Afsökunarbeiðni birt í vikunni 17. janúar 2005 00:01 Afsökunarbeiðni til íröksku þjóðarinnar vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak mun birtast í bandaríska dagblaðinu New York Times í þessari viku, þeirri sömu og George W. Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti. Á fimmta þúsund manns hefur lagt fram fé í söfnun Þjóðarhreyfingingarinnar vegna yfirlýsingarinnar. Alla jafna kostar heilsíðuauglýsing í blaðinu 12 milljónir íslenskra króna en Þjóðarhreyfingin greiðir 2,8 milljónir þar eð auglýsingadeild New York Times er í sjálfsvald sett hvenær í vikunni auglýsingin birtist. Hans Kristján Árnason, ábyrgðarmaður söfnunar Þjóðarhreyfingarinnar, segir að starfsmaður blaðsins hafi komið fram með þá hugmynd að óvitlaust væri að birta auglýsinguna í þessari viku því Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti á fimmtudag. Hann segir að áfram verði tekið við framlögum í söfnunarsímanum 90-20000, eða fram að þeim degi sem auglýsingin birtist. Lokauppgjör hefur ekki farið fram en Þjóðarhreyfingin telur sig hafa fengið framlög sem standa undir birtingarkostnaði auglýsingarinnar og öðrum kostnaði. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa unnið í sjálfboðavinnu að verkefninu en fjarskipafyrirtæki taka hálfa milljón í umboðslaun. Einnig bætast við auglýsingar í íslenskum ljósvaka- og prentmiðlum og hönnunarkostnaður. Afgangur, ef einhver verður, rennur til Rauða kross Íslands að sögn Hans Kristjáns. Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Afsökunarbeiðni til íröksku þjóðarinnar vegna stuðnings Íslands við innrásina í Írak mun birtast í bandaríska dagblaðinu New York Times í þessari viku, þeirri sömu og George W. Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti. Á fimmta þúsund manns hefur lagt fram fé í söfnun Þjóðarhreyfingingarinnar vegna yfirlýsingarinnar. Alla jafna kostar heilsíðuauglýsing í blaðinu 12 milljónir íslenskra króna en Þjóðarhreyfingin greiðir 2,8 milljónir þar eð auglýsingadeild New York Times er í sjálfsvald sett hvenær í vikunni auglýsingin birtist. Hans Kristján Árnason, ábyrgðarmaður söfnunar Þjóðarhreyfingarinnar, segir að starfsmaður blaðsins hafi komið fram með þá hugmynd að óvitlaust væri að birta auglýsinguna í þessari viku því Bush Bandaríkjaforseti verður settur í embætti á fimmtudag. Hann segir að áfram verði tekið við framlögum í söfnunarsímanum 90-20000, eða fram að þeim degi sem auglýsingin birtist. Lokauppgjör hefur ekki farið fram en Þjóðarhreyfingin telur sig hafa fengið framlög sem standa undir birtingarkostnaði auglýsingarinnar og öðrum kostnaði. Liðsmenn hreyfingarinnar hafa unnið í sjálfboðavinnu að verkefninu en fjarskipafyrirtæki taka hálfa milljón í umboðslaun. Einnig bætast við auglýsingar í íslenskum ljósvaka- og prentmiðlum og hönnunarkostnaður. Afgangur, ef einhver verður, rennur til Rauða kross Íslands að sögn Hans Kristjáns.
Fréttir Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira