Fleiri fréttir Hringbrautin á áætlun Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október. 18.1.2005 00:01 Borgarráð hunsar ráð fræðsluráðs Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en Borgarráð felldi hugmyndina. 18.1.2005 00:01 Ákvörðun sýslumanns kærð Kona sem ásakar mann um stuld á þremur teikningum Muggs hefur kært ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, um að fella málið niður, til ríkissaksóknara. 18.1.2005 00:01 Vita ekki fjölda læknamistaka Ekkert skipulagt skráningarkerfi heldur utan um kærur sem berast Landlæknisembættinu. 18.1.2005 00:01 Stór og góð loðna á land Háberg GK, skip Samherja, landaði 1.150 tonnum af loðnu í Grindavík í gærmorgun. 18.1.2005 00:01 Ölvaður á veghefli Lögreglan á Egilsstöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi. 18.1.2005 00:01 Par með fíkniefni Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af. 18.1.2005 00:01 Engin truflandi áhrif í útboði "Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu tilboði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, um gagnrýni á útboð bæjarins á byggingarlóðum við Bjarkarás. 18.1.2005 00:01 Börkur í sjö og hálfs árs fangelsi Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása. 18.1.2005 00:01 Hafnarfjörður lækkar álagningu Bæjarráð Hafnafjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði um sjö prósent. 18.1.2005 00:01 Féll á milli brúa Maður um tvítugt var fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild eftir að hafa gert á milli tveggja brúa viðMiklubraut. Litlu munaði að bíllinn félli niður á Sæbraut fyrir neðan brýrnar. 18.1.2005 00:01 Vill gögn um ákvörðunartöku Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. 18.1.2005 00:01 Renna hýru auga til Helguvíkur Nýjasta álver Íslendinga gæti risið á Reykjanesi. Bandarískt álfyrirtæki hefur skoðað möguleika á byggingu álvers í Helguvík og brasilískt fyrirtæki skoðar einnig uppbyggingu manganverksmiðju á svæðinu. 18.1.2005 00:01 Rannsaka erfðafræði áfengissýki Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa snúið bökum saman með samstarfssamningi um rannsóknir á erfðafræði áfengissýki. Evrópusambandið styrkir verkefnið um 330 milljónir króna, sem er hæsta upphæð sem sambandið hefur veitt til rannsókna hér á landi. 18.1.2005 00:01 Blóðbankinn hefur útrás Blóðbankinn hefur hafið útrás, líkt og aðrir íslenskir bankar. Bankinn er byrjaður að skrá sjálfboðaliða í beinmergsgjafaskrá sem verður hluti af norsku beinmergsgjafaskránni. Alþjóðlegt samstarf skiptir sköpum, segir yfirlæknir Blóðbankans. 18.1.2005 00:01 Skilja illa ráðningarsamninga Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. 18.1.2005 00:01 Hættan margfaldast við blæðingar Hættan á að íþróttakonur slíti krossbönd margfaldast þegar þær eru á blæðingum eða hafa egglos, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Verið er að undirbúa rannsókn á krossbandasliti hjá kvenfólki hér á landi. 18.1.2005 00:01 Úttekt vegna lóðakaupa borgarinnar Borgarfulltrúar R-listans samþykktu í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á kaupum borgarinnar á svokölluðum Stjörnubíósreit við Laugaveg 86 - 94. 18.1.2005 00:01 Vilja sameinast Austurbyggð Niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í fyrradag. Í könnuninni var leitað eftir afstöðu íbúa til þess hvort selja ætti félagsheimilin í Fjarðabyggð og hvort sameina ætti nágrannasveitarfélög Fjarðabyggð. 