Innlent

Þrjú hús rýmd á Ísafirði

Þrjú hús, þar af tvö atvinnnuhús, voru rýmd upp úr hádegi á Ísafirði á milli gamla bæjarkjarnans og Holtahverfis vegna snjóflóðahættu. Viðbúnaðarástand vegna snjóflóðahættu er í gildi á öllum norðanverðum Vestfjörðum. Óshlíð er lokuð vegna snjóflóða og fólk er beðið að vera ekki á ferðinni á milli Súðavíkur og Ísafjarðar og Ísafjarðar og Flateyrar vegna snjóflóðahættu. Nú er nær alveg hætt að snjóa eftir mikla úrkomu síðan seint í nótt og er enn kyrrlátt á svæðinu, en eins og komið er fram er óttast að áhrifa djúprar lægðar geti farið að gæta þar með mjög hvassri norðanátt síðar í dag. Almannavarnanefnd Ísafjarðar situr á fundi þessa stundina og er að meta upplýsingar frá snjóeftirlitsmönnum og Veðurstofunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×