Innlent

Stór og góð loðna á land

Háberg GK, skip Samherja, landaði 1.150 tonnum af loðnu í Grindavík í gærmorgun. Loðnan er sú fyrsta sem landað er í Grindavík á árinu, samkvæmt vef Samherja. Þar segir að hún sé stór og góð og fari öll í bræðslu. Þorsteinn Símonarson skipstjóri Hábergs segir loðnuna hafa veiðst flottroll á Seyðisfjarðardýpi. Um 34 tíma hafi tekið að sigla til Grindavíkur frá miðunum. Samherji hafi keypt skip frá Færeyjum, Högaberg, sem einnig sé á loðnuveiðum og leigt Seley ÞH sem flytja eigi hráefni frá vinnsluskipunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×