18.1.2005 00:01 Veiðafæralaus skip með mokafla Ekkert lát er á góðri loðnuveiði en veiðisvæðið er nú um 50 mílur út af Austfjörðum. Til að koma í veg fyrir að útgerðirnar brenni inni með óveiddan kvóta í lok vertíðar hafa sumar útgerðir, sem einnig eiga verksmiðjur, brugðið að það ráð að senda veiðarfæralaus skip á miðin til að sækja afla sem önnur skip hafa veitt. 18.1.2005 00:01 Hordauður fugl við strendurnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur beðið fuglaáhugamenn vítt og breitt um landið að láta vita ef vart verður við dauðan eða deyjandi svartfugl. Allt bendir til að svartfugl sé að drepast úr hor við Ísland, fjórða veturinn í röð, en fyrir þremur árum drápust tugir eða hundruð þúsunda svartfugla við strendur landsins vegna skorts á æti. 17.1.2005 00:01 Verðir gæta eitt hundrað milljóna Í Listasafninu á Akureyri gefur nú að líta það sem flesta dreymir um en fæstir fá; brakandi peningaseðla í bunkatali. Samtals 108 þúsund íslenskir peningaseðlar. Von er á fjölmörgum erlendum blaðamönnum til að fjalla um sýninguna. </font /></b /> 17.1.2005 00:01 Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. 17.1.2005 00:01 Senda skip til að sækja afla Góð loðnuveiði er enn norðaustur af landinu og hafa skipin að mestu sloppið við krappar lægðir að undanförnu. Eftir að kvóti var aukinn til muna í síðustu viku þurfa kvótahæstu útgerðirnar að nýta öll tækifæri til að ná afla sínum. Þær hafa nú gripið til þess ráðs að senda verkefnalaus skip á miðin til að sækja afla frá veiðiskipunum svo þau tefjist ekki við að sigla í land til löndunar. 17.1.2005 00:01 Sjór flæddi upp á hringtorg við JL Sjór flæddi upp á hringtorgið við JL húsið vestast á Hringbraut í nótt og drapst á nokkrum bílum þegar þeir óku út í vatnselginn. Lögregla aðstoðaði ökumenn og lokaði nærliggjandi götum á meðan starfsmenn borgarinnar hreinsuðu vettvanginn með stórvirkum vinnuvélum. 17.1.2005 00:01 Illviðri víða um land Illviðri brast á upp úr klukkan níu í gærkvöldi á Hellisheiði og varð að loka leiðinni en greiðfært var um Þrengslin. Vegurinn var ruddur snemma í morgun og opnaður á ný. Um svipað leyti gerði afleitt veður á Holtavörðuheiði þannig að ökumenn sem voru á leið á heiðina sneru við. Þar er enn stórhríð og ófært. 17.1.2005 00:01 Varað við snjóflóðum við Ísafjörð Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að snjóflóðahætta sé á vegum í nágrenni Ísafjarðar. Er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta á sérstaklega við um Óshlíð, Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg. 17.1.2005 00:01 Afsökunarbeiðni birt í vikunni Afsökunarbeiðni til íröksku þjóðarinnar vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak mun birtast í bandaríska dagblaðinu New York Times í þessari viku, þeirri sömu og George W. Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti. 17.1.2005 00:01 Fólk hugi að smáfuglum Fuglavernd hvetur fólk til að huga að smáfuglum þar sem þeir eiga erfitt með að ná sér í fæðu vegna snjóalaga. Einkum eiga skógarþrestir, sem hafa vetursetu hér á landi, erfitt uppdráttar við þessar aðstæður og sömuleiðis svartþrestir. 17.1.2005 00:01 Bandaríkjamenn inn á Evrópumarkað Bandarískir útvegsmenn leita nú sem aldrei fyrr inn á Evrópumarkað með sjávarafurðir sínar í samkeppni við íslenskar afurðir vegna sterkrar stöðu evrunnar gagnvart dollaranum. 