Innlent

Verðir gæta eitt hundrað milljóna

Sýningin Stríðsmenn hjartans var opnuð síðastliðinn laugardag en hún er sett upp í samvinnu listamannsins Ashkan Sahihi og Hannesar Sigurðssonar safnstjóra Listasafnsins á Akureyri. Sýningin samanstendur af ellefa gömlum og hrörlegum sjúkrarúmum, ellefu stórum ljósmyndum af eiturlyfjanotendum, tíbeskum munkasöng og eitt hundrað milljónum íslenskra króna í seðlum. Að sögn Hannesar er um að ræða einstæða sýningu. „Aldrei áður hefur önnur eins gomma af seðlum verið til sýnis á víðavangi listanna, hvorki hér heima né erlendis. Hugmyndin kviknaði í vor og hef ég síðan að mestu haldið henni leyndri en legið undir feldi og mótað sýninguna. Landamæri listamannsins og safnstjórans runnu saman í eina listræna heild í þessari sýningu," segir Hannes. Sýningin er ekki sú dýrasta sem sett hefur verið upp í Listasafninu á Akureyri og segir Hannes að tryggingarverðmæti höggmyndasýningarinnar Meistarar formsins, sem sett var upp á safninu sumarið 2003, hafi verið nærri sjöfalt hærra. Í tengslum við þessa sýningu hefur hins vegar þurft að gera meiri öryggisráðstafanir en á fyrri sýningum. Nýtt öryggiskerfi er í húsinu og eru öryggisverðir á vakt allan sólarhringinn. Starfsfólk safnsins hefur fengið árásarhnappa og lögregla og Securitas hafa samræmt sérstaka aðgerðaáætlun til að bregðast við ef einhverjir reynast of sólgnir í listina. Hannes segir að hann sjálfur fái ekki að vita um alla þætti öryggisgæslunnar. „Öryggisverðir Securitas tóku völdin á safninu daginn sem milljónirnar 100 komu hingað í tveimur stórum stálkistum. Ég hef því misst húsbóndavaldið á safninu og þarf að leita til öryggisvarðanna þegar ég fer inn og út úr húsinu." Sýningin hefur verið kynnt vítt og breitt um heiminn, í samstarfi við Ferðamálaráð og sendiráð Íslands, og segir Hannes að von sé á blaðamönnum frá mörgum heimsþekktum fjölmiðlum sem fjalla muni um sýninguna. Þar á



Fleiri fréttir

Sjá meira


×