minnka

Fjármálaráðuneytið spáir að atvinnuleysi minnki í rúmlega 2% á komandi misserum og að hagvöxtur verði 5,5%, eða 0,5% meira en spáð var í haust. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ráðuneytisins, „Úr þjóðarbúskapnum“, sem birt var í dag.

Ráðuneyti bíður svars frá Kópavogi

"Umsögn borgarstjóra við beiðninni var send Kópavogsbæ og yfirvöldum þar gefið tækifæri til að bregðast við röksemdum borgarinnar. Við búmst við svörum innan tveggja vikna og tökum efnislega afstöðu í framhaldinu," segir Pétur Örn Sigurðsson, lögfræðingur hjá iðnaðarráðuneytinu, um lögnámsbeiðni Kópavogsbæjar á landi í Vatnsendakrika.

Haförninn á batavegi

Ungur haförn sem verið hefur í gjörgæslu Húsdýragarðsins er óðum að fá bata en hann fór úr lið eftir að hafa flogið á rafmagnslínu í Þingvallasveit. Assan er hin glæsilegasta.

Gefur út 61 atvinnuleyfi

Vinnumálastofnun gefur í dag út 61 nýtt atvinnuleyfi fyrir íslensk og erlend fyrirtæki sem starfa hér. 24 þeirra eru fyrir Kínverja Impregilo.

Heilbrigðisvottorða krafist

EES borgarar hafa forgang að vinnu hér, heilbrigðisvottorða verður krafist með umsókninni og reglugerð flýtt. Þannig bregst félagsmálaráðherra við gagnrýni ASÍ á Impregilo og atvinnuleyfin. </font /></b />

Máttum giftast en ekki búa saman

Ásthildur Albertsdóttir, eiginkona Said Hasan, 23ja ára Jórdaníumanns, hefur kært ákvörðun Útlendingastofnunar um að vísa Hasan úr landi og banna honum að koma aftur hingað, bæði til Útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins. </font /></b />

Samkeppni um starfsfólk að aukast

Björgólfur Jóhannsson, forstóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, telur að samkeppni um starfsfólk sé að aukast á svæðinu.

Steypuvinna í mars eða apríl

Trevor Adams, verkefnisstjóri Alcoa, býst við að steypuvinna við álverið í Reyðarfirði hefjist í mars eða apríl.

Bylting á Egilsstöðum

Fasteignaverð hefur snarhækkað og verðmyndunin er orðin eðlileg. Menn geta nú byggt á Austurlandi án þess að tapa. Fasteignaverðið hefur ekki enn náð toppi. </font /></b />

Pólitísk endalok Ingibjargar?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir mögulegt að hún hætti í stjórnmálum bíði hún ósigur fyrir Össuri Skarphéðinssyni í formannskosningu í Samfylkingunni. Hún segir að komið sé að hugmyndafræðilegri endurnýjun í flokknum.

Þingið ítrekað samþykkt gölluð lög

Eftirlaunafrumvarpið er ekki eina lagasetningin sem hefur verið samþykkt á Alþingi og reynst gölluð eftir á. Ríkisstjórnin hefur tapað þó nokkrum fjölda mála fyrir dómstólum er varða nýsamþykkt lög. Stjórnarþingmaður segir að Alþingi verði að vanda sig betur.

Grafið undan embætti umboðsmanns

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnvöld og sérstaklega dómsmálaráðherra hafi með ummælum sínum grafið undan embætti Umboðsmanns Alþingis og virðingu þess.

Vatnajökulsþjóðgarður undirbúinn

Ríkisstjórnin samþykkti í gær að hafinn yrði undirbúningur Vatnajökulsþjóðgarðs. Stefnt er að hann nái yfir 10.600 ferkílómetra. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir undirbúningsvinnu hefjast strax.

Grjóthörð láglaunapólitík

Almennir starfsmenn Hafnarfjarðar vilja að bærinn taki upp sjálfstæða launastefnu gagnvart þeim og hætti að láta launanefnd sveitarfélaganna semja um kjör þeirra á milli.

Hundruð flytja á laugaveginn

Tvö byggingarfyrirtæki hafa keypt upp fjölda lóða í miðbænum. Fimmtán þúsund fermetra húsnæði rís milli Laugavegar og Hverfisgötu. Búist er við mikilli fjölgun íbúa í miðbænum. Frábær þróun, segir verslunareigandi. </font /></b />

Stjórnin grípur til aðgerða

Vinnumálastofnun gaf í dag út 61 atvinnuleyfi, meðal annars til 24 Kínverja. Ríkisstjórnin ætlar að grípa til aðgerða vegna erlendra starfsmanna á vinnumarkaði í kjölfar greinargerðar ASÍ um ítalska verktakafyrirtækið Impreglio.

Afhendir ekki minnisblöð

Stjórnarandstaðan krafði forsætisráðherra svara við því á Alþingi í dag hvort íslensk stjórnvöld hefðu leyft aðgang að lofthelgi og flugvelli vegna innrásar í Írak, þremur vikum áður en nafn Íslands var birt á lista yfir hinar viljugu þjóðir. Utanríkisráðuneytið vill ekki veita aðgang að minnisblöðum vegna þessa þar sem um sé að ræða samskipti við erlent ríki.

Sjá næstu 50 fréttir