17.1.2005 00:01 Rúm 1700 skiptu um trúfélag 1705 Íslendingar skiptu um trúfélag á síðasta ári eða 0,6 prósent landsmanna. Hlutfallið er svipað því sem verið hefur undanfarin ár, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Af þeim sögðu 66 prósent sig úr þjóðkirkjunni eða um ellefu hundruð manns. Nýskráningar voru flestar í Fríkirkjuna í Reykjavík, Fríkirkjuna í Hafnarfirði og kaþólsku kirkjuna. 17.1.2005 00:01 Viðbúnaðarástand á Vestfjörðum Almannavarnanefndir á norðanverðum Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands, lýstu fyrir stundu yfir viðbúnaðarástandi í öllum þéttbýlisstöðum á svæðinu vegna snjóflóðahættu. 17.1.2005 00:01 Þáðu eftirlaun í fullu starfi Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaun á síðasta ári á sama tíma og þeir gegndu fullu starfi á vegum hins opinbera. Launagreiðslurnar eru tilkomnar vegna lagabreytinga sem meðal annars höfðu það markmið að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Ráðherrarnir fyrrverandi eiga heima í almennum lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að mati formanns BSRB. 17.1.2005 00:01 Kristinn útilokar ekki framboð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir forystu flokksins úr takti við almennan vilja flokksmanna. Hann útilokar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins. 17.1.2005 00:01 Þrjú hús rýmd á Ísafirði Þrjú hús, þar af tvö atvinnnuhús, voru rýmd upp úr hádegi á Ísafirði á milli gamla bæjarkjarnans og Holtahverfis vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarástand vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. 17.1.2005 00:01 Sigurður hættir hjá Flugleiðum Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lætur af því starfi 31. maí eftir 29 ára starf hjá félaginu, þar af 20 ár sem forstjóri. Þetta kom fram á stjórnarfundi í morgun. Hannes Smárason, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Flugleiða, verður nú starfandi stjórnarformaður og mun einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. 17.1.2005 00:01 2,7% atvinnuleysi í desember 94.060 atvinnuleysisdagar voru skráðir í desember á landinu öllu sem jafngildir því að 4.088 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta eru um 2,7% af mannafla á vinnumarkaði í desember. Atvinnuleysi jókst örlítið á milli mánaða en í nóvember var atvinnuleysi 2,6%. 17.1.2005 00:01 Hús rýmd í Bolungarvík Búið er að rýma átta efstu íbúðarhúsin í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en þar búa um 30 manns. Þá er búið að lýsa hesthúsahverfið hættusvæði og vegurinn um Óshlíð til Ísafjarðar er ófær vegna snjóflóða. Bærinn Geirastaðir í Syðridal hefur líka verið rýmdur. 17.1.2005 00:01 Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: 17.1.2005 00:01 Hættan metin úr fjarska Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstofunni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995. 17.1.2005 00:01 Veður versnar á Vestfjörðum Veður fer nú versnandi á norðanverðum Vestfjörðum og er búið að rýma átta hús í Bolungarvík eftir að þrjú snjóflóð féllu úr Traðarhyrnu, en þau stöðvuðust rétt ofan við byggðina. Þrjú hús hafa verið rýmd á Ísafirði og nokkrir bæir í Önundarfirði og Dýrafirði vegna snjóflóðahættu þar. Auk þess hafa nokkur athafnasvæði verið lýst hættusvæði. 