Innlent

Átak í uppeldismálum

Verndum bernskuna er yfirskrift átaks í uppeldismálum sem efnt verður til næsta haust. Það er liður í að bæta stöðu barna í samfélaginu og styrkja foreldra í uppeldishlutverkinu. Þetta er samstarfsverkefni forsætisráðuneytisins, þjóðkirkjunnar og Velferðarsjóðs barna. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, Karl Sigurbjörnsson biskup og Valgerður Ólafsdóttir, fulltrúi Velferðarsjóðs barna, skrifuðu undir yfirlýsingu þar að lútandi á leikskólanum Grænuborg í dag. Margvíslegir viðburðir tengjast átakinu, meðal annars málþing um barnið og bernskuna í íslensku samfélagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×