Vill gögn um ákvörðunartöku 18. janúar 2005 00:01 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“ Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, vill fá tæmandi lista yfir símtöl, samtöl, fundi og samskipti vegna ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak. Hann segir blasa við að lög hafi verið brotin við framkvæmdina og að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu orðnir margsaga í málinu. Ríkistjórn Íslands kom saman í morgun, daginn eftir að forsætisráðherra sendi frá sér yfirlýsingu þar sem fram kom að stjórnin í heild hefði ekki tekið ákvörðun um stuðning við innrásina í Írak. Það gerðu Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson eftir ríkisstjórnarfund þann 18. mars 2003 þar sem málið hafði verið rætt. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra vildi ekki tjá sign um þessi mál að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Guðni Ágútsson gaf þá skýringu á orðum sínum um helgina, þegar hann sagði ákvörðunina um stuðning við stríðið í Írak orka tvímælis, að gamalt íslenskt orðtak segði allt orkaði tvímælis þá gert væri. Mergur málsins eftir Jón G. Friðjósson segir að tvímæli sé efi, vafi, vafamál eða skiptar skoðanir. Að eitthvað orki tvímælis merkir að eitthvað sé hæpið eða vafi leiki á einhverju. Steingrímur J. Sigfússon telur ákvörðunina orka tvímælis og rúmlega það. Ekki séu öll kurl komin til grafar. Hann segir foyrstumenn ríkisstjórnarinnar ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum og þess vegna sé allur þessi vandræðagangur. Þess vegna séu menn orðnir margsaga og beri ekki saman við þingmenn í eigin flokki. Ráðherrum beri ekki einu sinni saman eða formanni og varaformann sama flokks. Málið sé því alltaf að verða klúðurslegra. Steingrímur segir málið farið að minna sig á Tamílamálið í Danmörku sem varð ríkisstjórn Pauls Schluters að falli. Guðni Ágústsson var inntur eftir því hvort friður væri í Framsóknarflokknum um Íraksmálið og þá svaraði hann: „Þetta er auðvitað umdeilt mál og hér fær þetta mikla umræðu í samfélaginu. Mér hefur stundum fundist að verið sé að rengja bæði atburðarásina og ákvarðanatökuna þannig að nú liggur sannleikurinn fyrir.“ Hann var aftur spurður að því hvort friður væri í flokknum. Þá sagði hann: „Þetta er mikið rætt í þjóðfélaginu en mér finnst mest um vert að Írakar sjálfir séu þakklátir að illmennið er komið á bak við lás og slá og bíður síns dóms. Hann hafði drepið milljón manns og var heimsfriðnum stórhættulegur þannig að nú eru kosningar þar fram undan og þar ríkir betra ástand.“ Enn var hann spurður hvort friður væri í Framsóknarflokkunum um Íraksmálið. Þá svaraði Guðni: „Við höfum rætt þetta mál. Við erum lýðræðislegur flokkur sem ræðum öll stór mál. Þessi mál eru til umræðu í Framsóknarflokknum eins og í öllum öðrum stjórnmálaflokkum og ég vona að nú sé þar friður.“
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Sjá meira