17.1.2005 00:01 Legudeild fyrir flensusjúklinga Enn er lítið lát á fárveiku fólki sem streymt hefur inn á Landspítala háskólasjúkrahús undanfarna daga af völdum inflúensu og annarra umgangspesta. 17.1.2005 00:01 Rífandi gangur í útsölum Sigurður Jónsson forstjóri Samtaka verslunar og þjónustu kvaðst hafa tekið stöðuna hjá nokkrum þeirra í síðustu viku og svo virtist sem rífandi gangur væri í þeim. 17.1.2005 00:01 Rifbrotinn og allur lurkum laminn Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist. </font /></b /> 17.1.2005 00:01 Óheilbrigðir viðskiptahættir "Þetta er óréttlátt gagnvart öðrum bjóðendum og óheilbrigðir viðskiptahættir," segir Bergþór Jónsson annar eigenda verktakafyrirtækisins Mótás sem hefur sent bæjarráði Garðabæjar skriflegar athugasemdir við útboð á byggingarlóðum við Bjarkarás í Garðabæ. 17.1.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hringbrautin á áætlun Ekið verður um hluta nýju Hringbrautarinnar í Reykjavík í maí. Hafliði Richard Jónsson, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni, segir verklok 15. október. 18.1.2005 00:01
Borgarráð hunsar ráð fræðsluráðs Margir grunnskólakennarar höfðu lokið endurskipulagningu kennslu í þeirri vissu að fá greitt fyrir vinnuna. Rætt var um að einn vinnudagur fengist greiddur. Fræðsluráð mælti með greiðslunni en Borgarráð felldi hugmyndina. 18.1.2005 00:01
Ákvörðun sýslumanns kærð Kona sem ásakar mann um stuld á þremur teikningum Muggs hefur kært ákvörðun sýslumannsins á Patreksfirði, um að fella málið niður, til ríkissaksóknara. 18.1.2005 00:01
Vita ekki fjölda læknamistaka Ekkert skipulagt skráningarkerfi heldur utan um kærur sem berast Landlæknisembættinu. 18.1.2005 00:01
Stór og góð loðna á land Háberg GK, skip Samherja, landaði 1.150 tonnum af loðnu í Grindavík í gærmorgun. 18.1.2005 00:01
Ölvaður á veghefli Lögreglan á Egilsstöðum var á Fljótsdalsheiði við framkvæmdasvæði Kárahnjúka í gærmorgun þegar hún stöðvaði veghefilsstjóra sem var þar við vinnu grunaðan um ölvun í starfi. 18.1.2005 00:01
Par með fíkniefni Par var handtekið grunað um að fíkniefnamisferli. Það var lögreglan í Keflavík sem handtók parið. Fólkið hafði ekið í bíl eftir Reykjanesbrautinni, misst stjórn á honum og ekið út af. 18.1.2005 00:01
Engin truflandi áhrif í útboði "Í útboðsgögnunum voru engin skilyrði um að fyrirtæki mættu skila inn aðeins einu tilboði og í ljósi þess skiluðu nokkrir inn fleiri tilboðum og við getum ekki gert athugasemdir við það," segir Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ, um gagnrýni á útboð bæjarins á byggingarlóðum við Bjarkarás. 18.1.2005 00:01
Börkur í sjö og hálfs árs fangelsi Börkur Birgisson, 25 ára Hafnfirðingur, var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir tilraun til manndráps og fjölda líkamsárása. 18.1.2005 00:01
Hafnarfjörður lækkar álagningu Bæjarráð Hafnafjarðar samþykkti í gær að leggja til við bæjarstjórn að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði um sjö prósent. 18.1.2005 00:01
Féll á milli brúa Maður um tvítugt var fluttur með minniháttar meiðsli á slysadeild eftir að hafa gert á milli tveggja brúa viðMiklubraut. Litlu munaði að bíllinn félli niður á Sæbraut fyrir neðan brýrnar. 18.1.2005 00:01
Vill gögn um ákvörðunartöku Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. 18.1.2005 00:01
Renna hýru auga til Helguvíkur Nýjasta álver Íslendinga gæti risið á Reykjanesi. Bandarískt álfyrirtæki hefur skoðað möguleika á byggingu álvers í Helguvík og brasilískt fyrirtæki skoðar einnig uppbyggingu manganverksmiðju á svæðinu. 18.1.2005 00:01
