Innlent

Frestur fyrir símaskrá að renna út

Frestur til þess að breyta skráningu númera í símaskrá, rennur út næstkomandi mánudag. Þeim fjölgar stöðugt sem biðja um rautt x aftan við nafn sitt. Af 330 þúsund nöfnum sem eru í símaskránni hafa 110 þúsund beðið um að fá rautt x við nafnið sitt, en það er til marks um að þeir vilji vera í friði fyrir símasölumönnum. Þetta er umtalsverð fjölgun, en þeir sem vilja fá rautt x í nýju skrána verða að ganga frá því í síðasta lagi á mánudag. Símaskráin verður í einu bindi og því mikil að vöxtum. Ýmsar breytingar verða í skránni, til dæmis er nú í uppsetningu hennar miðað við sameiningu sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Þá hefur netföngum fjölgað verulega. Símaskráin kemur væntanlega út einhvern tíma í maí.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×