Innlent

Hús rýmd í Bolungarvík

Búið er að rýma átta efstu íbúðarhúsin í Bolungarvík vegna snjóflóðahættu en þar búa um 30 manns. Þá er búið að lýsa hesthúsahverfið hættusvæði og vegurinn um Óshlíð til Ísafjarðar er ófær vegna snjóflóða. Bærinn Geirastaðir í Syðridal hefur líka verið rýmdur. Líkt og á Ísafirði tók að snjóa mikið í Bolungarvík seint í nótt og kyngdi niður snjó fram undir hádegi, en nú gerir aðeins él og ekki er farið að hvessa í bænum. Veðurstofan spáir allt að 23 metra vindi á sekúndu af norðri undir kvöld og yrði þá mikill skafrenningur og snjósöfnun í skjóli. Þá verður vegum frá Ísafirði til Þingeyrar, Flateyrar og Suðureyrar lokað klukkan 18 vegna snjóflóðahættu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×