Rannsaka erfðafræði áfengissýki Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa snúið bökum saman með samstarfssamningi um rannsóknir á erfðafræði áfengissýki. Evrópusambandið styrkir verkefnið um 330 milljónir króna, sem er hæsta upphæð sem sambandið hefur veitt til rannsókna hér á landi. 18.1.2005 00:01
Blóðbankinn hefur útrás Blóðbankinn hefur hafið útrás, líkt og aðrir íslenskir bankar. Bankinn er byrjaður að skrá sjálfboðaliða í beinmergsgjafaskrá sem verður hluti af norsku beinmergsgjafaskránni. Alþjóðlegt samstarf skiptir sköpum, segir yfirlæknir Blóðbankans. 18.1.2005 00:01
Skilja illa ráðningarsamninga Meira en 40 prósent innflytjenda á Austurlandi og Vestfjörðum hafa áhuga á að stofna til eigin reksturs. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem einnig leiðir í ljós að nærri tveir þriðju hlutar sama hóps skilja illa eða alls ekki ráðningarsamning sinn. 18.1.2005 00:01
Hættan margfaldast við blæðingar Hættan á að íþróttakonur slíti krossbönd margfaldast þegar þær eru á blæðingum eða hafa egglos, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Verið er að undirbúa rannsókn á krossbandasliti hjá kvenfólki hér á landi. 18.1.2005 00:01
Úttekt vegna lóðakaupa borgarinnar Borgarfulltrúar R-listans samþykktu í gær tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á kaupum borgarinnar á svokölluðum Stjörnubíósreit við Laugaveg 86 - 94. 18.1.2005 00:01
Vilja sameinast Austurbyggð Niðurstöður skoðanakönnunar sem IMG-Gallup vann fyrir Fjarðabyggð voru kynntar bæjarráði í fyrradag. Í könnuninni var leitað eftir afstöðu íbúa til þess hvort selja ætti félagsheimilin í Fjarðabyggð og hvort sameina ætti nágrannasveitarfélög Fjarðabyggð. 18.1.2005 00:01
Veiðafæralaus skip með mokafla Ekkert lát er á góðri loðnuveiði en veiðisvæðið er nú um 50 mílur út af Austfjörðum. Til að koma í veg fyrir að útgerðirnar brenni inni með óveiddan kvóta í lok vertíðar hafa sumar útgerðir, sem einnig eiga verksmiðjur, brugðið að það ráð að senda veiðarfæralaus skip á miðin til að sækja afla sem önnur skip hafa veitt. 18.1.2005 00:01
Hordauður fugl við strendurnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur beðið fuglaáhugamenn vítt og breitt um landið að láta vita ef vart verður við dauðan eða deyjandi svartfugl. Allt bendir til að svartfugl sé að drepast úr hor við Ísland, fjórða veturinn í röð, en fyrir þremur árum drápust tugir eða hundruð þúsunda svartfugla við strendur landsins vegna skorts á æti. 17.1.2005 00:01
Verðir gæta eitt hundrað milljóna Í Listasafninu á Akureyri gefur nú að líta það sem flesta dreymir um en fæstir fá; brakandi peningaseðla í bunkatali. Samtals 108 þúsund íslenskir peningaseðlar. Von er á fjölmörgum erlendum blaðamönnum til að fjalla um sýninguna. </font /></b /> 17.1.2005 00:01
Sporin komu upp um þjófana Þrír menn voru handteknir undir morgun eftir að hafa brotist inn á skrifstofur Borgarskipulags og stolið þaðan tölvubúnaði. Lögregla rakti spor þeirra frá innbrotsstaðnum að heimili eins þeirra þar sem þeir voru allir gripnir og þýfið fannst. 17.1.2005 00:01
