Innlent

Senda skip til að sækja afla

Góð loðnuveiði er enn norðaustur af landinu og hafa skipin að mestu sloppið við krappar lægðir að undanförnu. Eftir að kvóti var aukinn til muna í síðustu viku þurfa kvótahæstu útgerðirnar að nýta öll tækifæri til að ná afla sínum. Þær hafa nú gripið til þess ráðs að senda verkefnalaus skip á miðin til að sækja afla frá veiðiskipunum svo þau tefjist ekki við að sigla í land til löndunar. Aflanum er dælt úr veiðarfærum skipanna yfir í flutningaskipin sem sjá svo um að flytja aflann í land.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×