Senda skip til að sækja afla Góð loðnuveiði er enn norðaustur af landinu og hafa skipin að mestu sloppið við krappar lægðir að undanförnu. Eftir að kvóti var aukinn til muna í síðustu viku þurfa kvótahæstu útgerðirnar að nýta öll tækifæri til að ná afla sínum. Þær hafa nú gripið til þess ráðs að senda verkefnalaus skip á miðin til að sækja afla frá veiðiskipunum svo þau tefjist ekki við að sigla í land til löndunar. 17.1.2005 00:01
Sjór flæddi upp á hringtorg við JL Sjór flæddi upp á hringtorgið við JL húsið vestast á Hringbraut í nótt og drapst á nokkrum bílum þegar þeir óku út í vatnselginn. Lögregla aðstoðaði ökumenn og lokaði nærliggjandi götum á meðan starfsmenn borgarinnar hreinsuðu vettvanginn með stórvirkum vinnuvélum. 17.1.2005 00:01
Illviðri víða um land Illviðri brast á upp úr klukkan níu í gærkvöldi á Hellisheiði og varð að loka leiðinni en greiðfært var um Þrengslin. Vegurinn var ruddur snemma í morgun og opnaður á ný. Um svipað leyti gerði afleitt veður á Holtavörðuheiði þannig að ökumenn sem voru á leið á heiðina sneru við. Þar er enn stórhríð og ófært. 17.1.2005 00:01
Varað við snjóflóðum við Ísafjörð Vegagerðin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að snjóflóðahætta sé á vegum í nágrenni Ísafjarðar. Er fólk beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Þetta á sérstaklega við um Óshlíð, Súðavíkurhlíð og Flateyrarveg. 17.1.2005 00:01
Afsökunarbeiðni birt í vikunni Afsökunarbeiðni til íröksku þjóðarinnar vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak mun birtast í bandaríska dagblaðinu New York Times í þessari viku, þeirri sömu og George W. Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti. 17.1.2005 00:01
Fólk hugi að smáfuglum Fuglavernd hvetur fólk til að huga að smáfuglum þar sem þeir eiga erfitt með að ná sér í fæðu vegna snjóalaga. Einkum eiga skógarþrestir, sem hafa vetursetu hér á landi, erfitt uppdráttar við þessar aðstæður og sömuleiðis svartþrestir. 17.1.2005 00:01
Bandaríkjamenn inn á Evrópumarkað Bandarískir útvegsmenn leita nú sem aldrei fyrr inn á Evrópumarkað með sjávarafurðir sínar í samkeppni við íslenskar afurðir vegna sterkrar stöðu evrunnar gagnvart dollaranum. 17.1.2005 00:01
Rúm 1700 skiptu um trúfélag 1705 Íslendingar skiptu um trúfélag á síðasta ári eða 0,6 prósent landsmanna. Hlutfallið er svipað því sem verið hefur undanfarin ár, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Af þeim sögðu 66 prósent sig úr þjóðkirkjunni eða um ellefu hundruð manns. Nýskráningar voru flestar í Fríkirkjuna í Reykjavík, Fríkirkjuna í Hafnarfirði og kaþólsku kirkjuna. 17.1.2005 00:01
Viðbúnaðarástand á Vestfjörðum Almannavarnanefndir á norðanverðum Vestfjörðum, í samráði við Veðurstofu Íslands, lýstu fyrir stundu yfir viðbúnaðarástandi í öllum þéttbýlisstöðum á svæðinu vegna snjóflóðahættu. 17.1.2005 00:01
Þáðu eftirlaun í fullu starfi Sjö fyrrverandi ráðherrar þáðu sautján milljónir króna í eftirlaun á síðasta ári á sama tíma og þeir gegndu fullu starfi á vegum hins opinbera. Launagreiðslurnar eru tilkomnar vegna lagabreytinga sem meðal annars höfðu það markmið að draga úr sókn gamalla þingmanna í embætti í stjórnkerfinu. Ráðherrarnir fyrrverandi eiga heima í almennum lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins að mati formanns BSRB. 17.1.2005 00:01
Kristinn útilokar ekki framboð Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir forystu flokksins úr takti við almennan vilja flokksmanna. Hann útilokar ekki að gefa kost á sér sem varaformaður flokksins. 17.1.2005 00:01
Þrjú hús rýmd á Ísafirði Þrjú hús, þar af tvö atvinnnuhús, voru rýmd upp úr hádegi á Ísafirði á milli gamla bæjarkjarnans og Holtahverfis vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarástand vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. 17.1.2005 00:01
Sigurður hættir hjá Flugleiðum Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, lætur af því starfi 31. maí eftir 29 ára starf hjá félaginu, þar af 20 ár sem forstjóri. Þetta kom fram á stjórnarfundi í morgun. Hannes Smárason, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og stjórnarformaður Flugleiða, verður nú starfandi stjórnarformaður og mun einbeita sér að útrás og viðskiptaþróun félagsins, eins og segir í tilkynningu frá félaginu. 17.1.2005 00:01
2,7% atvinnuleysi í desember 94.060 atvinnuleysisdagar voru skráðir í desember á landinu öllu sem jafngildir því að 4.088 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta eru um 2,7% af mannafla á vinnumarkaði í desember. Atvinnuleysi jókst örlítið á milli mánaða en í nóvember var atvinnuleysi 2,6%. 17.1.2005 00:01
Hús rýmd í Bolungarvík Búið er að rýma átta efstu íbúðarhúsin í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en þar búa um 30 manns. Þá er búið að lýsa hesthúsahverfið hættusvæði og vegurinn um Óshlíð til Ísafjarðar er ófær vegna snjóflóða. Bærinn Geirastaðir í Syðridal hefur líka verið rýmdur. 17.1.2005 00:01
Útskýrir aðdraganda Íraksmáls Forsætisráðherra sendi fyrir stundu frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um Íraksmálið. Þar segir: „Í ljósi endurtekinnar umræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í marsmánuði árið 2003 vill Halldór Ásgrímsson forsætiráðherra ítreka eftirfarandi: 17.1.2005 00:01
Hættan metin úr fjarska Snjóflóðavakt hefur verið á Veðurstofunni í Reykjavík síðan snemma í gærmorgun, og helst er fylgst með Vestfjörðum þar sem ekki hefur verið svona mikill snjór í fjöllum síðan 1995. 17.1.2005 00:01
Veður versnar á Vestfjörðum Veður fer nú versnandi á norðanverðum Vestfjörðum og er búið að rýma átta hús í Bolungarvík eftir að þrjú snjóflóð féllu úr Traðarhyrnu, en þau stöðvuðust rétt ofan við byggðina. Þrjú hús hafa verið rýmd á Ísafirði og nokkrir bæir í Önundarfirði og Dýrafirði vegna snjóflóðahættu þar. Auk þess hafa nokkur athafnasvæði verið lýst hættusvæði. 17.1.2005 00:01
Legudeild fyrir flensusjúklinga Enn er lítið lát á fárveiku fólki sem streymt hefur inn á Landspítala háskólasjúkrahús undanfarna daga af völdum inflúensu og annarra umgangspesta. 17.1.2005 00:01
Rífandi gangur í útsölum Sigurður Jónsson forstjóri Samtaka verslunar og þjónustu kvaðst hafa tekið stöðuna hjá nokkrum þeirra í síðustu viku og svo virtist sem rífandi gangur væri í þeim. 17.1.2005 00:01
Rifbrotinn og allur lurkum laminn Nói Marteinsson, bifreiðastjóri á Tálknafirði, var hætt kominn í gær þegar flutningabíllinn sem hann ók fór út af veginum í blindbyl og niður 150-200 snarbratta hlíð. Bíllinn er gjörónýtur. Nói rifbrotnaði og er lurkum laminn eftir að hafa barist í bílhúsinu niður í árfarveg, þar sem bíllinn stöðvaðist. </font /></b /> 17.1.2005 00:01
Óheilbrigðir viðskiptahættir "Þetta er óréttlátt gagnvart öðrum bjóðendum og óheilbrigðir viðskiptahættir," segir Bergþór Jónsson annar eigenda verktakafyrirtækisins Mótás sem hefur sent bæjarráði Garðabæjar skriflegar athugasemdir við útboð á byggingarlóðum við Bjarkarás í Garðabæ. 17.1.2005 00:01